Rauð, gul, brún og svört laufblöð dönsuðu um í haustsólinni. Vindurinn lamdi og sló gangandi vegfarendur með harðri hendi. Kvaldi og píndi alla þá sem dirfðust að fara út úr húsi. Gamall maður og lítil stúlka með gyllta lokka voru ein af þeim sem voguðu sér að storka vindinum. Littla stelpan hélt á fallegri, blóðrauðri rós í annarri hendinni. Vindurinn gerði hvað sem hann gat til að hrifsa rauðu rósina en telpan hélt henni fastri. Hann baulaði en telpan sýndi því enga eftirtekt og valhoppaði um af kátínu svo gullna hárið skoppaði um tággrannt bakið.
,,Afi! Hvað fannst þér skemmtilegt að gera þegar þú varst lítill?,” spurði stelpan aldraðann karlinn.
,,Æ, ég er svo gamall. Það man ég ekki.”
,,Finnst þér laufin ekki falleg afi?”
Gamlinginn horfði í kringum sig gegnum þungu augnbrúnirnar. Hann lyfti öxlum muldrandi en áfram hélt spurningaflæði barnsins: ,,Hvað finnst þér fallegt?”
Stelpan valhoppaði í kringum karlinn, veifandi rósinni og mændi forvitinn á hann með sínu stóru brúnu augum. Sá gamli hugsaði sig lengi um.
,,Ekki minnist ég þess að hafa séð eitthvað fallegt.”
,,Fannst þér amma ekki falleg?”
Hann hugsaði til gömlu sínöldrandi kerlingarinna.
,,Nei, ekkert frekar en laufin.”
,,Elskaðir þú þá hana aldrei?”
,,Af hverju ætti ég að elska hana?”
Hann horfði hissa á barnið sem starði á móti. Honum fannst líkt og brúnu, undirskála augun ætluðu gleipa sig.
Þau héldu áfram. Vindurinn skammaðist en áfram gengu þau. Hinum megin við götuna gekk ungt par flissandi. Drengurinn var óvenju hávaxinn og þurfti að beyja sig niður til að kyssa stúlkuna. Þau virtust svo hamingjusöm. Gamlinginn starði á parið. Hann mundi ekki eftir að hafa nokkurn tíman verð hamingjusamur. Ekki eins og þau allavega.
Allt í einu hljóp einn strákur yfir götuna með skerandi stríðsóp og kastaði sé yfir hávaxna drenginn. Strákarnir slógust á meðan stúlkan stóð hjá veinandi. Öldungurinn minntist ekki hafa lent nokkurn tíman í slag. Mundi hvorki eftir reiði né hatri. Ást, gleði eða samúð. Hann vissi hvað þessi fyrirbæru væru en hvernig eða hvaðan þær upplýsingar komu hafði hann ekki hugmynd um.
,,Getur þú ekki stoppað þá afi?”
,,Æ, ég nenni ekki að blanda mér í svona vitleysu.”
,,Af hverju er þeir að slást?” spurði litla telpan agndofa.
,,Ætli það sé ekki afbrýðisemi.”
,,Hefur þú einhvern tíman verið afbrýðisamur, afi?”
,,Nei, það held ég ekki,” svaraði sá gamli og hnikklaði brýnnar. Hann skildi ekki til hvers fólk hagaði sér svona og það út af ást. Hann hristi hausinn, hélt áfram og telpan hoppaði á eftir. Þau gengu fram hjá kirkjugarði og sáu fólk standa saman í hnapp við opna gröf en yfir fólkinu gnæfði prestur og ávarpaði lýðinn. Allri voru hágrátandi.
,,Hefur þú einhvern tíman grátið, afi?”
Öldungurinn leit á stelpuna. Hún hélt á rósinni beint undir nefinu en tár streymdu niður kinnarnar. Hann leit undan, hnikklaði brýnnar. Neðri vörin titraði. Hann hugsaði lengi vel.
,,Nei, ég hef aldrei séð tilganginn í því að gráta. Tár breyta ekki neinu.”
Þau heyrðu prestinn fara með orð Guðs af miklum tilfinningahita.
,,Ég hef heldur aldrei trúað á neitt og allra síst Guði eða gamlar skruddur,” hreitti hann út úr sér. Hann leit í áttina að barninu en þá var það horfið. Telpan með gylltu lokkana hafði horfið. Hann horfði í kringum sig en sá hana hvergi. Karlinn ætlaði að fara kalla nafn hennar en mundi þá ekki hvað það var.
Hafði stelpan átt sér nafn? Hann hafði nafn svo hún hlyti að eiga sér heiti líka. Eða hét hann eitthvað? Eitthvað hlyti hann að vera kallaður? Nei, hann mundi það ekki.
Hann starði alls staðar í kringum sig en sá ekkert og engan sem hann kannaðist við. Fólkið fór nú að streyma út úr kirkjugarðinum. Gamall og stirður eins og hann var komst hann ekki hjá mannfjöldanum en fólkið gekk bara í gegnum hann. Eins og hann væri ekki til. Hann var ekki til. Hafði hann kannski aldrei verið til?
Loks var allt fólkið farið og sá hann þá litlu telpuna með ljósu lokkana og brúnu augun. Hún stóð yfir opinni gröfinni. Telpan kasstaði rauðu rósinni ofan í gröfina. Tár léku niður bústnar kinnarnar. ,,Bless, afi. Ég mun sakna þín.”
Eftir Jóhönnu Margréti Sigurðardóttu
Why be normal, when strange is much more interesting