Herbergið var grænt. Alveg yndislega grænt. Andri fékk tár í augum. Hann var loksins kominn heim.
Leiðin hafði verið löng og ströng en núna, loksins, var hann kominn heim.
Hann hafði verið fjórtán ára þegar pabbi hans hafði eftirlátið honum stóra herbergið í andyrinu. Hann hafði fagnað inn í sér og verið svo innilega glaður. Þetta yrði aðeins fyrsta skrefið. Andri hafði aðeins átt sér eitt stutt líf. Líf sem staðið hafði yfir í fjórtán ár og alltaf verið hið saman, ósköp notalegt tilbreytingarlaust líf hjá mömmu og pabba á milli veggjanna sem hans veröld hafði verið upp í hlíðunum. Afgang veraldarinnar vissi hann aðeins af af afspurn.
Mamma og pabbi voru tvö ankeri sem héldu bátnum á réttum stað. Það var ekki fyrr en seinna að hann uppgvötaði hversu milivæg þau höfðu verið honum. Honum hafði samt sem áður þótt fjarska vænt um þau en að á endanum hafði smávegins farið að grípa hann óþol. Hann hafði það á tilfinningunni að tíminn færi að renna út og þáttaka hans í lífinu yrði með minna móti. Það mátti eki fyrir alla muni gerast.
Svo þegar hann fékk herbergið í andyrinu hafði hann loksins fengið þá tilfinningu að bráðum slyppi hann.
Það var þá. Margt átti eftir að gerast. Hann hafði dreymt draum um að hans biði mikið ferðalag og hann ætti eftir að breyta heiminum. Og ef það var eitthvað sem andra vantaði þá var það ekki sjálfstraustið. Svo hann hélt ótrauður áfram.
Og fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann gekk í skóla og leigði niður í miðborg ásamt skólafélögum sínum. Þá var Andri en varla af barnsaldri. Hann vanrækti skólann, skrifaði sögur, málaði myndir og lærði tónlist. Kynntist mörgu áhugaverðu fólki. Stundaði heimspeki af miklu móð og las sig næstum til bana. Síðan skrifaði hann skáldsögu, eitthvað sem hann hafði ákveðið að leggja fyrir sig, gaf hana út, sendi reikningin til mömmu og pabba og fór án þess að þess að spyrja kóng né prest til Tékklands.
Saga Andra varð skrýtin og frábrugðin flestra annarra. Hann skrifaði og skrifaði, flakkaði heimshorna á milli, lærði mýmörg tungumál og notfærði sér það óspart til að lesa allt sem fyrirfannst hér á jörðu.
En hvert var ferðinni heitið? Hann sá að draumurinn hafði ræst, hann hafði svo sannarlega farið í ferðalag og orðin þekktur maður. EN hvar yrðu leiðarlok?
Andra langaði sífellt meir heim, heim í græna herbergið sitt. EN þorði því ekki. Fannst sig eiga svo mörgu ólokið, í það minnsta fannst hann ekki hafa fullnægt markmiði sínu, jafnvel þótt hann vissi ekki hver þau væru þegar uppi yrði staðið.
Svo í stað þess að snúa heim fór hann lengra. Inn í myrkviði hinnar óþekktu Asíu. Þangað sem fólk í hans bernsku hafði ekki einu sinni dreymt um að fara. Þar lærði hann austurlenska heimspeki af munkum í afdölum heimsins.
Það var ekki fyrr löngu seinna sem hann fór síðan að fikra sig aftur vestur á bóginn. Og sneri á endanum aftur heim til Íslands eftir öll þessi ár. Það vakti gríðalega athygli á Íslandi því nú var um að ræða einn þekktasta íslending fyrr og síðar. Bækur hans seldust í rosalegu upplagi allstaðar í heiminum. Íslenskir fjölmiðlar litu svo á, að um væri að ræða hálfgerða endurheimtingu týnda sonsins.
Andri var undrandi yfir öllu umstanginu, hann var orðin svo vanur að falla inn í fjöldan í stórborgum heimsins að það stakk hann í augun hversu Ísland var í raun lítið. Allir vinir hans síðan úr menntaskóla, voru margir hverjir orðnir þjóðþekktar persónur. En Andri kærði sig kollóttan yfir öllu umstanginu og vildi helst bara strax heim, hann væri dauðþreyttur eftir þetta langa ferðalag sem hafði tekið lungan úr ævi hans. Andri var kominn á þrítugsaldur, snúinn heim og vonsvikin yfir niðurstöðu krossferðar sinnar. Hann hafði aldrei í raun flutt í burtu, hann hafði aðeins verið í smávegins ferðalagi. Nú var hann kominn heim, þangað sem hann í huganum hafði ávallt átt heima. Hann var kominn heim aftur til foreldra sinna, ankeri lífs síns. Hann ætlaði aldrei að vera viðskila við þau, þau voru hans þak.
Leigubíllinn stoppaði við gamalgrónna húsið í hlíðunum. Ekkert hafði breyst. Hann var kominn í örugga höfn. Andri andaði léttar.
Hann gekk rakleitt inn um ólæstar dyrnar en snarstoppar síðan. Það stakk í augun, allt var umturnað. Hann flýtti sér að herberginu í andyrinu, sviptir upp dyrunum og kemur þá í ljós hjónaherbergi með tveimur ókunnugum manneskjum sofandi upp í hjónarúminu. Öll ummerki um veröld þeirri sem hafði verið í huga Andra grunnurinn að öllu öðru var horfin.
Maðurinn í rúminu rumskar og kveikir á lampa, nuddar úr sér svefntírurnar, geispir og pírir augun. Þegar hann rekur augun í opnar dyrnar og sér skuggann af tætingslegum og kraftalegum karlmanni í dyrargættinni verður honum svo um að hann æpir. Konan við hlið hans hrekkur upp.
Andri situr við eldhúsborðið undir ljósakrónunni um miðja nótt, í óhrinum og þvældum fötum, órakaður og illa lygtandi, og þykkur kaffibolla frá Ingu, systur hans. Hann starir beygður ofan í bollann, bugaður maður þegar hann fréttir að fyrir rétt rúmum 10 árum hafi pabbi hans dáið og mamma hans aðeins fyrr. Inga hafði tekið við húsinu þar sem ómögulegt var að ná í Andra.
,,Margt hefur gerst Andri, allt hefur breyst. Þú sjálfur er eitt besta dæmið um það.” sagði Inga.
En Andri var ósammála, kannski það að allt hafi breyst, en ekki hann allavegna. Hann gramsaði í rykföllnum hlutum foreldra sinna upp á háaofti og fannst hann sjálfur vera dáin en ekki þau. Og hann sá að í einu horni vel uppröðuðunum kistum, pinklum og hásgögnum. Það voru hlutirnir hans, alveg óbreyttir síðan hann fór. Hann skyldi þá eftir um sinn.
Andri var lengi þekktur sem skrýtni kallinn undir Tunglinu. Hann bjó í risinu á húsinu þar sem stór hálfmáni var teiknaður utan um risgluggann. Þar leigið hann og sat oftar en ekki út í glugga horfandi neðan úr tunglinu. Hann gerði sér varla grein fyrir því að hann átti svo mikið af peningum að hann gæti þess vegna keypt upp alla húsalengjunna.
En Andra stóð á sama. Hann hætti ekki að skrifa og árlega komu út á Íslandsmarkaði mjög súrrealískar bækur eftir ruglkollinn úr tunglinu. Bækur um ráðvillt fólk sem átti hvergi heima.
Seinna meir gifti Andri sig pizzusendli og byggði utan um þau stórfurðulegt og risa stórt hús út sveit rétt utan við borgina. Það má kannski segja að þau hafi lifa svona nokkuð hamingjusöm til æviloka, svo langt sem það nær.
En inn í húsinu hafði Andri gert sér herbergi. Og útbúið það nákvæmlega eins og herbergið hans hafði verið. Þar raðaði hann upp hlutunum sem höfðu verið lengi vel geymdir upp á háalofti. Og þar fór hann og lét pizzusendilinn óáreittan.
Herbergið var grænt. Alveg yndislega grænt. Andri fékk tár í augum. Hann var loksins kominn heim.
Þegar hann lagðist niður í rúmið með hendur undir höfði og með lokuð augun fannst honum eins og ekkert hafði gerst. Hann ætti heima í óendalegu öryggi og bakvið dyrnar biðu foreldrar hans. Hann þorði ekki að fara út úr herberginu og sjá að svo væri ekki.
Svo hann fór aldrei aftur úr herberginu.