Ha? Hvað? Hvar er ég? Þetta hugsa ég þegar ég vakna einhversstaðar liggjandi með höfuðið á hörðu timbrinu. Ég reyni að orða þetta en allt sem kemur út er “Hvablagerrast?” Hvað er að mér?hugsa ég og reyni að standa upp. En ég get ekki staðið, ég dett beint á blaut gólfið. En nú finn ég að einhver tekur mig upp, ber mig smá spöl, ég veit ekki hvert, augun eru sortin og mig svíður í þau. En allt í einu fell ég í gegnum loftið og lendi á harðri jörðini. Svo sofna ég aftur.
Þegar ég vakna aftur blindast ég af dagsbirtuni. Jæja, ég sé þó núna. Þegar ég venst dagsbirtuni sé ég að ég er fyrir utan bar í einhveru krummaskurðinu. En nú rifjast þetta allt upp fyrir mér, Carlos, verkefni, Jeremy, miði, Hippawaja, ó nei JEREMY! Ég legg af stað í flýti, hugsa ekkert um neitt annað en að komast heim. En ég veit ekki hvar hesturinn minn er. Þá rennur upp fyrir mér að þetta gangi ekki með öllum þessum látum, ég verð að vera rólegur. Ég labba um bæinn og skoða mig um í leit að hesthúsi. Þessi bær er hið versta þjófabæli, allt skítugt og niðurbrotið. Hér er engum óhætt að vera án byssu. Ég þreyfa eftir minni en ó nei, hún er horfin! Nú liggur mér rosalega á að komast heim, annars verð ég ábygiggilega rændur og barin til óbóta. En nú nær hræðslan tökum á mér. Ég veit ekkert hvar þetta hesthús er, og ég þori ekki að spyrja neinn. Ég stend hér á miðjum veginum í nokkrar mínútur en man svo eftir gömlum vini mínum hér í bæ. Hann heitir Michael Tilteri, frá Ítalíu. Hann er með aðsetur hér, eða var það fyrir 3 árum þegar ég heimsótti hann seinast. Nú hraða ég mér af stað, í áttina að gamla húsinu hanns Michaels. En það er þrautini þyngri að finna húsið hans innan um öll gömlu og eiðilögðu húsin. En loks finn ég það. Ég ber að dyrum, með hjartað í buxunum. Hvað ef hann er fluttur, og einhverjar “rottur” búnar að koma sér fyrir þarna. “Rottur” eru utangarðsmenn sem ferðast milli bæja og ráða sig í smáverk hjá hinum ýmsu klíkum, ýmist peningaþvætti, morð, fjárkúgun, innheimtur og Guð má vita hvað annað. Þegar þeir eru á ferð setjast þeir oft að í tómum húsum eða á gistihúsum eins og ég. En þá borgar klíkan allt fyrir þá. Þeir eiga margir born, og þá eiga þeir þau oftast með konum í rottuhópi þeirra eða þá gleðikonum í hinum og þessum bæum. Þannig var ég, barn rottu þar að segja. Pabbi og mamma voru rottur, en pabbi, hann kom við á öllum hóruhúsunum með hinum köllunum. Oh hvað ég hataði hann! En ég hverf frá þessum hugsunum þegar hurðini er hrundið upp. Og þarna er hann Michael í snyrtilegum fötum og gljáfægðim skóm. Hann brosir til mín en segir svo loksins “Clyde, sæll maður. Hvað er að frétta af þér? Og hvar er sá stutti?” “Heyrðu Mike, þú verður að hjálpa mér.” segi ég í flýti og hraða mér inn. “Wow, hvaða æsingur er þetta á þér maður?” segir Mike undrandi á svipinn. Svo segi ég honum raunarsögu mína, allt um Carlos, vekefnið, öræntingu mina, fylleríið og það þegar ég vaknaði. Þegar ég hef lokið mér af segir Mike mér hvar hesthúsið er. En varðandi allt hitt segir hann alvarlegur á svip “Og í guðana bænum, ljúktu þessu verki af. Ekki viltu þurfa að flýja og lifa í stöðugum ótta? Þú þekkir marga færa menn, fáðu þá með þér. En ef eitthvað kemur uppá þá eru mínar dyr alltaf opnar. Og ef eitthvað kemur fyrir þig sendu þá strákinn til mín. Ég á sjálfur konu og krakka. Við erum að flytja en ég tek hann glaður með. En drífðu þig núna til baka.” Og það geri ég. Þegar ég kem loks heim er komið kvöld. Ég hraða skýringum í Jeremy og fer að sofa. Og á morgun er merkisdagur.
- MariaKr.