4. Kafli – Skipið flýgur
Dagar liður og skipið varð tilbúið, kælirinn bar galla, stóran galla og Árilíus vissi það.
Með lipri tungu sannfærði hann Mikael, um hve mikilfenglegt, frábært það væri ef María myndi fljúga fyrst, tákn Mikaels um eilífa ást til hennar. Mikael féll í gildruna.
Þeir stóðu þrír, Markús, Mikael og Árilíus og horfðu á skipið rísa hægt og rólega frá jörðunni inn í morgunsólina.
“Ábyrgðin er þín.” Sagði Markús og áhyggjutón var á rödd hans.
Hve mikilfengleg þessi sjón var, er vélarnar lyftu skipinu upp til skýjanna, fet fyrir fet.
Vélarnar þrumuðu, hitnuðu og bros lék um varir Maríu er hún horfði yfir sveitina.
Svo hvað við mikill hvellur og skipið hvarf um stund inn í kolsvartann reyk og eldblossa og kom svo þjótandi niður úr loftinu og splúndraðist á jörðinni með háum brestum.
Markús lokaði augunum og snéri sér við og gekk á brott án þess að mæla orð.
Mikael öskraði og hljóp eins hratt og fætur báru hann að flakinu á meðan lúmskt bros lék um varir Árilíusar sem hvarf frá staðnum.
Mikael bar illa farið lík ástkonu sinnar heim og lagði í rúmið hennar og breiddi yfir hana. Tár runnu niður kinnar hans.
Svo gekk hann fyrir Markús sem beið hans í Skylmingarsalnum.
“Ábyrgðin var þín.” Sagði Markús titrandi röddu og rétti Mikael sverð.
“Þung þetta er fyrir hjarta mitt og sálu. En ekki hleypst ég undan ábygðinni.”
Mikael tók við sverðinu, þeir tóku sér stöðu.
Sverðin mættust í bardaga um heiður, reglur, sorg og hefnd. Og í reiði sinni stökk Markús fram, á sverð Mikaels sem gekk í gegnum hjartað og líf hans fjaraði út. Mikael grúfði sér yfir hann, heimurinn var að snúast gegnu honum. Hann muldraði orð fyrirgefningar er tárin hrönnuðust niður.
Svo stóð hann upp, reiði var í andliti hans og hann bar höfðu átt.
“Engin skall falla á ný fyrir þeim vítisskapnaði sem þetta skip er.”
Hann gekk hröðum skrefum að vinnuskúrnum sem var mannlaus, hann lagði eld að og horfði á eldin læsa sig í teikningunum.
Árilíus kom gangandi að, sá hvað Mikael var að gera og raddir, hundruðir radda bergmáluðu í höfði hans: “DREPT’ANN”
Árilíus dró upp hníf úr belti sínu, lét staf sinn falla til jarðar og hljóp líkt og heil væri með hnífin á lofti, öskrandi. Mikael leit við og sá hvar hann nálgaðist og greyp um hönd hans, hnífurinn snérist og stakkst djúpt inn í magann á Árilíusi sem féll til jarðar með miklum andköfum. Tóm augu hans litu til Mikaels. Seinustu kraftar Árilíusar fóru í að reyna að slökkva eldinn.
Hann brann inni.
Tár runnu niður kinnar Mikaels, hvað hafði hann gert til að verðskulda þetta, hann fann til sektarkennar, hann hafði drepið alla sem hann unni.
Standandi einn, án alls í héraði dauðans, hér endar sagan.