Hittumst hér á kránni eftir tvo daga klukkan tvö. STOPP
Leggjum í hann um kvöldið. STOPP
Með kveðju. STOPP
Carlos Alvarez. STOPP
Miðinn skelfur úr höndum mér og á gólfið. Klukkan er orðin tíu. Þegar ég legg af stað upp í herbergi man ég eftir Jeremy. Ég stekk út og þar birtist hann sjónum mér framan við kránna á hestinum sínum. Hann er að monta sig við vini sína á því hve góður hann er. Þeir stara á hann þegar hann skýst eftir götuni á nokkrum sekúndum og aftur til baka á sama tíma. En nú skerst ég í leikinn og kalla: “Jeremy, komdu inn núna.” Og eins og góður drengur kastar hann kveðju á vini sína og brokkar að hesthúsinu. Og eftir nokkrar mínútur erum við báðir á leiðinni upp stigann að efri hæðinni.
Þegar upp er komið gengur maður eftir rúmgóðum gangi með mörgum hurðum. Það er gistihúsið þar sem við Jeremy búum í. Herbergið okkar er það innsta á ganginum, alveg við sameiginlega baðherbergið. Herbergið okkar er rúmgott, með tvemur svefnherbergjum og litlum eldhúskrók og öðru skoti þar sem er vaskafat og krani eru. Þar höfum við búið alveg síðan Jeremy fæddist. Áður hafði ég ferðast um allt land, rænt, myrt og braskað fyrir klíkuna. Vegna þess á ég marga vini alstaðar um landið. En svo varð ég að minka umsvifin vegna Jeremy. Við gátum ekki verið flökkumenn og flutt á öðru hverju kvöldi. En nú er ég farinn að efast um ákvörðun mína. Jeremy á mjög auðvelt með það að aðlagast nýjum aðstæðum. Hann vandist fljót þeirri staðreynd að eiga ekki móður eins og allir vinir hans. En nú er kominn tími til þess að fara að sofa.
“Ha? Hvað? Nei!!!”
Ég hrekk upp um miðja nótt. Hér ligg ég kósveittur í rúminu mínu og stari út í svartnættið sem í raun er herbergið mitt. Ég ligg þar í smástund en get með engu móti fest svefn. Þá kveiki ég á kerti og staulast á fætur og klæði mig. Ég fer út í hið raunverulega svartnætti, finn hlöðuna,söðla hestinn minn og legg af stað. Hvert veit ég ekki, af hverju, það veit ég varla heldur. Það eina sem ég veit er að ég þarf að flýja, komast héðan, einhvert burt til þess að ná áttum.
Ég hef riðið í nokkra tíma í auðnini þegar ég kem að litlum bæ sem bara er ein gata og nokkur dimm húsasund. Sá bær heitir Hippawaja, gamall indjánabær sem var lagður í rúst af landnemunum. Þar finn ég krá og drekki sorgum mínum í drykk. “Hvað á ég að gera?” “Hvað get ég gert?” Mér dettur ekkert í hug. Útfrá þessum hugsunum sofna ég með andlitið á grúfu í höndunum.
- MariaKr.