Ástfanginn. Að vera fangi ástarinnar. Það hefur aldrei átt við um hann. Nei, ekki hann, ekki sú týpa að vera í samböndum eða einhverju slíku. Nei, slíkt á ekki við um hann. Nýja dömu hverja helgi, það er hans still. Enda veður hann í konum, gjörsamlega að drukkna, upp að ökklum.
Ég brosi bara. Fæ mér annan sopa af bjórnum. Horfi á fólkið í kringum okkur. Laugardagskvöld í Reykjavík. Inni á skemmtistað, sitjum við barborðið.
Aftur á miðin, eins og hann kallar það. Útgerðin Jóhann, með nægan kvóta, gæti veitt allar þessar kerlingar án þess að komast nálægt því að tæma hann. Ha,ha, náðirðu þessum, Steini, útgerðin Jóhann. Eða Jóhann Re 103, ha, fokking frábært, maður.
-Já, frábært, svara ég. Einhverra hluta vegna hefur Jóhann, eða öllu heldur Jóhann Re 103, aldrei náð að halda nógu lengi í konu til að róast af einhverju viti. Við hinir erum allir komnir lang leiðina að því að verða foreldrar okkar. Giftir, með börn en ekki hann. Hef oft velt því fyrir mér hvers vegna. Svolítið skrýtið samt.
-Heyrðu, Steini, sérðu þessa maður!? Jesus fokking Christ, hún er ekkert smáveigis geðveikislega flott! Jesus fokking Christ!
Hann bendir á ljóshærða stelpu þarna inni í þvögunni á dansgólfinu. Hún lítur nokkuð vel út, í þröngum gallabuxum og stuttum Britney Spears bol, nógu stuttum til að sýna hring sem hún hefur í naflanum. Hún lítur vel út, en hún er varla degi eldri en átján.
-Hérna, Jói, hvað ætli hún sé gömul? Sautján…átján?
-Varla ertu að setja aldur fyrir þig, maður? Hann horfir á mig eins og að ég hafi rétt í þessu myrt systur hans. Nei, maður á sko ekki að setja aldur fyrir sig, slíkt er bara fásinna, aumingjaskapur, eitthvað sem kerlingar gera. Nei, aldur skiptir engu máli að mati Jóa.
-Nei, Jóhann RE 101, af því að ég bý í 101, þú skilur? Fokking brilliant!
Af skyldurækni fer ég tvisvar, þrisvar á ári út á djammið með Jóa. Hann er sífellt að reyna að fá mig með sér, þó svo að hann viti að ég hafi lítinn sem engan áhuga á fara út á lífið. Ég meina, ég á konu, Dísu, sem er alls ekkert hrifin af því þegar ég fer með honum, og strák, sem vaknar klukkan sex alla daga, líka þá daga sem ég vaki lengur. Stendur upp í rúmi og hoppar þar til að ég eða Dísa vöknum og förum á fætur. Yfirleitt sættir hann sig ekki við bara annað hvort okkar, heldur ræðst á hitt og sér til þess að það vakni líka.
-Af hverju ert þú að brosa,? spyr Jói. Hann hefur augljóslega staðið mig að því að brosa að eigin hugsunum.
-Bara…ég var að fatta brandarann.
-Já, maður, fokking brilliant, Jóhann RE 101.
Við þegjum í smástund, sem er ágætt því tónlistin er orðin svo há að maður þarf að öskra til að maðurinn við hlið manns heyri eitthvað. Ég virði hann fyrir mér. Situr þarna, góður með sig, kinkar kolli til fólks sem hann kannast við. Maður sér samt alveg að hann er að þyngjast, ekki lengur alveg tágrannur og skorinn, með smá bjórvömb. En samt rétt klæddur, eins og klipptur út úr einhverju tískublaði, kvikmyndastjörnustíll á honum. Ég meina, hann hefur efni á því, það er ekki eins og að hann þurfi að sjá fyrir einhverjum. Hárið reyndar aðeins farið að þynnast, var alltaf með svo þykkt svart hár, núna farið að sjást í kúpuna, skallann.
-Já, blessaður vertu maður, aldur sko er svo afstæður. Einu sinni var ég með stelpu, alveg sjúklega flottri sko, með flott nett brjóst og ótrúlegan maga…allavega, ég fór heim með henni, var reyndar svolítið í því, þú skilur, en allavega, við vorum alveg á fullu alla nóttina, maður var orðinn kófsveittur og ég er að segja þér, maður, ég er að segja þér það, hún gaf sjúkt blójobb, alveg sjúkt, fokking ryksuga. Allavega, við vorum að alla nóttina, riðum og riðum, alveg eins og…þarna, hvað var það aftur….
-Kanínur.
-Já, kanínur, og svo náttúrulega, einhvern tímann þegar sólin var að koma upp, fórum við að sofa, þú skilur. Allavega, ég veit ekki fyrr en ég er vakinn og mér sagt að drullast út. Stendur ekki yfir mér einhver eldgamall skarfur og segir mér að drulla mér út. Ég vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið, enda drulluþunnur, þú skilur, klæddi mig í og ætlaði að hringja á bíl, nei, skarfurinn ætlaði sko ekki að leyfa mér það, ég þurfti að hringja úti í næsti sjoppu, pældu í því maður.
-Já, shit!
-Heyrðu, gellan var sextán. Pabbinn varð geðveikur þegar hann kom heim og litla pabbastelpan bara uppi í hjónarúmi með einhverjum gæja, smokkar út um allt og efríþing.
Ég horfi á hann um stund. Ég veit ekki alveg hvort að hann sé að grínast eða segja satt. Síðan hristi ég hausinn og skelli upp úr.
-Þú ert ekki heill á geði, Jói. Sextán, er það nú ekki aðeins of ungt?
-Hey, ég vissi ekkert hvað hún var gömul. Samt, ef ég hefði vitað það þá hefði maður náttúrulega aldrei farið.
Ég fer bara að hlæja. Hvernig hann fer að þessu skil ég ekki, en það er hans mál. Við vorum nú samt alltaf eins og fóstbræður. Vorum alltaf saman, gegnum barnaskólann, menntaskólann en svo þegar maður eignaðist strákinn þá gat maður ekkert lengur fylgt honum eftir.
-Viltu kúlu, spyr hann og býður mér E.
-Nei takk.
Hann tekur tvær úr pínulitlum poka. Stingur síðan pokanum í vasann. Skellir þeim upp í sig og skolar niður með bjór. Ég hef ekki poppað í fjögur, fimm ár en hann er enn að. Alveg ótrúlegur.
-Þú lætur bara vita ef að þig langar í, ég á nóg til, segir hann og blikkar mig.
Ég brosi kurteisislega en afþakka.
-En veistu hvað? Þessar ungu er skemmtilegar og oftar en ekki geðveikt flottar, en hafa enga reynslu. Stundum er bara ekkert gaman að ríða þeim. Þær liggja bara eins og harðfiskur og eru alveg dauðar, hafa ekkert gaman af þessu. Ef maður vill fjör þá fer maður í þessar eldri. Þær eru sko með reynslu og vita alveg hvernig á að ríða.
-Já, seg þú mér, ég veit ekkert um það, segi ég og hlæ við.
-Já, blessaður vertu, ef maður vill villt kynlíf, þá eru sko svona fertugar kerlingar málið. Vá, maður, hef ég sagt þér frá seinasta gamlárskvöldi?
-Nei, það held ég ekki.
-Allavega, sko það var þannig að ég fór fyrst í eitthvað partý á Laugarveginum og var búinn að drekka mig pissfullan áður en ég fór þangað, sko, en þar var einhver bolla og frítt bús. Ég hafði verslað, þú skilur, og var búinn að gleypa einhverjar þrjár þannig að ég var kominn í góðan gír. Allavega, síðan fóru allir á einhvern stað og ég nennti ekki með þeim og einhverja hluta vegna endaði ég á Dubliners, pældu í því, Dubliners af öllum stöðum, shit, maður. Ég er orðinn alveg kengbrenglaður og útúrpoppaður, hættur að sjá í fókus og efríþing.
-Já.
-Já, þú veist alveg hvað ég á við. Áður en ég veit af er ég á leiðinni heim með einhverri kerlingu í leigubíl. Hún hefur ábyggilega verið eitthvað um fertugt, fimmtugt en leit samt ágætlega út, ef þú veist eitthvað hvað ég við. Allavega, þegar við komum heim til hennar taka við alveg svakalegar ríðingar. Þú veist hvernig það getur verið að ná honum upp þegar maður er poppaður, hún gjörsamlega blés í hann lífi, máðð tú vonn-æ-villí, blés hann upp og eftir það varð ekki snúið aftur. Ég laumaðist til að éta síðustu kúluna, svona til að tryggja að ég héldist upp í lengur. Heyrðu, kerlingin, hún vildi fá það í öll göt og alvöru hörku. Maður, shit, ég vissi varla hvort ég væri að leika í klámmynd eða ríða einhverri kerlingu uppi í Breiðholti, þetta var svo súrt.
-Ok, virkilega súrt.
-En, þetta er sko ekki búið. Nei, þegar ég var gjörsamlega orðinn örmagna, þá lagðist ég í rúmið en heldurðu ekki að kerlingin hafi ekki tekið upp handjárn og köffaði mig við rúmið. Síðan hljóp hún eitthvað fram og kemur til baka í einhverju sjúku ledder-átfitti. Mér brá svo að ég poppaðist upp aftur og við tóku einhverjar sadó-masó ríðingar, hún var geðveik, gjörsamlega til í allt, og þá á ég við allt. Ég get ekki einu sinni lýst því sem gekk á. Allavega, um klukkan ellefu þá hættir hún og biður mig um að drífa mig því að hún þurfi að sækja karlinn sinn, hann var víst á einhverju millilandaskipi.
Ég horfi á Jóa í smástund, ég trúi honum varla. Er að reyna að ná tökum á öllu því rugli sem hefur komið upp úr honum.
-Heyrðu, ég ætla að skella mér á toíjarann, bíðurðu ekki hér, spyr hann.
-Jú,jú, svara ég.
Ég sný mér að barþjóninum og bið um annan bjór. Er rétt byrjaður að súpa á honum þegar hann kemur aftur. Hann hallar sér að bakinu á mér og hvíslar.
-Kerlingin sem ég sagði þér frá áðan, ég ætla að kynna þig fyrir henni.
Ég sný mér við. Verð gjörsamlega kjaftstopp. Missi alveg andlitið.
-Nei, Steini, ert þetta þú?
-Já, sæl Guðrún, svara ég.
-Hvað þekkist þið, spyr Jói.
-Já, hvað, Steini er sonur Hjördísar systur minnar, útskýrir Guðrún.
-Nei, djöfulsins kúinsidans er það maður, segir Jói og roðnar en gerir sitt besta til að fela það með brosi..
Ég get ekki annað en farið að hlæja. Það er annað hvort það eða að fara gráta. Ég trúi varla enn sögu Jóa og hvað þá, nei ég vil ekki einu sinni hugsa út það. Guðrún lítur reyndar ágætlega út miðað við aldur, alltaf flott um hárið og vel til höfð, heldur enn í nokkuð flottar línur, en samt.
Jói hnippir í mig.
-Heyrðu, þið spjallið bara. Ég ætla aðeins að tjékka á dansgólfinu, segir hann og brosir.
Ég veit alveg við hvað hann á. Hann ætlar að veiða þessa ljóshærðu með naflahringinn. Hann er ekki eðlilegur.