Að stunda nám við virðulega menntastofnun
Áður en ég geng inn stansa ég andartak og lít í gegnum glerið og sé umhverfið bakvið mig speglast , hvað sem ég píri þá sé ég ekki inn. Því fyrir innan þröskuldinn endar veruleikin og einhver súrelísk útúrdópuð fantasía tekur við, dysney land, þar sem allir hafa grímur, allir keppast um að vera fyndnastir, skemmtilegastir, sætastir, töffaralegasti og þar fram eftir götunum. Allir að reyna uppfylla einhver skilyrði um uppfyllingu fáranleikans. Þar sem hin ýmsu sögutímabil mætast, í ótrúlega gáfuðum krökkum, fullkomnasta fólk sögunar sem hafa í höndum sér toppverk sköpunarinnar að leika leiksýningu, tölvuleik. Það er dansaður ballet, ballettsýning sem fjallar um pólitík. Sumir er dýrkaðir, aðrir flykkja sér utan á þá. Þarna eru skrímslin, hinu útskúfuðu, og meyjarnar, riddararnir, kaupmennirnir, kóngafólk hina ýmsu svæða, aðalinn,erindrekar og slíkur skríl og það er farið eftir leikreglum steinaldar; að duga eða drepast. Og ég er þarna mjög ofarlega, einn sá dáðasti, sá sem veldur þessari stéttaskiptingu.
Og þá er andartakið liðið, snjórinn stingur þegar hann hríslast niður í strigaskóna og ísinn leggur í blautu hárinu svo ég tek í hurðarhúninn og lýk mér inn.
Í gegnum bleikt glitrandi duft geng ég og inni er: TÓNLIST, GLEÐI OG GLAUMUR, velkomin til undralands.
,,Gandri, hvernig er ?!” segja þeir og flykkjast að mér. ,,Flottari en flott” svara ég hress eins og venjulega, en segi ekkert meir því þessir eru ekki beint að virðingu minni. ,,Frábært, þið megið hanga í kringum mig en verið samt í hæfilegri fjarlægð” eru mín ósögðu skilaboð. Malið í þeim, viðburðir helgarinnar rifjaðir upp, ég hlusta ekki, var þar, gerði það. Og set upp svip geng yfir salinn með hágöfugum fótataki, gef handarmerkið, sælt sé fólkið. Heilsa upp á alla. Hva er títt. Jú þarna situr Elvar, hjá stelpunum í 9.bekk, grúbbpíunum sínum (ég er búinn með þær, braut á þeim hjartað hver af annarri en er samt enn þá draumaprins þeirra allra), hvers mans hugljúfi hann Elvar. Frekar vinsæll en hann skal samt passa sig að troða mér ekki um tær. Og þarna er klíka ofursvölu barnalegu mest vinsælustu töffarana í 10. bekk. Rósa kúrir sig hjá Eyþóri, hann má eiga hana ég kæri mig ekki um þessa drottningu telpnanna, þrátt fyrir síendurteknar viðreynslur af hennar hálfu. Það var gaman einu sinni með henni, en hún er eins og ég; eftir viðskiptin þá vildu báðir drottna, við komum út á jöfnu og skiptum helst ekki af hvoru öðru núna.
Eyþór er annars svona hálfgjörður smákóngur, hann er vinsæll og heldur sjálfur að hann sé sá sem hafi mest völdin. Ætli hann sé ekki smá treggáfaður, hann gerir sér í það minnsta ekki grein fyrir hverjir stjórna veröldinni sem hann hrærist í rauninni, þeir sem gerðu hana að því sem hún er. Þetta er mitt leikfang.
Hlamma mér í sófann, fíla það ekkert sérstaklega vel að vera miðpunkturinn en það þjóna mikilvægu hlutverki í áætlunum mínum að vera dáður svo ég læt mig hafa það. Reyndar þurfti ég ekki að hafa fyrir því, það er eitthvað í fari mínu segja stelpurnar. Iðinn, metnaðarfullur, dularfullur, heiðarlegur, gáfaður og tilfinninganæmur (og svona okkar á milli sagt: snarklikkaður). Kannski er það eðlislæg fyrirlitning mín í garð hinna óæðri skólafélaga minna sem lætur þá vilja komast í mjúkan hjá mér. Í gegnum árin er aðalsmannakerfið mitt alltaf að þróast, ég kann inn og út á þessa leiksýningu sem ég er sjálfur leikstjóri á. ÉG er með senditíkur, svikarar, njósnara, baktalara og slíkt lið í höndum mér.
Auðvitað er þetta ekki beint svona, en þetta er samt beint svona.
Þetta er brandari frá minni hálfu; HAHA!! Litli enika brandarinn minn.
Ég sé Gyðu koma aðvífandi, þvílíkur rass. Að setjast við hliðin á mér er víst málið og ég er ekkert að banna henni það, ég heyri pískur, ég er fullmeðvitaður um hvaða sess Gyða hefur í dagdraumum skólafélaga minna. Hún er að reyna að tala við mig.
,,Getið þið aðeins slakað á” segi ég pirraður á krökkunum, þeir bakka.
,,Hvað?” sný ég mér að henni.
,, Hey Dóri, þarna í sambandi við partíið… sko, hefurðu íhugað það” spyr Gyða og já ég hafði sko íhugað það.
,,Auðvitað kem ég með þér” svara ég hress með mjólkursamsölubrosi. Hún ætlar að reyna að svara einhverju en bjallan hringir og ég bíð ekki boðanna og stend óðar upp og askveð upp að stiganum og upp. ÉG veit að það fer þokkaleg í taugarnar á henni að ég skuli láta hana svona óafskipta. En mér er sama, það var ætlunin, það er ekkert rétt né rangt. Hún verður notuð, gott á hana.
Þarna er grúbba sem ég treð mér í Sævar, Bjarni R, Bjarni K, Freyr, Elvar, Skapti, Eyþór og Geiri. Þeir eiga víst að kallast vinir mínir en mér er sama um þá, mér brá samt um daginn þegar ég frétti að einhver úr hópnum hlyti að hafa verið að rægja mig í baktali. Ég sem hafði þá svo vel í hendi mér, hafði gert mig að góðum vini þeirra allra og þekkti þá út og inni en þeir þekktu ekki annað en ég vildi að þeir þekktu. Hver er raunverulega mér hliðhollur og hver ekki kæmist upp bráðum. ÉG hafði það á tilfinningunni að bráðum drægi til tíðinda, að vinsældarkerfinu yrði bráðum raskað. Og ég verð að vera á undan og aldrei að hika.
,,Hefurðu bætt einhverju við á netinu, Gandri, ertu kannski einn Þeirra” spyr Freyr. Þeirra ?? missti ég næstum út úr mér en auðvitað mætti ég aldrei segja það.
,,Þú tékkar bara á þessu í kvöld, ég læt þig fá IP töluna.” svara ég. Þetta var löglegt svar. Þá halda þeir að ég sé alveg á kafi og ég fæ tíma til að athuga þetta. Best að skrifa þetta bakvið eyrað.
Með hann Freyr, við erum svoldið í tölvunum og erum að gera saman heimasíðu. Það var í fyrra í tölvuverinu, við fórum að tala saman, meira og meira trúðum við hvorum öðrum fyrir hlutum. Ég fékk hann til að segja mér skoðun sína á Elvari besta vini sínum. Og lævíslega bætti ég ýmsu við. Hann er ekkert parhrifin af honum, það er ég sem hægt er að treysta. Síðan þá höfum við verið vinir. Annars er hann svona hlutlaus eins og ég. Vinur allra, öllum líkar við hann og hann passar inn allstaðar.
Umræðurnar snúast um leið yfir í eitthvað annað, með öðru eyranu hlusta ég, eins og skátarnir: ávalt viðbúinn. En ég er að hugsa um annað. Ég lít í hálfkák upp í hornið þar sem veggirnir mætast hjá loftinu, langt fyrir ofan okkur og súluna þar. Smá flashback og deisjavú tilfinning. Ég ætla ekki að glápa svo ég lít aftur niður inn í hópinn en myndin helst fersk í huganum: Sama sjónarhorn af skólanum en bara myrkt og tómlegt, þögn, svona eyðitilfinning, eins og að sjá baksviðs þegar leikmyndirnar eru teknar niður á nóttinni. Dreymdi mér þetta í nótt? Jafnóðum hnipraði ég niður draumnum, ég missti hann mér úr greipum.
Þeir halda áfram að tala saman um eitthvað, best að fara að segja eitthvað gáfulegt bráðum. Ég sé að Gyða er komin í hópinn þegar ég skáskýt augunum þangað sem hún er. Hún er að horfa á mig og brosir þegar ég lít á hana. Ég blikka hana annarshugar.
En þá hefur eitthvert gáfnaljósið tekist að fá skólaliða til að opna dyrnar að stofunni þótt kennarinn sé ekki komin enn og án þess að fá rönd við reist ber straumurinn mann inn í skólastofuna. Eftir það gleymi ég sjálfum mér, í hita leiksins lifi ég mig svo inn í hlutverk hins fullkomna námsmanns að það verður vélgengt og ég gleymi sjálfum mér.