Tristan var búinn að bíða í 3 tíma í bílnum rétt við höfnina án þessa að nokkur lifandi vera hefði komið. Sér til skemmtunar hafði hann tekið í sundur Samson 2045 byssuna sína í sundur og fægt hana vel, hann elskaði þennan grip.

Ég trúi ekki að skítseyðið hann Sjonni hafi látið þá vita af mér, hugsaði Tristan með sér. Hann getur varla verið svo heimskur!

Og rétt í því sá hann ljós, það voru 3 svartir BMW, nýa típan og einn stór trukkur. Úr hverrjum bíl gengu 3 menn einn þeirra var áberandi hávaxinn. Hann var í svörtum leðurfrakka og með stóra gullkeðju um hálsinn. Datt mér ekki hug, Ingó Gull, hugsaði hann með sér. Mennirnir gengu um borð.

“Eru allir tilbúnir?” Kallaði Tristan í talstöðina. “Við leggjum af stað þegar ég segji, og ekki fyrr! Skilið!?” Víkingasveitin svaraði játandi.

Tristan steig úr gamla jeppanum sínum, tók af sér jakkann, hlóð byssuna og skymaði yfir svæðið.

Höfnin í Grindavík, var fullkomin fyrir svona viðskipti. Það voru eintómir glæpamenn sem bjuggu þar núna, ekki þessir cheep as glæponur, heldur stjórnmálamenn. Og allir vissu að þeir voru spilltustu rottur veraldar!

Skipið var eins og virki. Það voru menn með sjálvirkar byssur um allt, að minnstakosti 20 manns. Pís og keik, hugsaði Tristan með sér og brosti. Því næst lagði hann af stað, með Samsoninn í einni, og kutan í hinni, og tólf af illkvittnislegustu löggum landsins á eftir sér. Hann setti heyrnatólin í eyrun og setti á lag 3 á spilaranum sínum, Six Feet Under með uppáhalds klassaranum sínum, I Adapt.

Rokk og ról og blý og bófar, það verður ekki mikið betra! “Leggjum af stað strákar, við skulum sækja okkur nokkra aumingja!” Sagði Tristan glottandi. “Af stað!”