Ég var að labba úti á götum New-York með froskinn minn í beisli þegar bandið slittnaði og hann Raffi slapp (froskurinn). Ég sá hann ekki í allri öngþveitinni, en ég leytaði þó og sá hann loks en það var um seinan, hann hafði dottið ofaní holræsi (þessi á götunum með rimlum nema núna vantaði rimlana). En ég lét það ekki stöðva mig. Ég klifraði niður í næsta holræsi sem ég sá. Raffi hafði ekki dottið niður á sama stað og ég fór ofaní þanig að ég hljóp eftir holræsunum í áttina til Raffa. Straumurinn var þungur í piss og skítnum. Það rann alskonar annað rusl og vökvar en bara piss og skítur t.d. sá ég eitthvað grænt sem fór hratt yfir, það brenndi allt rusl í holræsinu sem á vegi þess varð. Þanig að ég sleppti því að leita af Raffa og fór upp ég hugsaði sár í skapi “Raffi er örugglega dáinn af þessari sýru eða hvað þetta er”
Þegar ég var kominn heim kveikti ég á sjónvarpinu, ég skipti yfir á CNN.
“Leki var fundinn í kjarnorkuverksmiðju nálægt New-York. geislavirkur vökvinn lak niður í holræsi New-York borgar.Mikið tjón var í kjarnorkuverinu í dag. Vinsamlegast yfirgefið norður-hluta borgarinnar vegnageislavirkjunnar” sagði konan í sjónvarpinu.
“Ó, nei ég á heima í norður hlutanum.”
sagði ég, en ég fór samt. Ég tók allt dótið mitt og og lagði af stað. Ég keyrði í burtu til að fara til foreldra minna. Þegar ég var kominn þangað höfðu foreldrar mínir heyrt fréttirnar og tóku við mér.
Eitt kvöld eftir hálft ár var ég á bar og var blindfullur, barþjónninn sagði mér að fara bara heim og leggja mig útaf því að ég hafði drukkið of mikið ég játaði og lagði af stað. Það var stutt heim og ég vaggaði og stóð varla undir mér, en á leiðinni sá ég eitthvað stórt sem gekk í áttina til mín.
“Nei, það getur ekki… Það er ekki hægt” sagði ég
“Jú, þetta er ég” sagði stóra fígúran
“En hvernig ert þetta hægt Raffi?” sagði ég
“þetta gerðist af sökum geislavirka efnisins”
Það leið yfir mig. Næsta dag vaknaði ég í bíl og ég hélt að ég hafði dreymt þetta en þá sá ég að Raffi var undir stíri.
“hvert erum við að fara?” sagði ég
“aftur til New-York til vina minna”
“hverjir eru það”
“önnur dýr sem að fóru svona eins og ég í slysinu”
“afherju tósktu mig?”
“þú munt vera meistari minn”
“en ég get það ekki”
Ég nenni ekki að skrifa meira. Þið vitið örugglega hvernig þetta endar… þeir fara til New-York og Jóhann (ég, bara ekki mitt rétta nafn) þjálfar Raffa og félaga hans til að vera baráttu vélar og þeir kreista safann úr vonda kallinum. Þeir kölluðu sig “Froggies”. Minnir þessi saga ykkur á einhverja aðra sögu?
