HÚN
Hún var á netinu á hverju kvöldi,las á daginn skáldsögu, horfði síðan á sjónvarpið og ´for að sofa klukkan 5 á næturnar. Hún vaknaði mjög seint á daginn ,borðaði morgunmatinn klukkan hálffimm á daginn og endurtók sama systemið dag eftir dag. Vinnan gerði ekki það sem hún var að vona- og það var að fá hana á aukavaktir í vinnuna. Var hún ekki lengur ómissandi hjá þeim? Búin að vinna þarna í 4 ár! Henni fannst ýmislegt ómögulegt og var orðin frekar þunglynd. Hún var orðin fátæk, en bjó enn í foreldrahúsum. Allt var í drasli í herberginu hennar og hún var orðin löt og eirðarlaus, en beið þó stöðugt eftir að síminn hringdi frá vinnunni. Ekki var hún að nýta tímann í að laga til…hún hafði ekki orku til þess vegna óheilsusamlegs lífernis. Hún léttist og léttist þangað til hún varð sljó og skapvond sem varð til þess að skap hennar fór að bitna á öllum og öllu í kringum hana. Ef hún fann ekki hluti,blótaði hún í sand og ösku og sparkaði í það sem lá á skítugu gólfinu í herberginu hennar. Hana langaði til að lífga uppá skapið en gat það engan veginn. Henni fannst hún vonlaus í augum annarra en var þó alls ekki í sjálfsmorðshugleiðingum, hún vissi að alltaf var einhver von og hún ætlaði sér einn daginn að vinna sig uppúr volæðinu en hvenær-það var spurning! Henni fannst hún þurfa að fara að hitta fólk en þá þyrfti hún uppá nýtt að ná stjórn á skapi sínu til að missa ekki vini sína. Hún þurfti að komast á deit en vildi ekki að neinn vissi af því. Hún fór á einkamal.is og fann nokkra sem gætu hentað henni. Hún fór að hitta ýmsa stráka á kaffihúsum þangað til að hún var orðin veraldarvön aftur og komin í góða skapið sitt. Hún labbaði brosandi til vinnu sinnar og spurði hvort ekki væri eitthvað að gera fyrir hana. Það var sagt:"Jú,það var einmitt vakt að losna hér næstu 3 mánuðina. Henni létti mikið. Nú gat hún fengið laun og notið einnig lífsins. ENDIR