Eitthvað reglulegt bank heyrist til viðbótar við taktinn og hann lækkar í græjunum. Bankið stoppar og rödd móður hans heyrist fyrir utan dyrnar.
-Halldór? Jón vinur þinn er kominn.
-Og hvað? Ætlarði ekki að hleypa honum inn?
Ekkert svar, hann hækkar í græjunum og takturinn lemur veggina. Jónsi kemur inn nokkrum sekúndum síðar. Hann er í bolnum sem Halldór lánaði honum og buxunum sem Jónsi sagðist í heila viku ætla að kaupa . Geðveikt flottar gallabuxur, dökkbláar, frekar loose og með bootcutsniði. Halldór fyllist smá öfund. Hann ætlaði að kaupa sér sjálfur en hætti við. Afhverju? Spyr hann sjálfan sig í huganum.
-Blessaður! Hvernig finnst þér diskurinn?
-Geðveikur, mér finnst samt diskurinn á undan betri.
-Jaa, ók, fyrsti diskurinn er bestur.
-Hvenær byrjar þetta partý? Spyr Halldór um leið og Jónsi sest í sófann og breiðir úr sér.
-Ég, sko, mér var sagt að hún myndi byrja með þetta bara núna um tíuleytið. Við þurfum samt ekkert að mæta strax, að minnsta kosti nenni ég ekki að fara strax. Verum hérna og drekkum aðeins meira.
Halldór kinkar kolli og réttir Jónsa dós sem hann opnar og skálar í við Halldór.
Þessi hún, er Tinna vinkona þeirra, eða vinkona bekksins. Hún er eiginlega ekki vinkona þeirra en það er bara meira kúl að hafa svona flotta stelpu sem vinkonu þannig séð. Þó Halldór væri meira til í að vera kærastinn. Hún á víst engan eins og er, og hann hefur það eftir sumum að hún sé soldið skotin í honum.
Meira bank heyrist, og aftur á dyrnar.
-Hvað? Öskrar Halldór á þann sem fyrir utan, engin svarar. Hann stendur upp og gengur að hurðinni, opnar varlega. Móðir hans stendur fyrir utan og horfir á hann þungbrýn. Halldór dæsir og spyr hvað hún vilji.
-Nennirðu að lækka aðeins? Þessi tónlist er bara sami takturinn alltaf endalaust, ég fæ bráðum hausverk af þessu.
-Já ok. Svarar Halldór og bendir Jónsa á að lækka.
-Eruð þið að fara á lífið? Þú manst að passa þig og svoleiðis.
-Auðvitað þetta er bara partý.
-Jájá, bara partý, ég hef nú heyrt um minna sem hefur endað í algerri vitleysu. Þú passar þig á að drekka ekki of mikið og ekkert fikt, skilurðu mig? Þú ert orðinn átján og nógu gamall til að hafa vit fyrir sjálfum þér.
-Mamma? Ég er ekki það vitlaus, slappaðu af. Við Jónsi pössum upp á hvorn annan.
Móður hans virðist ekkert létta við þetta svar.
-Jájá passið upp á hvorn annan, þú átt að passa upp á sjálfan þig líka, ekki bara láta einhvern annan gera það fyrir þig.
-Mamma ég geri það líka, hva, heldurðu að ég fari að brjóta allt og æla út um allt þegar hann horfir eitthvert annað?
-Halldór, ekkert svona, þú veist alveg hvað ég meina. Þú ert alveg nógu þroskaður til þess að hugsa um sjálfan þig, heyrirðu það?.
Halldór jánkar, gerir sig tilbúinn sig tilbúinn til að loka hurðinni.
-Og hefði nú ekki verið sniðugt að laga til í þessu herbergi þínu einhverntíman. Hvað myndirðu gera ef þú kæmir með stelpu heim og hún sæi allt þetta drasl inni hjá þér?
Halldór andvarpar
-Mamma? Ég laga til bráðum, slappaðu af.
Hann lokar hurðinni á móður sína sem segir eitthvað stutt um ekkert fyllerí svo, . og hlammar sér á rúmið. Jónsi tekur upp svartan sokk og hendir honum framan í Halldór um leið og hann grettir sig.
-Ojjj, hvenær dó þessi sokkur mar!
Halldór rífur sokkinn af sér og hendir til baka.
-Ojj, þanna fífl! Djís ógeðsleg lyktin af þessu!
-Þínir sokkar mar, þín lykt!
Jónsi hlær að Halldóri sem flissar með.
-Mamma þín er ekkert að ljúga sko, kemur með dömu heim og fer fyrst að laga til svo þið komist fyrir á rúminu.
Halldór fussar
-Ríðið svo á milli bjórdósa og skítafýlusokka.
-Ég tek hana ekkert hingað heim maður, förum frekar til hennar og gerum það í litla mjúka sæta rúminu hennar.
Segir Halldór og glottir.
-Ætlarðu að reyna við Tinnu í kvöld? Friðjón var eitthvað að nuddast við hana seinustu helgi, á busaballinu. Verður að drífa þig sko. Hún finnur bara einhvern annan ef þú hangsar svona.
-Kommon, ég næ henni. Friðjón er bara hálfviti, hún hlýtur að sjá það. Hann er steindauður í hausnum.
-Já, manst þegar hann var kosinn gjaldkeri í nemendaráði í fyrra.
Halldór hlær.
-Já, vá. Allur salurinn fór eiginlega að hlæja þegar úrslitin komu. Enda ekkert skrítið, eða bara fyndið, að velja svona gaur til að sjá um peninga. Þetta gervikúl kemur honum ekkert langt.
Tíminn líður og þeir spjalla meira saman um partýið, vikuna og helvítis prófin sem koma bráðum.
Jónsi klárar úr dósinni, ropar djúpt og teygir sig í aðra dós, réttir Halldóri eina og opnar svo eins varlega og hann getur. Gosið freyðir upp og Halldór sýpur snögglega af. Djöfull er þessi bjór rammur. Honum finnst bjór ekkert sérstakur, betri en vodki samt, og fínn til að detta í það. Sterkara vín kom svo bara þegar hann var orðin léttur.
Tónlistin stoppaði. Jónsi fer að gramsa í stórum diskastandi og dregur út hulstur úr endurunnum pappír.
-Kúl, áttu hann ennþá? Ég er búinn að týna mínum, ógeðslega fúll með það maður!
Hann opnar varlega, tekur diskinn úr sjúskuðu hulstrinu og leggur enn varlegar í opin geislaspilarann eins og hann haldi á einhverju súperviðkvæmu gleri. Hljóð eins og utan af umferðargötu heyrast og einhver náungi byrjar að syngja, dumda, dadam duddadda, daraddam með house takti undir.. Agalega flott rödd biður um music maestro, please, og takturinn byrjar af alvöru.
—–