\“Hvað viltu hér Tristan? Ég hélt thú hefðir verið sendur til Færeyja eftir seinasta klúðrið!\” Sagði varðstjórinn.
Þetta feita fífl, á auðvelt með að tala hérna í sínu verndaða umhverfi.
\“Ég þarf að ræða við einn vistmann hjá þér Óli, hann er kallaður Sjonni.\”
\“Já Sjonni, horaður dópistaræfill, þeir komu með hann á þriðjudag. Hann er í klefa 2, ég skal opna. Hvernig var það annars Tristan, eftir málið með Ægi Lu?\”
Sagan er fljót að ferðast, aðeins 2 vikur liðnar og einhvað lólæf í Selfossi búinn að frétta þetta strax!
Tristan tók niður sólgleraugun svo að það sást í nýfengna örið sem lá frá enni niður á kynn.
\“Það skiptir þig nú engu máli kallinn.\”
Þeir voru nú komnir að klefanum.
\“Þú getur farið upp aftur núna kallinn minn, ég ræð við þetta einn.\”
\“Eins og þú vilt.\” Muldraði varðstjórinn.
Inni í klefanum stóð útúrvíraður, tveggja metra, fölur dópista ræfill. En samt engin vennjulegur ræfill. Þessi ræfill vissi hvar og hvenær rússarnir ætluðu að flytja inn vopnin.
\“Sjonni Sjonni Sjonni… þetta er þinn þriðji glæpur í röð og þú færð að sitja lengi inni á Nýja Hrauninu í þetta skipti. Og þú veist hver situr þar inni.\”
\“Drullaðu þér í burtu skíturinn þinn, ég hef ekkert við þig að segja!\”
Tristan gekk um klefan, með höfuðið lútið og kveykti sér í rettu.
\“Mannstu, Jóhann Stóri, ring a bell?\”
Ha, vissi ég ekki! Hugsaði Tristan með sér.
Sjonni varð skyndilega stjarfur, og það virtist sem hann fölnaði enn meira ótrúlegt en satt. Fyrir 3 árum höfðu þeir Sjonni og Jóhann Stóri verið félagar í glæpum. En þegar dópkaup klúðrust og 3 látnir, hafði Sjonni vitnað gegn Jóhanni. Sagðist bara hafa verið á svæðinu fyrir tilviljun, og þessi fífl hjá Hæstarétti, ákvöðu að \“trúa\” honum til þess að málið gengi hraðar gegn. Jóhann fékk 17 ár, og situr núna á Nýja Hrauni.
\“Hvað viltu vita?\”
Það færðist lítið glott yfir dökkklædda manninn.
\“Ég frétti það á ónefndum bar að Rússarnir væru að flytja inn stóra sendingu af vopnum, og að vinur þinn, Ingó, væri kaupandi.\”
Sjonni strauk svitan af andlitu sínu og settist á beddan.
\“Ef ég segji þér það, er ég gott sem dauður.\”
\“Ekkert mál, ég sendi þér blóm á Hraunið. Sjáumst!\”
Tristan snéri sér við og gerðist tilbúinn að fara þegar hann heyrði kallað: \“Bíddu… ég skal tala.\”
Það færðist bros yfir Tristan, og hann fékk sér smók.
Ef ykkur langar að vita meira um íslensku ofur framtíða lögguna hann Tristan, látið þá í ykkur heyra ;)