,,Á fætur með þig Jóhann!” kallaði mamma inn um hurðina. ,,Það er skóli hjá þér eftir 10 mín svo þú skalt drífa þig frammúr.”
Já, já, hugsaði ég þegar ég fór í gallabuxurnar mínar. Ég fór í græna bolinn minn og sokka áðuren ég fór í úlpuna mína og dreif mig út.
,,Jóhann, þú gleymdir nestinu þínu,“ var kallað útum gluggan.
Ég fór upp og sótti nestið mitt, ég hafði fengið það sama í um tvö ár, brauð með kæfu og kókómjólk. Ég var svosem ekkert óánægður með það en fólkið í bekknum mínum var mjög duglegt að láta mig vita að það væri ekki í tísku að vera með nesti. Mér var djöfuls sama og arkaði af stað í skólann. Þegar ég kom “í helvíti” eins og einhver orðaði það með tússpenna á hurðina var gangurinn tómur og ég hljóp út að enda þarsem enska var kennd. Ég var ansi góður í ensku og þessvegna tók enskukennarinn ekkert of hart á mér og lét sér nægja að öskra á mig:
,,Drullaðu þér í sætið þitt ormurinn þinn!”
Ég tók upp bækurnar og lagði mig frammá borðið. Ég vaknaði þegar hringt var út. Ég fór inn í matsal og opnaði matpakkann minn. Það sem eftir lifði skóladagsins var ég í hálfgerði móki. Ég svarði bara með umli þegar yrt var á mig og lét sem ég heyrði ekki í hlevítis stærðfræðikennaranum mínum að kalla mig einskins nýttan letingja. Þegar loksins var hringt út hljóp ég glaður heim og dustaði af mér snjóinn á útidyrunum. Ég fékk mér eitthvað að éta og fór inn í rúm.
Um ellefuleytið kallaði mamma innum hurðina að ég ætti að fara að sofa. Sofa!!! hugsaði ég. Ég er búinn að vera sofandi í allan dag. Ég stóð nú samt upp til að míga og tannbursta mig. Ég kveikti á Couter-Strike og fór inn á Mania. Þar var ég oft tímunum saman.
Ég vaknaði með andlitið á lyklaborðinu og hafði enga hugmynd um hvað klukkan var en ákvað nú samt að fara að spila Counter-Strike. Ég var búinn að drepa nokkra þegar ég heyrði:
,,Jóhann minn, vaknaðu, klukkan er hálf átta… Þú þarft að fara í skólann!"