Strákurinn sem hvarf
Ég sit hérna í sófanum og er að hlusta á Hallelujah með Jeff Buckley. Það er 2 ár í dag síðan að vinur minn Tómas hvarf. Ég sá hann ekki eftir þetta kvöld.
Þetta byrjaði allt þegar ég kom heim til hanns á Fimmtudagskvöldi 14 sept 2000. Hann kom alltaf til dyra glaður í bragði. Við fórum út og fengum okkur sígó og löbbuðum upp í sjoppu.
Við vorum alveg að koma upp í sjoppu þegar allt gerðist.
Það kom bíll brunandi að okkur og það greip allt í einu mikil skelfing í Tómas. Hann öskraði á mig. Hlauftu. Ég hljóp eins og fætur toguðu. Hann hljóp á eftir mér. Það var augljóst að bíllinn var að elta okkur.
Síðan allt í einu heyrði ég mikinn kvell. Ég leit aftur fyrir mig og sá að mennirnir í bílnum voru byrjaðir að skjóta á okkur en það voru ekki byssur sem þeir hjéltu á þetta var eithvað annað. Nú vissi ég að þetta var mjög alvarlegt. Ég var byrjaður að gráta.
Tómas hins vegar grét ekki, hann var reiður.
Við fórum inn í stórablokk. Dingluðum á bjölluna og það var opnað fyrir okkur. Flýttum okkur inn í lyftuna og þegar hún var að logast sá ég að þeir sem voru að elta okkur voru ekki menskir.
Þeir voru miklu stærri og með stærri haus.
Svo logaðist lyftann og við stemdum á 5 hæð.
HVAÐ Í FJÁRANUM ER ÞETTA SAGÐI ÉG. Ég veit það ekki sagði Tómas.
En svo heirði ég hann seiga það sem ég á aldrey eftir að gleyma.
“Þeir vilja fá mig heim” hvíslaði hann. Ég hrökk í kút.
HVAÐ. Tómas stoppaði liftuna og ýtti svo á hnappin sem stóð 1 hæð.
Við stefdum aftur nyður.
Ég var kvíðinn. Ég vissi ekki hvað beið okkar þegar lyftann stoppaði á 1 hæð og lyftuhurðinn opnast.
En þegar hún opnaðist var enginn. Við hlupum út og hlupum heim til Tómasar.
Þegar við komum við hurðinna snéri hann sér að mér. Ég var lafmóður og hræddur.
Hann sagði mér að fara heim. Ekki vera hræddur. Þeir voru ekki eftir þér. Þú munt aldrei sjá þá aftur.
Síðan sá ég hann labba inn um húsdyrinna kinka kolli til mín og loka.
Þetta var seinasta skiftið sem ég sá Tómas.
Hallelujah með Jeff buckley var búið og ég var að bíða eftir næsta lægi. Allt í einu heyri ég í dyrabjöllunni. Ég svara. Ég heiri í rödd sem ég hef ekki heyrt í 2 ár. Þetta var Tómas.