Bakerinn eins og hann var kallaður var tölvugúru sem vann oft fyrir glæpamenn í Reykjavík. Tristan og Baker áttu sér langa sögu saman en ferðir þeirra höfðu ekki skarast í 2 ár, ekki fyrr en nú.

Tristan bankaði á hurðina og lítill feitur strákur kom til dyra.

“Jesús! Hvað ertu að pæla að koma heim til mín, ef einhver sér þig verð ég drepinn! Komdu inn komdu inn.”

“Langt síðan við höfum sést, alltaf gaman að sjá þig. Ertu með einhvað í ofninum?” Spurði Tristan glottandi.

Jón Baker, eða Jón Þorleifsson, hafði unnið kvöldvaktir í bakaríi í bænum með frænda Tristans. Þaðan er Baker nafnið komið. En frændi Tristan hafði kjaftað í hann eftir Baker kom fullur í vinnuna og fór að gorta sig af því að hann væra að vinna fyrir einhverja stór glæpona. Í stað þess að handtaka hann, gerði Tristan samning við hann, að Baker segði honum af og til af einhverjum viðskiptum. Tristan hafði ekki farið til Bakers í svona langan tíma því eitt skiptið sá einn “vinnufélagi” hans hann tala við Tristan. Útkoman sú að Baker fékk að dúsa 2 mánuði á gjörgæsludeild. En nú var hart í veðri og Tristan farinn að vanta úræði.

“Hvað viltu Tristan, ég hélt við værum hættir við að hittast eftir að ég lennti á spítala?”

“Það er útaf Ingó Gull. Menn hans biðu eftir mér heima með smá glaðning, og þú veist hvað mér er illa við óvæntaruppákomur! Ég þarf að fá að vita hvar hann heldur sig, og einhvað segir mér að þú vitir það…” Sagði Tristan og tók upp rettu.

“Það er bannað að reykja hérna.” kallaði Bakerinn.

Tristan leit upp, og kveykti í henni spurði ákveðið í þetta skiptið hvar Ingó væri að halda sig núna. Og eftir nokkrar mínotur af kveini og væli uppljóstraði Bakerinn að maður Ingó hefði komið til sín og keypt ýmsan búnað til hlerunar. Baker vissi ekki hvar Ingó var, en hann var með númerið hjá aðstoðarmanni hans. Hann gat svo fundið út hvar aðstoðarmaðurinn var með því að tengjast gervihnattartungli íslensku leyniþjónustunnar. Blásalir 15. Tristan kvaddi og hélt af stað.



Klukkan var að nálgast morgun þegar Tristan kom að Blásölum. Hann lagði jeppanum soldið frá húsinu, tók Samsoninn upp og hélt af stað. Hann fór í gegnum garðinn í næsta húsi og kom að meinta felustað Ingó Gulls. Það var stór pallur á húsinu, og svalardyrnar voru oppnar. Það var allt kveikt inni og það heyrðist í tónlist, en hann heyrði ekki í neinum þarna inni. Hann fór varlega af staði inn með Samsoninn, en það sem sá kom honum algjörlega í oppnar skjöldur. Það var blóð um allt. 5 lík voru þar inni, skotinn í tætlur. Ingó Gull var einn þeirra.

Það virðist sem einhver hafi verið á undan mér, hugsaði Tristan með sér . Hann tók upp símann sinn og hringdi.
“Tristan hér, númer 3779. Ég þarf að tilkynna morð, Blásalir 15. Lítur út fyrir að árásamenn séu farnir.”

Götulögreglan kom á staðinn, rannsóknarlögreglan líka, en engin ummerki fundust um hver hafði gert þetta. En Tristan hafði sínar hugmyndir. Spillti stjórnmálamaðurinn. En meðan engir borgarar voru dreppnir var Tristan sama þótt glæpamennirnir dræpu hvorn annan. Tilgangurinn helgar meðalið… og Tristan hélt heim á leið eftir sæmilega 2 sólahringa.