Ég veit ekki hvort þessi saga sé ömurleg eða hvað… Mig langaði bara til að sýna ykkur hana… Sorry, ef það er mikið af villum sem ég hef ekki tekið eftir =)
Endilega hakkið þetta niður í frumeindir ef þetta er lélegt =) Mig langar að vita það… Þetta gæti verið eintómt bull… það er kannski ekki spurning… en well hvað veit ég?

—————————-

Einu sinni eða reyndar í fyrradag var ung kona sem var reyndar ekki svo ung, að ganga um langa langa götu sem var reyndar ekki…. Nei-nei nóg komið að þessu, gatan var löng.
Hún gekk og gekk, þangað til hún kom út að enda götunnar. Þar stóð maður. Hann átti sér ekkert nafn og reyndar ekki konan heldur. Þessi maður var ókunnugur öllum nema henni, hún hafði þekkt hann síðan hún sá hann fyrst. Enginn hafði kinnt þau, ekki einu sinni þau sjálf. En þrátt fyrir það þekktust þau. Það er erfitt að útskýra það en þau voru einskonar sálufélagar, tengd saman á einhvern óskiljlegann hátt. Þau sem hafa fundið þetta skilja það en þó að þið hin þikist skilja það er ekki víst að þið gerið það í raun. Ég er ekki að segja að þið hafið rangt fyrir ykkur, kannski er allt rétt.
En hvað um það, Þegar konan kom að manninum gerðist eitthvað sem enginn bjóst við, þau tóku saman höndum, lutu niður og hurfu….
Ekki það að einhver hafi verið að horfa heldur bara veit ég þetta. Ég veit ekki hvenig, en ég veit það samt.
En á sama augnabliki og þau hurfu birtust þau, ekki á enda götunnar heldur langt, langt fyrir ofan, sem er kannski ekki svo langt ef til hliðsjónar eru enn lengri vegalengdir, því allt er svo afstætt…
En þessi staður er svo gerólíkur okkar heimi að það er ómögulegt að lísa því á neinu tungumáli okkar heims og einginn getur ýmyndað sér það nema að hafa séð staðinn og ef einhver sæi hann gæti sá hinn sami verið viss um að það sé raunverulegt því að ekkert þessu líkt gæti verið blekking, svo ólíkur er þessi staður. Þau einu af okkar heimi sem hafði komið inn í þennann, eða sú eina reyndar því maðurinn var varla af okkar heimi var þessi kona, sem þó var farin að breytast eins og maðurinn forðum hafði gert.
Áður en ég lýsi breytingum hennar verð ég að lýsa þessum heimi eins og ég get… En eins og ég sagði eru ekki til orð til að lýsa þessu þannig að ég bregð nú á það ráð að búa þau til… Teciea von nona ti cone se varra, klecca ro izza vi kegl so kax na veclenus ti lola, siema na sona kre loga to nuv. Igler til rocco kinos ra egga lo knemmatil voi. Nannes ri costa. Þessi lýsing er sú nákvæmasta en jafnframt sú eina sem til er af þessum heimi.
En konan breyttist, hún breyttist til hinns verra eða betra, hún varð svo ólík manneskjum, sem þó eru svo fjölbreyttar, að erfitt er að lýsa því með orðum, þó er þessi lýsing nokkuð góð: Brekknikus jo kax ino kevler toni mennes voi, kraga seima na rosa. Igler tios te malles no koso trekkali toro vetzka nivv. Skiljiði núna hvað ég meina, jamm… Þó að lýsingin sé mjög góð er varla gerlegt að skilja lýsingu á ferli sem er eins ólíkt og hægt er eða jafnvel ólíkara. 
Þú hefur eflaust velt fyrir þér hvernig það varð að þau kinntust? Heh, ég verð nú samt að segja þér það því að annars vantar hluta af sögu konunnar áður en ég segi frá hvað gerðist í hinum heiminum sem við skulum kalla Blekkne þó að hann kallist annað þar, því að það er ekki hægt að jafnvel nálgars að skrifa þetta orð ef orð skyldi kalla. Þegar konan var ung, raunverulega ung, þá kom þessi maður til hennar í fyrsta skipti, hann þurfti ekki að segja neitt, og það gerði hann heldur ekki, hún vissi að hún ætti að elta hann og hún vissi líka að þetta væri það sem hún hafi alla ævi þráð og allir hafi þráð með henni. Þó að enginn hafi, eða ætti ég að segja geti, gert sér grein fyrir hvað það var. Hún elti hann niður löngu götuna og vissi hvað hún átti að gera þó að enginn hafi sagt henni það fyrr. Það var þá sem hún leit Blekkne fyrst augum.
En nú held ég áfram með það sem gerðist í fyrradag… Þegar þau komu til Blekkne vissi konan að þetta var í síðasta sinn sem maðurinn kæmi með henni milli heimanna, hún vissi að eftir þessa stund yrði hún að fara ein til bara og finna aðra manneskju til að sýna þennann heim. “Til hvers?” spyrð þú líklega, ég svara. “Ekki einu sinni konan né maðurinn vita það, ekki einu sinni sá eða sú eða það sem gerði þetta fyrst, enginn hvorki í þessum heimi eða Blekkne, enginn ENGINN veit það, og kannski er þetta með öllu tilgangslaust, kannski er þetta það tilgangslausasta sem til er, hvar sem er og í hvaða heimi sem er, þó að þetta gerist í hvaða heimi sem er og milli hvaða heima sem er, hve ólíkir sem þeir eru það tilgangslausasta sem er, en kannski, já kannski er þetta það sem heldur heiminum gangandi.
Það er alltaf þetta kannski……….”
FluGkiSan!!!