(Þetta var miklu lengri saga, en ákvað að stytta hana all verulega)
Það var föstudagskvöld og Einar var að hafa sig til fyrir partý, Einar, einkennulegur náungi, rétt skriðinn yfir 20 ára aldurinn, hann var veikburða mjög. Hann hafði þjáðst af astma allt sitt líf, hangið yfir bókum og er ekki mikið fyrir að fara út á lífið. En þetta kvöld var öðruvísi, þetta kvöld var upphafið af endanum.
Hann greiddi hárið í snatri inn á baði og hljóp svo út þar sem Gunni vinur hans beið út í bíl eftir honum.
Það voru fáir í partýinu til að byrja með en svo fór að fjölga, Einar sat inn í stofu og horfið á allt fólkið skemmta sér, hann saup rólega af bjórnum sínum og renndi augunum að stelpu sem sat á móti honum, smá frá honum, augu hans mættu augum hennar, hún stóð upp og nálgaðist hann, hvað gerðist held ég að enginn veit fyrir víst, en engin orð voru sögð, þau kysstust bara og eitt leiddi af öðru.
Einar vaknaði næsta morgun, hún var farinn, hann lá upp í rúminu í einu herbergjana þar sem partýið var haldið, hann greip fötin sín og fór heim.
Það tók að kvölda og hann hitti vini sína á kaffihúsinu eins og var vani þegar ekkert var að gerast á Laugardags kvöldum, hann var aðal gæinn, nördinn sem nældi sér í gelluna.
Hann sá það ekki, og skynjaði það ekki að Lilja sem í mörg ár hafði verið hluti af hópnum var ekkert alltof vel við að heyra lýsingarnar, og frásagnirnar, því í brjósti hennar bærðust tilfinningar sem enginn vissi af.
Þetta var í raun bara undanfari af því sem skildi koma, þetta var upphafið, og dagar liðu sem breyttust í ár. Langt skemmtilegt ár.
Einar vaknaði einn morguninn kvalinn, hitinn var rétt undir 40 og honum hafði aldrei liðið svona illa á allri ævi sinni. Móðir hans var viss um að þetta væri bara flensan sem væri að ganga, og svo leið dagur, og annar til, og loks á fjórða degi var þeim ekki farið að lítast á blikuna, hitinn hafði ekkert lækkað, ef eitthvað var hækkað. Í fjóra daga hafði hann ekkert borðað og sást það á honum.
Einari var í skyndi skutlað upp á sjúkrahús, þar sem læknarnir gerðu hinar ýmsu rannsóknir en ekkert svar lág fyrir, Hann fór á sterk fúkkalyf og var sendur heim, til að bíða hvort eitthvað hefði komið út blóðrannsóknunum. Sem það gerði.
Það var miðvikudags morgun þegar síminn glumdi í íbúðinni, Einar hrökklaðist fram úr rúminu og greyp síman, læknirinn var á hinni línunni með fréttir sem rifu fæturnar undan Einar, sem hring snéru heimi hans. Hann hafði reynst HIV jákvæður.
Dæmdur til dauða án dóms og laga.
Hann dró sig út úr vinahópnum, talaði ekki við neinn, lét engann vita af ástandi sínu. Sex mánuðuir liðu, og hann gekk í gegnum hvern lyfjakúrinn á fætur öðrum, líkami hans hafnaði þeim flestum. Hann var kominn á botninn í andlegs ástands, hann þoldi ekki einveruna lengur, hún var að vinna honum meira tjón en þessi sjúkdómur.
Hann sagði þeim frá því, hann sagði þeim frá öllu í von um að þau yrðu vinir hans áfram, áfall reið yfir hópinn, áfall, uppnám og blendnar tilfinningar. Og vikur liðu og í hvert sinn sem Einar reyndi að ná í þau, þá gátu þau ekki hitt hann. Þau voru að gera eitthvað annað, fara eitthvert, voru upptekinn.
Þau voru hrædd við hann, og hann vissi það, honum hafði verið hafnað, af heiminum.
Hann gekk á lagardags kveldi niður á kaffihúsið, hann horfði til þeirra í gegnum gluggann og safnaði kjarki til að fara inn.
Hurðin opnaðist rólega og annar fóturinn skreið rólega í gegnum dyragættina.
Þau litu til hans þar sem hann var að ganga inn, þau tæmdu úr bollunum í hvelli og sögðu við hann að þau væru einmitt að fara. Eins og ör í gegnum hjartað.
Einar gekk aftur út og settist á grindverk og faldi andlit sitt í höndunum.
Lilja horfði til hans, tilfinningarnar í brjósti hennar bjuggu þar ennþá, en hún fylgdi hópnum, og þegar bíllinn renndi frá bílastæðinu þá leit hún í átt til Einars og tók ákvöðun.
Rólega lagðist höndi á öxlina á Einari og hann leit upp, seinustu geislar sólar léku um andlit Lilju þar sem hún stóð fyrir framan hann og brosti ljúfu brosi. Hún rétti honum höndina og saman gengu þau heim.
Og dagar liðu og ástand Einars vernaði. En Lilja sat við hlið hans, alla daga, hún hélt utanum hann þegar það versta gekk yfir og róaði hjarta hans. Hún var engillinn hans.
Og 20 mánuðir liðu, Einar hafði fallið niður í 40kg, hárið var þunnt vegna vannærslu og andlitið fölt. Lilja sat við hliðiná honum og hélt í hönd hans.
“Ég er ekki hræddur lengur.” Sagði Einar lágri röddu
“Hræddur við hvað?” spurði Lilja á móti
“Hræddur við dauðann, þú ert hjá mér, þú hefur alltaf verið hjá mér, án þín væri ég löngu farinn.”
“Ekki tala svona.”
“En það er satt, og ég vill þakka þér, ég vill þakka þér fyrir að vera til.”
Hún beygði sig fram og kyssti hann á ennið því um miðjan vetur hafði hann fundið sumar inn í sjálfum sér.
Hann dó þessa nótt.
Lilja stóð og horfði á eftir kistunni á leiðinni niður í gröfina, tár runnu niður kinnar hennar.
Hún var eini vinur hans sem kom í jarðarförina.
Hún var sú eina sem stóð og kvaddi hann.
Og á seinni árum, þá talaði hún alltaf um að Einar, væri það besta sem komið hefði í líf hennar.
Ég er viss um að hann hafi verið á sama máli um hana.