Ég var barn sem einn daginn leit upp til himins. Ég dáðist að bláma hans og fínleika, bæði í senn brothættur sem postulín og fínofinn sem silki.
Árnin liðu og einn daginn þegar ég leit upp í himininn minn, sá ég að það voru komnar sprungur í þennan fallega, bláa himinn.
Dag eftir dag stækkuðu sprungurnar og að lokum hrundi himininn yfir mig. Brotin lágu út um allt og er ég horfði upp blasti við mér kuldalegur, grár himinn.
Þegar ég leit í kringum mig hafði heimurinn tekið á sig grámóskulegan lit. Ég þoldi ekki þennan himin og ég hataði hvernig heimurinn hafði breyst úr hlýja, glaðlega staðnum yfir í kuldalegan og skilningslausan stað. Hver dagur var verri en sá fyrri, og sífellt varð erfiðara að horfa á heiminn og himinn. Með hverjum deginum jókst sársaukinn í hjarta mínu og ég fann hvernig himinn og heimur þrengdi að mér þangað til ég náði ekki andanum.
Að lokum öskraði ég og himininn splundraðist. Ég lokaði augunum og féll í grasið. Ég fann brotunum rigna yfir mig og beið.
Þegar ég opnaði augun, sá ég ekkert nema svart. Jörðin var svört, himininn var svartur, allt var svart.
Ég horfði með tárvotum augum upp og allt í einu sá ég ljós, lítið í fyrstu en fór stækkandi með hverri sekúndunni. Þetta var stjarna. Stjarnan kom til mín, reisti mig við og flaug með mig upp í himingeiminn.
Þegar þangað var komið tók stjarnan í hendurnar á mér og byrjaði að dansa við mig. Myrkrið byrjaði að verða viðkunnanlegt og þægilegt á köflum. Sættist ég að hluta við heiminn, en var staðráðin í að berjast.
Með stjörnuna við hlið mér héldum við dansinum áfram, urðum óaðskiljanleg. Eilífðin þokaðist nær með svörin sem skilningur þurfti til að mynda heildina með spurningu, og ákvörðunarstaðu minn var þangað sem þau voru, því þá myndi kannski hið óskiljanlegra sýnast auðlærðra.