Áfram gakk, áfram gakk. Ég lít ekki til hægri, né lít ég til vinstri. Ég hlýði mér og geng áfram. Hægri fóturinn á í miklu kapphlaupi við vinstri fótinn og þeir skipta bróðurlega með sér forystunni sem ég nálgast vegg. Hægri fóturinn hikar eilítið, þarsem bráðum verður ekki hægt að ganga áfram, svo vinstri fóturinn sér sér tækifæri og ætlar að ná forystunni í eitt skipti fyrir öll. Það vill því ekki betur til en svo að jafnvægisskynið bregst mér og ég býðst óviljugur til að faðma gangstéttina í einskonar armbeygju sem ég kyssi hana. Gatan fyllir bragðlaukana járnskynjun sem taugaboð hraða sér á áfangastað með sársaukaskeyti. Ég hindra þau svo þau komist ekki á leiðarenda, og það tekst, þó hindrunin sé sársaukafull, og sárindin einbeitist helst að munninum með fáeinum ögnum í sólarlandaferðum á ýmsum rispum á líkamanum.
Ég kyngi, enda vampíra í augnablikinu, og stend upp, dustandi frakkann, hika svo, svo ég geti ímyndað mér kommu í narratífinu sem ég skrifa eilíft. Ég brást mér, ég hætti að ganga áfram. Veggurinn framkallaði óafsakanlegt hik. Nú stend ég hér, og hef ekki um mikið að velja. Ég verð að hætta áframgöngu minni, og beygja, hvort sem það er til hægri, vinstri, eða hvort ég velji algjöran viðsnúning. Ég er við það að velja viðsnúninginn þegar ég man hvað er að elta mig og stekk til hægri, og stend þar, örlítið ringlaður, þartil ég man að ég þarf að snúa mér, svo ég sný mér og geng áfram, aftur. Áfram gakk.
Svo lengi sem ég lít ekki við er allt í lagi. Hún nær mér aldrei ef ég lít hana ekki. Ég glotti, utan við mig, og stari framfyrir mig. Ég hefði kannski átt að veita jörðinni sem ég gekk á meiri eftirtekt, en þá hefði ég ekki gengið áfram, áfram gakk, starandi í beina línu áfram af því fádæma sjálfsöryggi sem mér ber að flagga. Ég ligg því á gangstéttinni, bölvandi hverju sem felldi mig, og lít tilbaka ósjálfrátt.
Ég átta mig of seint og get ekki stoppað mig, og er í sekúndubrot að jafna mig á lyftuferðinni sem hjartað hoppaði í áður en ég sé að ég sé hana ekki. Hún hefði ekki hætt að elta mig, hún hefur gert það í allan dag, og ég passaði mig sérstaklega að líta ekki við í allan dag, af ótta við það óheyrilega stóra fálkaþing sem hún hefði sent á mig við það tilvistarbrot. Ég ímynda mér að ég hljóti að vera að ímynda mér þögnina og vanann sem stara á mig og að fálkarnir hljóti að vera að éta mig lifandi. Það er þá ekki annað að gera en að hverfa, leyfa sjálfsvitundinni að leysast upp og endurraða sér í líki abstrakt málverks.
Ég kyngi, enda vampíra í augnablikinu, og stend upp, dustandi frakkann, hika svo, svo ég geti ímyndað mér kommu í narratífinu sem ég skrifa eilíft. Ég brást mér, ég hætti að ganga áfram. Veggurinn framkallaði óafsakanlegt hik. Nú stend ég hér, og hef ekki um mikið að velja. Ég verð að hætta áframgöngu minni, og beygja, hvort sem það er til hægri, vinstri, eða hvort ég velji algjöran viðsnúning. Ég er við það að velja viðsnúninginn þegar ég man hvað er að elta mig og stekk til hægri, og stend þar, örlítið ringlaður, þartil ég man að ég þarf að snúa mér, svo ég sný mér og geng áfram, aftur. Áfram gakk.
Svo lengi sem ég lít ekki við er allt í lagi. Hún nær mér aldrei ef ég lít hana ekki. Ég glotti, utan við mig, og stari framfyrir mig. Ég hefði kannski átt að veita jörðinni sem ég gekk á meiri eftirtekt, en þá hefði ég ekki gengið áfram, áfram gakk, starandi í beina línu áfram af því fádæma sjálfsöryggi sem mér ber að flagga. Ég ligg því á gangstéttinni, bölvandi hverju sem felldi mig, og lít tilbaka ósjálfrátt.
Ég átta mig of seint og get ekki stoppað mig, og er í sekúndubrot að jafna mig á lyftuferðinni sem hjartað hoppaði í áður en ég sé að ég sé hana ekki. Hún hefði ekki hætt að elta mig, hún hefur gert það í allan dag, og ég passaði mig sérstaklega að líta ekki við í allan dag, af ótta við það óheyrilega stóra fálkaþing sem hún hefði sent á mig við það tilvistarbrot. Ég ímynda mér að ég hljóti að vera að ímynda mér þögnina og vanann sem stara á mig og að fálkarnir hljóti að vera að éta mig lifandi. Það er þá ekki annað að gera en að hverfa, leyfa sjálfsvitundinni að leysast upp og endurraða sér í líki abstrakt málverks.