Mig hefur lengi langað til að gera framhald af örsögunni dagur fram að skóla og lét loks verða að því. Ég skrifaði og skrifaði og skrifaði, bætti og breytti (ég veit ekkert hvort það hafi breytt nokkru) en nú er ég alveg pikkföst og hef verið það lengi. Gæti fólk ekki hugsað sér að senda mér tillögur að lausn á þessu vandamáli?
Besta lasunin fær verðlaun: eintak af bókinni þegar hún kemur út! (smá grín svona)
1. kafli.
Ég kjagði eftir gangstéttinni, því að skólabörn með töskur hlaupa ekki, heldur kjaga eins og endur og slaga svolítið undan þunga vitneskjunnar sem leynist í töskunum. Ég kjagaði sem sagt eftir gangstéttinni og yfir auðan blett, sem átti víst að heita gata, mót græna karlinum sem blikkaði hana með ósýnilegu auga. Ég kjagaði yfir auða blettinn og stoppaði þegar hann var að baki. Ég leit yfir gangstéttina, hvíta gangstéttina, og hugsaði að ábyggilega kæmist ekki meira fyrir af þessu hvíta efni. Ég steig varkega út í snjóinn og fóturinn sökk upp að bólgnum ökklanum. Ég lagði af stað og horfði stöðugt á stóra bygginguna sem ég átti að dvelja í á hverjum degi fram að jólum og svo fram á vor. Ég gekk alveg upp að glerhurðinni og ýtti með flötum lófanum á glerið. Hurðin opnaðist hægt og drengirnir sem inni voru horfðu á mig með stórum undirskálum eins og ég hefði allt í einu breyst í bleikan fíl með vængi. Ég gekk inn og framhjá flissandi stelpum sem snarþögnuðu þegar ég nálgaðist. Stofan mín var sú þriðja frá útidyrunum og við stofudyrnar stóð vinkona mín, hún Stella, eða Stjarna, eins og við kölluðum hana.
„Hæ Begga!!!” Kallaði hún eins og ég væri 35,7 kílómetra í burtu frá henni.
„Af hverju ertu í kjólfötum með rósótt bindi?” spurði hún og lækkaði róminn.
„Æ, mig langaði að vera svoítið öðruvísi í dag.” Ég gat ekki hætt að hugsa um það sem hafði gerst áður en ég lagði af stað í skólann í morgun.
„Þér tóksta það nú bærilega, myndi ég nú segja,” sagði Stjarna.
Ég heyrði varla í henni, því ég var að hugsa. Löggan kom í nótt og tók pabba og setti hann í fangelsi. Ég settist upp við vegg og horfði á bólgna ökklana sem skiptu litum. Blátt, rautt, fjólublátt… Ég hafði haupið á eftir lögreglubílnum ábyggilega tvo kílómetra eins og ég ætti von á að hann stoppaði og lögregluþjónarnir myndu hleypa honum út og biðjast afsökunar á misskilningnum. Ég gekk niðurlút heim. Þá var klukkan fimm og ég var á náttkjólnum og í inniskóm. Þegar ég kom heim sat mamma og grét með höfuðið á milli handanna. Litla systir grenjaði eins og hún ætti lífið að leysa í vöggunni sinni.
„Hvað gerði pabbi?” Hafði ég spurt, en mamma grét bara hærra, svo að ég flúði inn í rúm og sofnaði. Vekjaraklukkan hringdi klukkan sjö eins og hún ætlaði að hoppa fram af náttborðinu og auðvitað þurfti ég að vakna til að slökkva á henni. Og að sjálfsögðu til þess að fara í skólann. Mamma var ekki heima en hún hafði skilið litlu systur eftir, spriklandi og volandi. Ég klæddi mig og skipti svo á lillu og gaf henni síðasta brauðið vætt í síðustu mjólkinni. Sjálf fór ég svöng í skólann.
RRRRRRIIIIINNNNNG!!! Bjallan hringdi og hálfri mínútu síðar kom kennarinn og við gengum í tvöfaldri röð inn í skólastofuna og út í lífið. Eða ætti ég kannski að segja, til þess að læra hvernig á að lifa…
2. Kafli.
Skóladagurinn leið eins og í draumi. Ég heyrði aðeins bergmál af því sem kennararnir sögðu og Stjarna var alveg að gefast upp á mér fyrir áhugaleysi mitt á hennar málefnum.
„Begga, er ekki allt í lagi? Þú horfir í gegn um mig þegar ég er að tala við þig og þú hefur varla sagt orð í allan dag. Ég hefði alveg eins getað hafa verið að tala um mökunaraðferðir tólffótunga.”
„Æ, fyrirgefðu. Ég er bara búin að vera að hugsa svo mikið.” Ég lækkaði róminn.
„Þú ert besta vinkona mín, svo að ég get alveg sagt þér frá þessu. Löggan kom í nótt og sótti pabba.”
„Í alvöru? hvað gerði hann”
„Ég veit það ekki. Mamma vildi ekki segja mér það. það er ekki mjög góð hugmynd að þú komir heim með mér í dag, þó við höfðum ákveðið það.”
Þegar ég gekk heim á leið var snjórinn orðinn að slabbi og göturnar að flóandi elfum.
Ég ákvað að reyna að fiska upp úr mömu hvað pabbi hafði gert.
Ég var í þungum þönkum þegar ég fékk gusu af blöndu af snjó, vatni, tjöru, sandi og salti. Ég greip andann á lofti og hrópaði ókvæðisorð að ökumanninum.
Þetta var sem ég þurfti. Mér fannst sem þungu fargi væri af mér létt. Ég ákvað að taka smá krók og ganga yfir Landakotstún, svona aðeins til að anda að mér hreinu lofti. Ég horfði á börn leika sér á leikvellinum og stoppaði. Bráðum yrði Friðrika, litla systir mín nógu stór til að fara út að leika. Þá myndi ég fara með henni og ýta henni í rólunum og taka á móti henni í rennibrautinni. Henni á aldrei að finnast sem hún sé ein í heiminum.
Áhyggjur mínar og allar vondu hugsanir mínar flugu út úr höfðinu á mér líkt og fiðrildi sem flúga hátt upp í himininn í leit að góðu blómi til að sjúga.
En þegar ég kom að húsinu mínu breyttust fiðrildin í teygju, sem kemur til baka af margföldum krafti.
Ég leit upp á hurðina að húsinu mínu. Þetta var tvíbýli, svona með tvennum dyrum, á Hávallagötunni. Ég tók í húninn á þeim til hægri. Dyrnar voru ólæstar. Ég steig varlega inn og hlustaði. Ég heyrði söngl. Þetta var mama mín. Hún sat með litlu systur á hjónarúminu í svefnherberginu og sönglaði barnagælu fyrir hana. Hún þagnaði og leit upp þegar hún heyrði í mér. Ég brosti vandræðalega og hún benti mér á að setjast hjá sér.
„Begga mín,” sagði mamma.
„Begga elskan. Þú ert orðin nógu stór til að heyra sannleikann.” Það var alveg rétt. Ég var orðin nógu stór. Ég var löngu orðin nógu stór. Hversu oft hafði ég ekki þurft að hlust á: „Æ, Begga mín, þú skilur þetta ekki,” eða:
„þú færð að vita það seinna.”
Ég var orðin 15 ára og gekk í 9. bekk í Hagaskóla. Ég átti margar vinkonur, eða allavega þóttust þær vera það. En eina vinkonan sem kom heim til mín þegar ég kom ekki í skólann eða tók utan um mig þegar ég grét var Stjarna. Ég hafði þekkt hana alveg síðan í leikskóla og við vorum óaðskiljanlegar.
Ég hrökk upp úr hugleiðingum mínum þegar ég heyrði mömmu dæsa þungt.
„Hann pabbi þinn er flæktur í mál og hann getur ekkert gert. Hann skuldar peninga hér og þar og hefur þurft að gera ýmislegt ólöglegt til að ná í peninga.”
Þetta minnti mig nú bara á bíómyndir um gengstera sem grípa í blásaklaust fólk og lætur það gera allskonar hluti og drepur það síðan eða kemur því í fangelsi.
Ég heyrði ekki mikið því sem mamma sagði næst en það var eitthvað um að láta lögragluna um að koma upp um þessa menn og að við gætum ekkert gert í málinu.
En ég var ekkert á því. Ég var strax farin að hugsa upp áætlun.
3. kafli.
Ég stóð upp og kyssti mömmu á vangann. Síðan gekk ég rakleitt út því að ég hafði ekki gefið mér tíma til að fara úr útifötunum. Ég skokkaði yfir til Stjörnu og sagði henni allt.
„Jiiii!! Þú hlýtur að vera að skálda þetta upp! Þetta hljómar eins og í guðföðurnum eða eitthvað.”
„Já, en það er samt satt. Við verðum að reyna að gera eitthvað í þessu.”
„Vertu raunsæ,” sagði Sjarna.
„Við erum tvær tólf ára stelpur og þetta er hópur af einhverjum mafíósum!!”
„Við verðum bara að afla okkur uplýsingar hjá löggunni um fyrir hvað nákvæmlega pabbi er ákærður og reyna svo að finna leið til að koma upp um þessa gaura.”
„Æ, hvað höfum við svosem að gera?” dæsti Stjarna. “Það er komið jólafrí í skólanum og okkur var ekkert sett fyrir. Við eigum hvorugar almennilega tölvu og ekki förum við að leika okkur að barbídúkkum”
Það var satt. okkur hafði aldrei þótt gaman að leika okkur með barbí eða lego eða svoleiðis leikföng. Við fórum í gönguferðir um hverfið og bara töluðum saman. stundum fórum við alla leið upp í Elliðarárdal, þótt að við máttum það ekkert. Okkur var alveg sama.
Ég man eftir einu skipti þegar við fórum út. Við sögðum mæðrum okkar að við yrðum ekki lengi og að við ætluðum bara út á Landakotstún. Þess í stað gengum við og gengum. Við gengum upp að perlunni og fórum eftir göngustígnum alla leið upp í Elliðarárdal. Við hefðum farið lengra ef Stjarna hefði ekki litið á klukkuna og hrópað uppyfir sig. Við ákváðum að fara umferðarleiðina til baka. Það er að segja ekki eftir göngustígnum heldur yfir götur og eftir gangstéttum. Við vorum að fara yfir stóra götu sem ég man ekki hvað heitir- maður leggur ekki svoleiðis á minnið þegar maður er átta ára gamall-þegar ég sagði:
„heyrðu, Stjarna!! Eigum við ekki að fara yfir á ljósunum? Mamma segir að maður eigi alltaf að fara yfir á ljósum.”
„Hvað er þetta, Begga? Erum við ekki orðnar átta? Við þurfum ekkert að fara yfir á ljósum. Það er bara fyrir smábörn. Svo eru næstu ljós líka svo langt í hina áttina.”
Ég samþykkti að hlaupa yfir næst þegar var langt í næsta bíl. Stjarna hljóp af stað og ég á eftir án þess að líta til hægri eða vinstri. Ég sá að hún var komin yfir og horfði til hliðar með skelfingarsvip á andlitinu. Svo öskraði hún eitthvað sem ég heyrði ekki og ég leit í sömu átt og hún. Þá sá ég bíl koma á fullu spani í áttina til mín. Hann skrensaði en ekki nógu fljótt. Ég fann skerandi sársauka í síðunni og féll á götuna. Þegar ég vaknaði lá ég í sjúkrarúmi og mamma og pabbi stóðu yfir mér. Ég vissi strax hvað hefði gerst og ég var spurð út úr þangað til mig svimaði. Ég hélt því statt og stöðugt fram að Stelle hefði viljað fara yfir á ljósum en ég hefði heimtað að fara beint yfir. Ég vissi að ef ég segði sannleikann mættum við ekki vera lengur vinkonur. Eftir þetta hef ég alltaf ráðið og Stjarna lætur mig alltaf stjórna. Ég held að hún sé enn með samviskubit.
Ég lærbrotnaði og haltra enn, þannig að í hvert sinn þegar við göngum saman minni ég Stjörnu ósjálfrátt á það sem gerðist.
4. Kafli
Við sátum hvor á móti annarri í stóru gluggakistunni heima hjá Stjörnu og horfðum í augun hvor á annarri. Þannig sátum við oft þegar við vissum ekki um hvað við ættum að tala. Öðru hvoru reistum við okkur upp og opnuðum munninn eins og við ætluðum að fara að segja eitthvað en hættum alltaf við. Stundum sögðum við stuttar setningar en þögnuðum í miðju kafi.
„Hvað ef við…”
„En ef…”
„Hvað með…”
„Aha! kannski, nei. Það gengur ekki. Æi, hvað eigum við að gera? Þetta gengur ekki. Hvað vorum við eiginlega að hugsa? Við getum ekkert komið upp um einhvern glæpahring, enginn myndi taka mark á okkur.”
Ég þagnaði og stakk fingrinum aftur upp í mig og hélt áfram að naga nöglina á honum. Ég var alveg hætt þessu, nema þegar ég var áhyggjufull. Þá nagaði ég neglurnar alveg niður í kviku. Ég man eftir einu skipti. Þá var ég að fara í stigspróf í píanó og var virkilega stressuð. Ég nagaði vísifingurnöglina alveg niður. Niður fyrir kvikuna og nöglin varð mjúk og ógeðsleg. Ég fór í prófið og gat eiginlega ekkert spilað. Það ver svo sárt að slá nótu með vísifingrinum. Ég féll á þessu prófi og hætti eftir það. Ég sé alltaf eftir því þegar ég sé einhvern spila á píanó.
„HEYRÐU!!!”
Ég hrökk upp með andfælum og rak höfuðið í vegginn fyrir aftan mig
„Ég veit hvað við gerum!”
Ég bjóst við öðru: “Æi, nei, það gengur ekki. Gleymdu því” en Stjarna hélt áfram
„Ég á frænda sem er lögmaður. Hann getur ábyggilega hjálpað okkur”
„Hvað ætli honum sé sama um það hvort pabbi vinkonu einhverrar frænku sinnar fer í fangelsi eða ekki og getur ekki einiu sinni borgað?”
„Jú sko, hann er bróðir mömmu. Hann dýrkar mig og vill gera allt fyrir mig.”
Annað munnvikið á mér lyftist örlítið og ég fann að það kviknaði vonargeisli innra með mér.
„Heyrðu…” sagði ég hikandi. ,,Þetta gæti kannski gengið!”
„Auðvitað,” staðhæfði Stjarna.
5. Kafli
Þetta eftirmiðdegi tókum við 115 upp að Kringlu. Við stigum út úr vagninum og gengum í átt að Húsi verslunarinnar. Ég var farin að hafa bakþanka en Stjarna stappaði í mig stálinu.
„Auðvitað vill hann hjálpa. Ef hann gerir það ekki, nú þá hóta ég honum bara að þykjast ekki sjá hann í næsta fjölskylduafmæli.”
Ég horfði niður á fæturna á mér. Ég hafði skipt um föt og var nú í útvíðum gallabuxum með mynstri á skálmunum, upplituðum stuttermabol og allt of stórri peysu af mömmu. Það hélt áfram að rigna og snjórinn hafði breyst úr slabbi í polla á stærð við Þingvallavatn og ár sem líkja mátti við jökulsá á fjöllum. ég reyndi að stökkva yfir einn stóran poll en tókst ekki betur til en ég skvetti skítugu vatni á Stjörnu og vöknaði sjálf í fæturna.
Þegar við komum inn í Hús Verslunarinnar stöðvaði okkur dyravörður og spurði hvað okkur væri á höndum. Stjarna setti upp þrjóskusvip og sagði:
„hefur þú heyrt um hann Jóhann?”
„Ha, jaaá,” sagði vörðurinn vandræðalegur.
„Ég er sko frænka hans, hún Stella María”
Það lék bros um varir varðarins þegar hann steig frá og hleypti okkur inn.
„Hann er á 7. hæð í skrifstofu 27” hrópaði hann á eftir okkur.
Ég leit við og sá að vörðurinn glotti og sagði eitthvað í talstöðina sína.
Jóhannes tók okkur opnum örmum.
„Hvað segir elsku uppáhalds frænkan mín fallegt í dag? Og hver er þessi líka myndarlega stúlka sem er þarna með þér? Ekki er hún skyld okkur?”
„Nei,nei,” sagði Stjarna kát.
„Þetta er Begga, Berglind Rós. Hún er besta vinkona mín”
„Nú jæja, vinkonur þínar eru vinkonur mínar,” sagði Jóhannes glaður í bragði.
,,En hvað er ykkur annars á höndum? Þið hljótið að hafa eitthvert mikilvægt erindi til að bera upp”
,,Jújú. Sko. Pabbi hennar… eh, hvernig var þetta annars aftur, Begga? Segð þú frá”
,,Ég er ekki alveg viss. Ég veit bara að pabbi er í fangelsi fyrir engar sakir. Allavega engar sem voru honum að kenna. Hann skuldar peninga út um allt en á enga til að borga skuldirnar. Þess vegna varð hann að gera eitthvað ólöglegt fyrir þá sem lánuðu honum peninga. Þú veist, svo að þeir myndu ekki gera eitthvað slæmt við hann”
,,Nújá,” sagði Jóhannes hugsi. ,,Þetta virðist vera alvarlegt mál, stúlkur mínar. Ég er nú eiginlega á kafi…” Hann þagnaði í miðju kafi og horfði á okkur. Við horfðum á hann með ,,Gerðu-það-ekki-vera-vondur” svipnum sem okkar sem við höfðum þróað með okkur í gegn um árin. Hann virkar alltaf, eða svona næstum því. Það er ekki hægt að nota hann á kennara og ég ræð fólki frá því. Einu sinni hafði stærðfræðikennarinn okkar sett óvenjulega mikið fyrir. Við Stjarna ætluðum að hafa það gaman um helgina, gista heima hjá henni og liggja í leti og láta okkur líða vel. Þess vegna reyndum við að nota svipinn okkar á kennarann. Þar sem þetta var sérstaklega illkvittinn og leiðinlegur kennari þá glotti hann þegar hann sá svipinn á andlitum okkar og sagði ,,en af því að þessar sætu stelpur eru svo áhugasamar um efnið, þá ætla ég að hafa próf úr því á mánudaginn”
Eins og nærri má geta vorum við ekki beint vinsælar í skólanum þann daginn og reyndar í heila viku.
Ég hrökk upp úr hugleiðingum mínum við að Jóhannes hélt áfram að tala:
,,…En, af því að þetta eruð þið, þá skal ég segja við skjólstæðing minn að hann Nonni sé betri í þetta verkefni.”
Við skríktum af gleði og Stjarna stökk á hann og faðmaði hann villt og galið lengi, lengi.
,,Þú ert besti frændinn í öllum heiminum”
,,Og mannvinur hinn mesti!” Bætti ég við og við hlógum okkur máttlaus.
6. Kafli
Þetta kvöld sofnaði ég glöð. Mig dreymdi að pabbi væri kominn heim og við værum í sumarfríi á Krít, öll fjölskyldan. Ég, mamma, pabbi og litlasystir.
Áður en ég sofnaði hugsaði ég um það sem hafði gerst um daginn. Jóhannes hafði sagt okkur að hafa engar áhyggjur. Hann ætlaði að tala við mömmu, pabba og núverandi lögfræðinginn hans pabba. Hann var víst einhver skíthæll. Ég veit ekki hvernig hann gat vitað það. Hann vissi bara að fangelsisstjórinn hafði útvegað pabba lögfræðing. Hann sagði að þegar fólk hefði ekki efni á lögfræðingum skaffaði fangelsisstjórinn fólki þá og þeir væru venjulega einhverjir sem enginn vildi ráða.
Dagurinn eftir var laugardagur og við Stjarna ákváðum að fara og fá okkur ís. Við fórum í uppáhaldsísbúðina okkar þar sem við vorum farnar að þekkja allt starfsfólkið. En þegar við komum inn, þá sáum við að það var ný afgreiðslustúlka. Ég þekkti hana um leið og ég sá hana. Þetta var gömul vinkona mín sem var með mér í bekk frá því í átta ára bekk og alveg þangað til í hitteðfyrra. Við þekktumst þegar ég var í fimmta bekk og hún í sjötta. Hún flutti til útlanda og ég heyrði ekkert í henni síðan, nema þetta eina bréf sem ég fékk frá henni. Það tók mig langan tíma til að svara því en ég gerði það á endanum. Ég fékk ekkert bréf á móti aftur. Nú var hún greinilega flutt aftur til landsins og mér fannst ekkert eðlilegra en að heilsa henni.
,,Hæ” sagði ég glaðlega.
,,Góðan daginn” svaraði hún formlega. Ég var svo hissa að ég missti næstum andlitið. Stjarna sá svipinn á mér og sá að hún þyrfti að halda áfram.
,,Góðan daginn. Við ætlum að fá ís”
,,Hvernig ís” spurði afgreiðslustúlkan með svona ,,ég-nenni-ekki-að-afgreiða-ykkur-pillið-ykkur-út svip”.
,,Ég ætla að fá bragðaref og hún ætlar að fá…” hún hnippti í mig.
,,Ha? Já! ég ætla að fá ís með karamelludýfu” sagði ég hikandi. Hún afgreiddi okkur án þess að horfa í augun á okkur, brosa eða sýna nein önnur svipbrigði. Ég var enn að jafna mig þegar við komum út.
,,Hvað er eiginlega að þér?” spurði Stjarna áhyggjufull en hélt samt áfram að borða þeytinginn sinn.
,,Manstu eftir Frikku? Hún var með okkur í bekk og flutti til Danmerkur.”
,,Já, þessi sem var alltaf svo leiðinleg við þig. Tók alltaf af þér húfuna og fékk alla á móti þér þannig að þú fórst alltaf að gráta í öllum frímínútum?”
,,Hún gerði það bara þegar einhver var að horfa. Hún var mjög skemmtileg þegar við vorum tvær einar. Allavega. Þetta var hún”
,,Í alvöru? Vá, mér fannst ég líka kannast við hana. Af hverju heldurðu að hún hafi ekki heilsað?”
,,Ég veit ekki. Kannski man hún bara ekki eftir mér. Það er samt skrýtið. Ég er ekki þannig manneskja sem ar auðvelt að gleyma, er það?”
,,Alls ekki” sagði Stjarna hughreystandi og bauð mér bita af bragðarefnum sínum.
,,Heyrðu,” sagði hún síðan, ,,ég veit! Við förum aftur inn í sjoppuna og spyrja hana.”
,,Neeeei, ég held ekki. Það er svo asnalegt: ,,Hæ, manstu eftir mér? við vorum vinkonur í Vesturbæjarskóla og þú varst vön að stríða mér í hverjum frímínútum. Af hverju heilsaðirðu mér ekki?”
,,Þú sagðir sjálf að þið hafið verið góðar vinkonur þegar aðrir sáu ekki til, er það ekki?”
,,Jú, við gátum dundað okkur endalaust í legó heima hjá henni. Ég man líka einu sinni…”
,,Æ, snúum við og tölum við hana áður en við verðum komnar of langt í burt,” greip Stjarna fram í fyrir mér.