Hví fyllgir skuggin minn mér alltaf?
Ég reyni og reyni að losa mig við hann.
Ég er hræddur við hann. Hann vill mér eitthvað illt.
Hvað hef ég gert honum. Hann ræðst alltaf á mig þegar ég er einn.
Alltaf þegar ég er einn breytist hann í mann í 3vídd eins og við enn
það eru engir litir í andlitinu hans né fötum.
Hann er bara svartur.
Svo byrjar hann að kýla mig og ég dett alltaf.
Þá hoppar hann á mig og reynir að kirka mig.
En stuttu síðar stendur hann upp og meiður sig greinilega líka í hálsinum.
Þá dettur hann bara niður og verður af venjulegaum skugga.
Ég er staddur í brúðkaupi systur minnar.
Að sjá hvað hún er hamingjusöm.
Ég labba að henni og segji til hamingju.
Hún þakkar og stendur upp og faðmar mig og hvíslar: ég elska þig.
Ég segji sömuleiðis Og fer á klósettið.
Opna hurðina og loka á eftir mér.
Er að fara að girða niður um mig þegar hann kemur.
Kýlir mig beint í nefið.
Hann tekur sjálfur um nefið .
Ég ákvað að ráðast á hann á móti en sveif bara í gegn um hann.
Þá fer hann til mín og rekur hnéið í magan á mér.
Hann tekur sjálfur um magan.
Ég lagðist niður og hrægti blóði en hann fór bara í sitt venjulega gerfi.
Ég fer útaf klósettinu og reyni að koma fótinum fyrir mig.
Þá kemur konan mín til mín og segir að við skulum bara fara heim og tekur mig með sér.
Eitt kvöld segir konan mín við mig að hún ætli út að skemmta sér og spyr hvort ég vilji koma með.
Nei segi ég og segist bara ætla að bara heima.
Ég kveiki á sjónvarpinu og reyni að finna eitthvað skemmtilegt.
Kemur hann þá og stendu upp ég sit allveg kjur.
Hann sótti hníf ég stóð upp og sá að hann ætlaði endanlega að ganga frá mér.
Ég ákvað að hlaupa út og inní næstu íbúð því við áttum heima í blokk.
Hann elti mig.
Ég komst inní íbúðina en þar var engin heima.
Ég gat hvergi flúið.
En eina óskin mín var að ég gæti drepið hann líka.
Hann gekk að mér með hnífinn og stakk mig í magan.
Hann hélt um magan líka og ég sá að það blæddi úr honum svörtu blóði.
Hann réðst sftur að mér og stakk mig í hægra brjóst.
Ég datt og hann líka ég fann að ég var að deyja.
Ég sá að skuggin var dáinn hann kurlaðist upp og varð a engu.
Hjónin sem átu íbúðina komu og hringdu á skjúkrabíl.
Og ég var lagður inn.
Aðgerðin tókst og ég þurfti að vera í hjólastól það sem eftir var.
Og það sem skrýtn var að það kom alltaf skuggi af hjólastólnum en ekki mér og öllum fannst það skrýtið!!!!!!