Það skar í hjartað hvað þetta var fallegt. Hjálmar var nú ekki viðkvæmur maður en þetta hafði svo sannarlega áhrifa á hann. Bara þetta allt, þægilegt veðrið, rauðgul sólin, niðurinn í innsogi hafsins, gljúp fjaran, hönd Elísabetu í hendi sinni og gleðilegt suð í leikandi börnum í fjörumálinu. Hans börnum.
Því hann vissi að svona augnablik yrðu fá í lífi hans, þar sem allt væri svona fullkomið.
Hjálmar var yfirlýstur nihilisti og síður en svo heimskur. Mikið hafði hann pælt og lesið og hann gat ekki annað séð en tómhyggjuna, allt annað er reist á tómi. Það skelfdi hann vissulega en hann gat ekki annað en fylgt sinni innstu sannfæringu.
Svo þegar hann upplifði slíka fullkomnum, fegurð og ást vakti það ekki innra með honum fallegar hugsanir um guðdómleikann heldur frekar dúprista hræðslu. Þessu yrði brátt lokið, myndi skolast út í tímans rás. Síðan lyki lífi hans og hyrfi út í tómið. Hjálmar horfði á Starálf son sinn sem fleygði áhugasamur og fjörlega einhverju priki út í sjóinn. Á endanum lyki hans lífi líka og mold okkar sameinast líflaus í kirkjugarðinum undir þýðingarlausum krossi.
Hann vissi að Elísabet liði vel og væri ábyggilega að hugsa um himnaríki eða eitthvað núna, hún var engin fyrirmynda trúmanneskja en barnatrúin veitti henni samt fullnægingu. Hann vissi jafnframt að Elísabet líkaði illa hvað hann væri annars hugar á þessari stundu en hún reyndi að láta það ekki á sig fá. Það var ýmislegt sem Hjálmar vissi.
Hann hins vegar gat ekki fest hugan við neitt annað en spýtuna sem Starálfur hafði fleygt út í lygnan sjóin. Hún flaut þarna og færðist sífellt lengra út á hið eilífa úthaf. Á endanum hyrfi hún í hlutfalli við hið gríðarstóra, týndur depill á óendalegum fleti sem vissulega væri til þótt það færi á milli máli.
Skyndilega hrekkur Hjálmar við. Starálfur! Hann hafði stokkið út í kaldan sjóinn á eftir spýtunni og var við drukknun töluverðan spöl frá landi. Skelfing greip sig um hjá Hjálmari.
Sem beið ekki boðanna og þeysist á eftir honum. Hjálmar finnur hvernig kaldur sjórinn smeygir sér inn að skinni og gegnvætir klæði hans. En hann böslast áfram þar til hann finnu fótfestuna hverfa og froðugrænann sjóinn sleikja andlit hans og smeygja inn um vit hans. Smjúga inn um hárið og kaffæra honum. Hjálmar reynir að opna augun en sér bara dökkgrænamóðu. Hann getur ekki andað en hugsar bara um að böslast til Starálfs. Sundtökin valda því að hann nær að stinga hausnum upp úr vatninu og grípa andann en alda kaffærir hann umleið. Íþetta skiptið hefur hann ekki þrek og sogast sífellt lengra niður með einkennilega dofa í líkamanum og glýgju í augunum. Loftleysið veldur sársauka og æðarnar við gagnaugað eru við það að springa svo sjónsvið Hjálmars verður fínkornótt með byflugnabúsmynstri sem stækkar og yfirgnæfir litina og eyðir þeim. Hjálmar þreygir það ekki lengur að halda í sér andanum og galopnar munninn og finnur hvernig sjórinn þrengir sér inn og lengst niður í kok.
Hjálmar sér glitta í ljósskímu sem fylgdi einhverju æðruleysi. Þetta var vera það var Hjálmar viss um. Var þetta það? Er þetta fyrirboði þess að braðum yrði öllu lokið að bráðum yrði ekkert meir.
,,Ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að deyja” hugsar Hjálmar með sér í huganum máttvana.
Ljósskíma stækkar örlítið en minnkar svo niður í ekki neitt.