Á litlu kaffihúsi grafinn inn í horn situr hann vafinn skugga. Augun dimm, tóm. Hárið brúnleitt og fitugt. Andlitið skítugt, og á vanga hans vex nokkura daga gamalt skegg. Klæddur í bláann vinnugalla.
Situr bara þarna og sötrar kaffi og horfir á iðandi lífið sem gengur fram hjá glugganum á kaffihúsinu.
En falið bak við þetta andlit er brengluð hugsun sem vefur saman verknað sem enginn maður óskar eftir.
Þegar kaffið klárast úr bollanum og bollinn skellur á undirskálina stendur þessi maður upp og hverfur út um hurðina. Hann gengur hröðum skrefum heim á leið, augun skima um allt eins og haukur í leit að bráð.
Hann kemur að heimili sínu, hurðinni er hrundið upp og á borðinu í stofunni liggja tugi víta á víð og dreyf, út um allt gólf, alla íbúð liggja vírar, skrúfur, og allkyns sundurtættur tæknibúnaður sem nú hefur tapað hlutverki sínu.
Maðurinn lokar hurðinni á eftir sér og sest við borðið, eins og hann hafði gert daginn á undan því, og þar á undan, eins og hann hafði gert um langan tíma.
Vinnandi að takmarki sínu, vinnandi langt fram á nótt. Bros lék um varir hans svo skein í gular tennur, hlátur dansaði í gegnum raddböndin hjá honum. Hann tók upp lítinn kassa sem hann hafði unnið svo hörðum höndum við að skapa. Hann skaust út í skjóli nætur, gekk stutta leið að sendiferða bíl, í hans eign. Sem hafði legið falinn um nokkuð skeið. Afturdyrahurðirnar opnuðust rólega og inn í bílnum lágu pokar, fylltir með áburði. Hundruð kílógröm af áburði.
Maðurinn kom litla kassanum fyrir í miðri hrúgunni af áburðinum, tengdi lítinn vír í kassann sem lág fram í bílinn, svo var afturhurðinni lokað og sest undir stýrið.
Hvítur, sendiferðabíll, þakinn litlum dældum brunaði eftir hljóðlátum götum borgarinnar.
Keyrði þar til komið var að litlu bílastæðahúsi, drepið var á bílnum og vírinn frá kassanum tengdur í litla kveikju. Svo sat hann, þar til nóttinn flúði undan skærum geislum sólar og fólk reis úr rekkjum sínum inn í nýjann vinnudag. Götur borgarinnar fylltus, bílastæðahúsin fylltust.
Og þarna sat hann í sendiferða bílnum sínum, bros lék um þurrar varir og hann ýtti á takkann á kveikjunni.
Sprengjugnýr sem splúndraði gluggunum í næsta nágrenni, sprenging sem hristi jörðina og tók burtu líf.
Og enginn veit afhverju. Aðeins brengluð hugsun manns óf í huga sínum verknað, sem engum óraði fyrir. Ekki á þessu landi.