Kvalinn
Ég labbaði heim úr skólanum glaður í bragði. Ég hafði ekki hugmynd um hvað beið mín.
Þeir byðu, þeir byðu eftir mér á göngustíginum með kilfur og önnur barefli. Ég mætti þeim og þeir löbbuðu á móti mér.
Ég var hræddur, svo hræddur. ÉG snéri við og byrjaði að labba í hina áttina. En þeir eltu mig. Nú vissi ég að þeir ætluðu að berja mig. Siggi klikk og Patti æltuðu að berja mig til dauða.
Þeir voru alveg að koma að mér þegar ég snéri mig við og horfði í augunn á þeim. Þeir voru með glott á vör, það var eins og þeir hlökkuðu til að drepa mig.
Siggi sveiflaði kylfunni að hausnum á mér, ég greip í kilfunna. Ég var ekki lengur hræddur, ég var reiður svo rosalega reiður. Ég reyf af honum kylfuna og sveiflaði henni að honum. Hún hafnaði í andliti hans. Hann féll til jarðar. Ég var svo reiður svo ótrúlega reiður. Ég barði aftur og aftur. Hann hætti að hreifa sig. Hann lá bara þarna í blóði sínu.
Gott á hann, þetta var svo gott á hann.
Ég leit á Patta. Hann var svo hræddur að hann hljóp í burtu.
Það var blóð á jakanum mínum. Ég hló. Þetta var svo gott á hann.
Ég hló hærra. Þetta var svo gott á hann.