ATH!!! Höfundur vill taka það fram að hann veit ofsa lítið um WWII ogmegnið af þessari sögu er líklega bull sem kemur ekki saman við heimildir.Vona nú samt að þið njótið hennar,minnar fyrstu smásögu á Huga.Ekkert af þessu er tekið frá öðrum,þetta er mín hugmynd.
Hann vissi að hann myndi aldrei gleyma hryllingnum.
Aldrei myndi hann gleyma andlitunum sem kveinuðu,öskruðu á hjálp og grát barna. Á hverri nóttu dreymdi hann alltaf eitthvað,og oftast gyðingana…
Sjaldan hafa menn skilið hvernig var að vera “nasisti” í seinni heimstyrjöldinni.Allar myndir snerust náttúrulega um bandarísku hetjuna sem drepur illu nasistana.
Hann var ekkert fífl,bráðgáfaður maður,kominn á aldur.Hann vissi að menn eins og Hitler og Himmler eiga skylið að þjást og deyja en
flest allir ungu mennirnir voru plataðir…nei,HEILAÞVEGNIR.Við skulum ekki einu sinni tala um Hitlers-æskuna.
Þegar hann gekk fyrst í herinn vildi hann að sjálfsögðu berjast fyrir land sitt og halda dýrð þýska veldisins.Eins og Kaninn.
Hann var samt feginn þegar hann var sendur í varðstöðu yfir einhverju fangelsi,þar sem hann var,náttúrulega,hræddur við stríð.
Þetta var ekki venjulegt fangelsi.
Þetta voru aftökunarbúðir gyðinga.
Hann hafði hugsað um að flýja,en það hafði verið reynt og þá menn var farið með eins og gyðingana.
Hann gleymir aldrei þessum andlitum sem horfðu á hann með hatri og samt von um miskunn.
Hann gleymir aldrei fjöldagröfunum.Að týna gulltennur úr rotnandi líkum.Allt fyrir “foringjann”.
Síðan kom Kaninn og frelsaði gyðingana,og þá var hann feginn að nokkrum hluta…
Hann vissi hvað hann var…
Hann vissi hvaða hræðilegu myrkraverk hann hafði framið…
Það sem hann gerði var óbætanlegt…
Hann vissi að hann var einn af skrímslunum…