Þetta byrjaði allt nokkrum dögum eftir að breska fjölskyldan flutti í húsið ská á móti mér. Í nokkra daga þar á undan hafði hundur Hr. Lundbergs alltaf verið með læti og gelt á nóttunum þannig að engan svefnfrið virtist vera að fá.
Ég hafði tvisvar farið til Hr. Lundbergs og beðið hann kurteislega að láta hundinn vera hljóðann meðan annað fólk reyndi að kvílast á nóttunni en hann hafði í bæði skiptin tekið heldur þurrlega í það. Þetta virtist því ætla að verða enn eitt skiptið sem ég tapaði í samskiptum mínum við Hr. Lundberg, en hann var sú týpa sem gaf aldrei eftir, mjög þrjóskur og hafði alltaf \“rétt\” fyrir sér. Hann var þar að auki gamall sjómaður frá þorskastríðsárunum og hafði verið háseti á Ægi um tíma og fyrirleit því Breta og annað sem frá Bretaveldi kom, en það var ekkert til að bæta skap hans.
Þessi sérstaki dagur hafði verið mjög erfiður, mikil vinna, erfiðir kúnnar og svo loks hundur Hr. Lundbergs, en hann hætti alls ekki að gelta þetta tiltekna kvöld. Ég ætlaði varla að ná að festa blund, en náði því svo seint og um síður. En það varð varla langsamt, því fljótlega eftir miðnætti vakti hundurinn mig með háværu góli. Og þarna kom það, kornið sem fyllti mælirinn. Ég bara gat ekki haldið þetta út. Öll mín reiði braust út, allt frá fráskylnaðinum og að þessu sérstaka góli, allt braust bara út. Ég gekk hægt niður stigann og inn í eldhús þar sem ég fór beinustu leið í hnífaparaskúffuna og tók mér í hönd lítinn en beittan hníf. Fljótlega var ég kominn út í garð þar sem ég vippaði mér yfir litla grindverkið sem skyldi lóðirnar tvær af. Gekk beint til hundsins sem sat sem aldrei fyrr steinþegjandi og virtist ætla að taka dauða sínum eins og alvöru hundi bæri að gera. Og frá því að ég kom inn á lóðina og þangað til að hann lá þarna í blóði sínu, kom ekki eitt einasta hljóð frá honum, bara létt stuna í lokin sem gaf í skyn að hann hafði nú haldið frá þessum heimi.
Kanski var þetta það sem hann vildi, það sem hann hafði beðið eftir, ég veit það ekki, en allavega var þetta indælasta nótt sem ég hafði sofið í langan tíma.
Daginn eftir þegar ég fór í vinnuna rétt fyrir sjö lá hræið enn fyrir utan. Ég hraðaði mér sem fljótast í bílinn og keyrði í vinnuna, ánægður en samt svolítið kviðinn. Hvað ef hann myndi kæra þetta til lögreglunar eða eitthvað þannig. Gæti ég sagt að hann hafi ekki gert neitt þegar ég bað hann um að þagga niður í hundinum eða hvað ? Að ég hefði bara tekið lögin í mínar hendur?
Svo skrítið sem það var nú var þessi dagur mjög fljótur að líða og fljótlega var ég á leiðinni heim. Þegar ég renni inn í innkeyrsluna sé ég hvar Hr. Lundberg stendur á veröndinni og horfir á mig með augnaráði sem gæti drepið mann. En það beit samt ekkert á mig, þótt flestir sem ég þekki hafi alla tíð kallað mig huglausan og gungu. Það var eitthvað við þetta augnaráð sem herti mig og þegar ég steig út úr bílnum og sá að Hr. Lundberg bað mig um að koma með hendinni, þá gerði ég það. Ég gekk meðfram runnanum hans og síðan inn stíginn. Ég sá að Hr. Lundberg hafði tekið hræið og þrifið upp blóðið. Þegar ég kom til hans og beið dóms míns kom þessi hægláta setning \“má ekki bjóða þér inn í kaffi\” og frestaði aftökunni allavega um nokkrar mínútur. Þegar inn var komið blasti við mér þessi dæmigerða íbúð sem maður úr bandaríska hernum gæti átt. Þarna voru orður, fánar, myndir af skipum og öðru slíku. Eini munurinn var að þarna var allt á íslensku. Hr. Lundberg byrjaði að tala um myndirnar og að íslendingar hefðu sko ekkert verið neinar gungur þegar þeir áttu í stríði við Breta. Helimingurinn af þessu öllu fór svona fljótandi gegnum huga minn en svo allt í einu náði hann athygli minn með því að herða málróminn og segja \“hann Alexander minn var drepinn í nótt.\” Við þessi orð fékk hann alla mína athygli og hann var ekki lengi að notfæra sér það með því að kasta á mig ræðu um það hve hræðilegar skepnur þessir Bretar gætu verið.
Kv, Steini