Það er fallegur vormorgunn þann 26. maí árið 2028. Það var virkilega komið að þessum degi, deginum sem við höfðum öll vonað að myndi aldrei koma. Dauði hans hafði ekki nægt til að koma í veg fyrir þetta skelfilega frumvarp, það var of úthugsað, það var of gott til að vera satt.
Hér sit ég á bekk út í rjóðri. Ég er 16 ára, ljóshærður, einmana drengur sem er að byrja í menntaskóla. Nú á víst besti tími lífsins af hefjast. Einhvern veginn efast ég um það þó allir séu að segja það. Ég held að vandamál mín muni bara gera árin þar óbærileg. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað sem ég ætti að leggja í. Það er ekki auðvelt að vera samkynhneigður í nútímasamfélagi, hvað þá þegar maður er líka félagsfælinn, hræddur og ráðvilltur.
Það er sorgardagur. Líf heimsins er undir veði, og það á afmælisdaginn minn. Hvað er verra en að hafa mesta sorgardag í sögu mannkyns viðloðandi við afmælisdaginn sinn? Hvað var svo skelfilegt að ég geti lagt fram svona stóra fullyrðingu? Þetta var dagur eyðilegginga. Eftir nokkra klukkustundir verða allar okkar daglegu athafnir teknar í burtu. Þá verður ekkert internet, ekkert sjónvarp, ekkert útvarp, engir símar. Ekkert. Líf okkar var einfaldlega tekið af okkur. Þetta er bara eins og taka sál okkar. Þar ofan á með svona stuttum fyrirvara.
Það var fyrir viku þegar alþjóðaráð samþykkti frumvarp Terrys Pancras. Hann hafði lagt fram frumvarp um lokun á okkar helstu miðlum í þeim tilgangi að auka heilsu því þeir voru ekki heilsusamlegir, gera íbúa alheimsins að vonlausum aumingjum, ýta undir einelti og svo mætti lengi telja. Terry lifði ekki lengi eftir að þetta frumvarp var flutt. Hann var eiginlega drepinn meðan hann stóð ennþá í púltinu. Því miður var áætlunin hans of útpæld. Hann hafði ekki bara búið til skothelt og sannfærandi frumvarp heldur líka ódrepanlegt frumvarp sem var dreift um netið þegar hann tók til máls.
Biðin er óbærilegt. Að horfa á líf sitt hrynja eins og dómínókubba. Hvað átti maður eiginlega að gera? Ég þekki ekkert líf án miðlanna. Hvað gerði fólk eiginlega áður fyrr? Þó svo að frumvarpið hafi verið svona skothelt, hvernig var samt eiginlega farið að því að sannfæra þá sem græddu eða höfðu gaman af því að færa okkur þessa afþreyingu til að stíga til hliðar og missa allt? Það er ekkert sem mun segja mér að það sé raunveruleikinn. Það hefur eitthvað undarlegt farið fram, eitthvað sem við munum aldrei fá að vita. Ég veit ekki hvað skal segja né gera. Ég þoli þetta ekki lengur. Ég arka heim, opna dyrnar, hendi töskunni minni á gólfið, geng upp stigann, inn í herbegi, upp í rúm og sofna.
Daginn eftir vakna ég við mömmu ýta við mér. Ég nudda stýrurnar úr augunum á mér. Hún segir að mín bíði gestur í dyrunum. Hver ætti eiginlega að vilja hitta mig? Ég geng niður og fer til dyra. Þarna stendur æskuvinur minn, sá sem ég hafði yfirgefið, gleymt og ekki talað við í óratíma. Hann var þarna mættur, skyndilega þótt ég hefði gefið hann frá mér fyrir internetið. Nú var það farið en vinurinn ennþá til staðar. Hann var greinilega traustur vinur. Hann var kominn til að bjóða mér með sér og vinum sínum út á grasflöt að fara í leiki sem afi hans ætlaði að kenna okkur.
Þarna vorum við mættir á flötina. Við spilum leiki sem ég kannast jafnvel við frá mínum yngri árum. Þetta er ánægjulegt. Miklu ánægjulegra en að sitja inni í tölvunni og spila tölvuleik. Hér fær maður að taka almennilega þátt, gera þetta sjálfur með sínu eigin afli, sínum eigin fótum og með sínum eigin svita. Þarna á stundinni varð þetta vinur sem ég ætlaði aldrei að yfirgefa aftur.
Næstu dögum eyðum við saman og ræðum um veginn og lífið, hvað hefur gerst meðan við vorum aðskildir. Við eyðum tíma heima hjá afa hans sem kann heldur betur að eyða tímanum án miðlanna. Hann sýnir okkur ýmislegt sniðugt dót sem hann hefur sankað að sér, kynnir okkur fyrir handverki, sýnir okkur þessar stórkostlegu bókmenntir sem hafa verið skrifaðar auk þessa dásamlega umhverfis sem við eigum. Miðlanir létu okkur gleyma þessu stórkostlegu hlutum.
Einn dag þegar við vorum í gangi í skóginum fann ég þennan sterka straum, þennan góða straum sem ég hafði aldrei fundið áður. Þetta var straumurinn sem ég hafði beðið eftir lengi en gleymt meðan við skemmtum okkur stórkostlega. Ég fann fyrir þeirri tilfinningu að ég vildi vera nánari honum. Það besta er þetta var gagnkvæmt. Þetta var dagurinn sem við komum báðir út úr skápnum og byrjuðum saman.
Sumrinu lauk og við byrjuðum í menntaskóla. Hvaða bull er það að þetta myndu ekki verða bestu ár lífsins? Því miður var þessi tími of stuttur en okkar beið björt og góð framtíð. Hún var björt og góð en löng. Þar til fyrir nokkrum dögum. Eftir mörg ár saman var okkur stíað í sundur. Ekki af mannlegum vilja, heldur af dauðanum sem reif hann svo skyndilega frá mér.
Tilgangur sögurnnar sem ég er að setja endapunkt á er að hörmungar eru ekki heimsendir heldur nýtt upphaf. Upphaf af einhverju betra, miklu betra. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef þessar „hörmungar“ hefðu ekki verið til staðar.
Hér sit ég á bekk út í rjóðri. Ég er 16 ára, ljóshærður, einmana drengur sem er að byrja í menntaskóla. Nú á víst besti tími lífsins af hefjast. Einhvern veginn efast ég um það þó allir séu að segja það. Ég held að vandamál mín muni bara gera árin þar óbærileg. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað sem ég ætti að leggja í. Það er ekki auðvelt að vera samkynhneigður í nútímasamfélagi, hvað þá þegar maður er líka félagsfælinn, hræddur og ráðvilltur.
Það er sorgardagur. Líf heimsins er undir veði, og það á afmælisdaginn minn. Hvað er verra en að hafa mesta sorgardag í sögu mannkyns viðloðandi við afmælisdaginn sinn? Hvað var svo skelfilegt að ég geti lagt fram svona stóra fullyrðingu? Þetta var dagur eyðilegginga. Eftir nokkra klukkustundir verða allar okkar daglegu athafnir teknar í burtu. Þá verður ekkert internet, ekkert sjónvarp, ekkert útvarp, engir símar. Ekkert. Líf okkar var einfaldlega tekið af okkur. Þetta er bara eins og taka sál okkar. Þar ofan á með svona stuttum fyrirvara.
Það var fyrir viku þegar alþjóðaráð samþykkti frumvarp Terrys Pancras. Hann hafði lagt fram frumvarp um lokun á okkar helstu miðlum í þeim tilgangi að auka heilsu því þeir voru ekki heilsusamlegir, gera íbúa alheimsins að vonlausum aumingjum, ýta undir einelti og svo mætti lengi telja. Terry lifði ekki lengi eftir að þetta frumvarp var flutt. Hann var eiginlega drepinn meðan hann stóð ennþá í púltinu. Því miður var áætlunin hans of útpæld. Hann hafði ekki bara búið til skothelt og sannfærandi frumvarp heldur líka ódrepanlegt frumvarp sem var dreift um netið þegar hann tók til máls.
Biðin er óbærilegt. Að horfa á líf sitt hrynja eins og dómínókubba. Hvað átti maður eiginlega að gera? Ég þekki ekkert líf án miðlanna. Hvað gerði fólk eiginlega áður fyrr? Þó svo að frumvarpið hafi verið svona skothelt, hvernig var samt eiginlega farið að því að sannfæra þá sem græddu eða höfðu gaman af því að færa okkur þessa afþreyingu til að stíga til hliðar og missa allt? Það er ekkert sem mun segja mér að það sé raunveruleikinn. Það hefur eitthvað undarlegt farið fram, eitthvað sem við munum aldrei fá að vita. Ég veit ekki hvað skal segja né gera. Ég þoli þetta ekki lengur. Ég arka heim, opna dyrnar, hendi töskunni minni á gólfið, geng upp stigann, inn í herbegi, upp í rúm og sofna.
Daginn eftir vakna ég við mömmu ýta við mér. Ég nudda stýrurnar úr augunum á mér. Hún segir að mín bíði gestur í dyrunum. Hver ætti eiginlega að vilja hitta mig? Ég geng niður og fer til dyra. Þarna stendur æskuvinur minn, sá sem ég hafði yfirgefið, gleymt og ekki talað við í óratíma. Hann var þarna mættur, skyndilega þótt ég hefði gefið hann frá mér fyrir internetið. Nú var það farið en vinurinn ennþá til staðar. Hann var greinilega traustur vinur. Hann var kominn til að bjóða mér með sér og vinum sínum út á grasflöt að fara í leiki sem afi hans ætlaði að kenna okkur.
Þarna vorum við mættir á flötina. Við spilum leiki sem ég kannast jafnvel við frá mínum yngri árum. Þetta er ánægjulegt. Miklu ánægjulegra en að sitja inni í tölvunni og spila tölvuleik. Hér fær maður að taka almennilega þátt, gera þetta sjálfur með sínu eigin afli, sínum eigin fótum og með sínum eigin svita. Þarna á stundinni varð þetta vinur sem ég ætlaði aldrei að yfirgefa aftur.
Næstu dögum eyðum við saman og ræðum um veginn og lífið, hvað hefur gerst meðan við vorum aðskildir. Við eyðum tíma heima hjá afa hans sem kann heldur betur að eyða tímanum án miðlanna. Hann sýnir okkur ýmislegt sniðugt dót sem hann hefur sankað að sér, kynnir okkur fyrir handverki, sýnir okkur þessar stórkostlegu bókmenntir sem hafa verið skrifaðar auk þessa dásamlega umhverfis sem við eigum. Miðlanir létu okkur gleyma þessu stórkostlegu hlutum.
Einn dag þegar við vorum í gangi í skóginum fann ég þennan sterka straum, þennan góða straum sem ég hafði aldrei fundið áður. Þetta var straumurinn sem ég hafði beðið eftir lengi en gleymt meðan við skemmtum okkur stórkostlega. Ég fann fyrir þeirri tilfinningu að ég vildi vera nánari honum. Það besta er þetta var gagnkvæmt. Þetta var dagurinn sem við komum báðir út úr skápnum og byrjuðum saman.
Sumrinu lauk og við byrjuðum í menntaskóla. Hvaða bull er það að þetta myndu ekki verða bestu ár lífsins? Því miður var þessi tími of stuttur en okkar beið björt og góð framtíð. Hún var björt og góð en löng. Þar til fyrir nokkrum dögum. Eftir mörg ár saman var okkur stíað í sundur. Ekki af mannlegum vilja, heldur af dauðanum sem reif hann svo skyndilega frá mér.
Tilgangur sögurnnar sem ég er að setja endapunkt á er að hörmungar eru ekki heimsendir heldur nýtt upphaf. Upphaf af einhverju betra, miklu betra. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef þessar „hörmungar“ hefðu ekki verið til staðar.
Sviðstjóri á hugi.is