Það var dauðaþögn í salnum, maður hefði getað heyrt í mús trítla, svo *klick* Tristan að hlaða Samsoninn. Aðeins 2 menn stóðu nú á milli hans og Ingó Gulls og Rússans.

Árásin hafði heppnast mjög vel, 14 bófar lágu í valnum, þar af 8 sem Tristan hafði persónulega afgreitt.

Ljósið flöktaði um eftir að einhver hafði í látunum hitt ljósakrónuna. Tristan leit snögglega yfir skápin sem hann skýldi sér við, sá að einn þeirra var við barborðið en hinn var í felum bakvið sófan. Rétt eftir að hann hafði fært höfuðið niður heyrir hann skotin dynja yfir höfði sér. Hann bíður, brosir. *Plaff Plaff* og tveir Rússar skála ekki aftur í Vodka…



Í öllum látunum hafði Ingó Gull sloppið en góðu fréttirnar voru þær að þeir náðu 8 Rússum, einn þeirra mikils metin af Rússnesku máfíunni, FBI voru líka á eftir honum vegna einhvers dóp máls. Upplýsingar sem gætu nýst Tristani vel þegar það kæmi loks að yfirheyrslum.

Tristan undirbjó sig alltaf vel fyrir yfirheyrslu. Hann leit yfir skýrslu Rússans.

Ljúbó Franz 35 ára
Fæddur í Moskvu, bjó þar til 12 ára aldurs en þá flutti hann til London með móður sinni. Stundaði nám í Oxford háskólanum, MA próf í millilanda viðskiptum. Fluttist 26 ára aftur til Rússlands. Fór fljótlega að sjást með mönnum eins og Igor Strosky, Braman Mandarin og fleirum sem bendlaðir eru við Rússnessku mafíuna. Óbeinar sannanir hafa bendlað hann við efnavopns viðskipti við Pakistan eftir fall Indlands. Heróín viðskipti í Kambódíu, demantarán í Alzír….

Listinn hélt svona áfram. Bandaríkjamenn voru á eftir honum vegna morðs á háttsettum ráðamanni þeirra sem látist hafði í Indónesíu. Sannanir tengdu mafíuna við morðið, það virtist sem einhver hefði borgað mafíunni mikið af seðlum fyrir verkið. Ljúbó var talinn hafa skipulagt það.

Þetta hefur nú verið ansi afkastamikill glæpon! hugsaði Tristan með sér og hristi höfuðuð af blendni aðdáun og viðurstigð.

Það er ekkert skrítið að kanarnir vilji fá hann, en skítt með þá, ég þarf að komast að því hvers vegna Ingó þurfti 30 sjálfvirka rifla, 5 kíló af sprengiefni, og allt hitt draslið. Og hvar fékk hann pening fyrir þessu öllu!

Tristan var þungt hugsinn. Hann gekk óþreygjufullur um skrifstofuna sína á Skólavörðustígnum. Skrifstofan var á tuttugustu hæð í skrifstofubyggingu sem reist var á lóð gamla hegningahúsins. Viðeigandi staður til að geyma fyrstu Sérverkefnadeild Lögregluembætisins sem hafði slegið öll handtókumet innan embætisins.

2 hópar unni saman í deildinni. Tæknihópurinn, sem sá um mesta upplýsingaöflununa, hleranir og annað slíkt sem tengdist tölvum þvíumlíkum búnaði. Og svo rannsóknarhópurinn, sem sá um vetvangskannanir, handtökur og slíkt. Allt í allt voru 20 sem unnu þar. 24 fyrir klúðrið með Ægi Lú, hugsaði Tristan með sér og varð enn þyngri. Hann tók upp Samsoninn og byrjaði að fægja gripinn.

“Það mætti halda að einhver hefði lamið köttinn þinn, og gangbangað hundinn þinn!”

Lítið bros læddist að Tristani og hann leit upp. Það var Sonja. 180 á hæð, stórar túttur, stífur rass og annars mjög fitt líkama. Hún var í svarta pilsinu sínu og hvítu blúndur skyrtunni sem Tristan fannst svo hott.

“Ég var bara að pæla aðeins, með þetta mál, en hvað segiru, hvað er að frétta?”

“Ljúbó er tilbúinn fyrir yfirheyrsluna. Ég vona að þú hafir undirbúið þig vel, hann er það eina sem getur tengt Ingó við vopnin. Þú veist að við getum ekki notað hleranirnar til að sakfella hann. Ég ætlast til að þú fáir uppúr honum nægar upplýsingar til að senda Ingó í fangelsi í árþúsund! Og það verða engin mistök í þetta skiptið, er það skilið!?”

Tristan elskaði hvað hún varð sexí þegar hún reiddist.

“Ég geri það stjóri… ertu upptekin í kvöld, fyrir drykk eða einhvað?” Spurði Tristan með prakkasvip á sér.

“Ekki í þessu lífi Tristan, ekki í þessu lífi…”

Hún vill mig, hugsaði Tristan með sér og kveikti sér í rettu… Hún vill. Og brosandi hann hélt hann af stað í yfirheyrsluherbergið.