“The best thing one can do when it's raining is to let it rain.”
- Henry Wadsworth Longfellow
Það var hætt að rigna. Loksins. Ég opna augun. Skyndilega. Með erfiðismunum. Blikkaði einum of oft. Stírunar byrgja mér sýn. Ég nudda augun. Með annari hendi. Samt alltof erfitt að opna þau. Augnalokin þung. Ég er dauðþreyttur ennþá. Það er alltof alltof heitt hérna inni. Heiðgul sólin skín inn um gluggann. Beint í blágráu augun mín. Brennheitir geislar hennar pikka stríðnislega á augnlokin til þess að vekja mig af þessum óværa svefni. Mig var að dreyma. Óþægilega. Ég lít til hliðar. Sljóum augum. Á hana. Þetta var þá enginn draumur. Ég trúi því ekki hvernig við enduðum hérna. Og ég með handleggina utan um hana. Daufur sápuilmur úr hrafntinnusvarta og fíngerða hárinu minnir mig örlítið á ávöxt. Græn epli. Fersk. Silkimjúkt. Hún andar djúpt. Taktfast. Hún virðist sofa ennþá. Ég þori ekki að hreyfa mig. Leiði því hugann að liðinni nótt….
Ég var að keyra. Umlukinn myrkri í allar áttir. Vildi hreinsa hugann. Keyrði bara um. Stefnulaust. Creedence Clearwater sem ferðafélaga. Who’ll stop the rain. Viðeigandi. Það ringdi heilan helvítis helling. Eins og hellt væri úr fötu. Rúðuþurkurnar höfðu varla við þessu ímyndaða syndaflóði. Þá allt í einu sá ég dökka veru í vegakantinum. Stúlka. Hún var illa klædd. Kuldalega. Holdvot. Ísköld. Enda október meira en hálfnaður. Rigningin var búin að gegndrepa hana. Fötin voru límd við hana. Ég skrúfaði niður rúðuna. Spurði hvort henni væri ekki kalt. Hvort hún vildi far? Hún starði beint í augun á mér. Kvik hafblá augu hennar lýstust upp í spurn. Hálfbrosti. Aðlaðandi brosi. Rigningarvatnið var búið að líma nokkra silkisíða, óstýrláta lokka fasta við fagurlöguð kinnbein hennar. Það var eins og svart leikhústjald fyrir fríðu andlitinu og bláum sindrandi augum hennar. Eitt sinn þekkti ég hana. Í grunnskóla. Þá vorum við óaðskiljanlegir vinir. Eitthvað gerðist, við misstum allt samband. Ætli Stefanía hafi ekki hrakið hana frá mér. Fyrsta kærastan mín. Hún entist ekki lengi eftir það. Tíminn leið og við færðumst yfir í menntó. Ég fylgdist oft með henni þegar við vorum í eyðunum. Í laumi. Eiginlega alltaf. Hún vissi það ekki. Þá. Hún settist inn í bílinn. Ég setti miðstöðina á fullt. Hún var með bláleitan blæ á votum vörunum. Tennurnar í henni glömruðu rosalega. Hátt. Ég þorði varla að spyrja hana hversvegna hún væri svona blaut og hvert í veröldinni hún væri að fara. Ég lét það ógert. Vildi leyfa henni að eiga frumkvæðið. Gefa henni svigrúm. Ég vissi heldur ekki alveg hvernig skyldi bregðast við. Óþekktar aðstæður. Ég meina lagleg stelpa í bílnum mínum. Sjaldgæfar aðstæður. Allt í einu opnaði hún munninn og byrjaði að segja frá. Feimnislega. Röddin. Þýð. Kvenleg og viðkvæm. Mjúk. Minnti mig á karamellu. Ég mundi að það var einstaklega erfitt að einbeita sér að því sem hún var að segja. Hún hafði víst verið í göngutúr en gleymt regnhlífinni sinni. Ég tók þessu sem gildu. Man að ég óskaði þess helst af öllu að hún myndi aldrei þagna. Ég var algjörlega heillaður af henni. Að tala við hana var svo kunnuglegt. Eins og við hefðum þekkst í mörg ár. Þó við hefðum ekki talast við í rúm 4 og hálft ár. Við ræddum allt milli himins og jarðar. Allt mögulegt, frá tónlist yfir í bækur. Það var svo róandi. Skemmtilegt. Áhugavert. Ég hafði ekki skemmt mér svona vel í langan tíma. Hún var svo krúttlega feimin að það gerði hana aðlaðandi. Varð stundum algjörlega laxableik í framan. Af feimni.
Ég vissi ekki fyrr en við vorum stödd fyrir framan húsið sem ég leigi. Hvert átti ég að fara með hana? Jújú hún mátti alveg vera hjá mér. Hún var svo einlæg í bón sinni. Um að fá að vera. Varir hennar voru ekki eins bláleitar lengur. Ég sá samt að hún var að reyna sitt besta til að fela kuldahrollinn. Skalf eins og lauf í vindi. Samt var vel heitt í bílnum. Ég drap á bílnum. Opnaði bílhurðina fyrir henni. Eins og herramanni sæmir. Hleypti henni inn í íbúðina mína. Engin höll. Ég tæplega prins heldur.
Ég sýndi henni mitt herbergi. Einfalt. Strákaherbergi. Skrifborð, fataskápur, tölva, tvíbreitt rúm. Náttborð. Myrkragardínur. Ég þakkaði öllum góðum vættum í huganum fyrir að hafa tekið til í því daginn áður. Engar óhreinar nærbuxur á gólfinu. Hjúkk! Ég vildi frekar fá að sofa í sófanum. Hann var óþægilegri. Hálf laskaðir gormar. Fötin voru ennþá hálfblaut. Þvöl og köld. Hún hnerraði. Ég fann handa henni bol í skápnum mínum Stutterma. Svarbláan. Hún lokaði á eftir sér hurðinni. Ég hélt að sófanum. Háttaði mig. Breiddi yfir mig teppið. Reyndi að sofna.
Seint. Seint um nóttina. Svartamyrkur. Flauelsmjúkt. Tannaglamur. Ég hrökk upp. Hún stóð þarna. Fyrir framan sófann. Opinberun í kvenlíkama. Yfir mér. Svo ótrúlega falleg. Draumkennd. Ólýsanleg. Bolurinn minn náði henni niður að hnjám. Kynæsandi. Ég starði móleitum heitum augum í hennar djúpu hafbláu. Kom ekki upp orði. Hún horfði á biðjandi á mig. Blikandi augum. Tennurnar í henni virtust glamra. Ennþá. Ég lyfti upp teppinu. Hún steig upp í plásslítinn sófann til mín. Brotthætt. Líkt og fiðrildi. Ísköld. Líkami hennar virtist falla fullkomlega að mínum. Við lágum þétt saman. Ég á hlið. Hún á móti. Snéri að mér. Myrkrið skýldi okkur. Allt í einu heyrðist hvísl. Hunangsblíð rödd hennar. Örlítið rám. Hvíslaði að mér að hún vissi. Allan tímann. Það að ég hafi verið að fylgjast með henni. Öll þessi ár. Svo hjúfraði hún sig upp að mér. Það var notalegt. Í þessu dökka húmi nætur. Mér var svo heitt að ég hefði getað bráðnað. Hún svo ótrúlega köld. Ég hlýjaði henni. Hélt utan um hana. Ég vissi að hún var sofnuð. Næstum hætt að skjálfa úr kulda. Andardráttur hennar. Mildur. Djúpur. Í fangi mér. Með handlegginn utan um hana. Fallega svart hárið hennar kítlaði mig í framan. Ég sofnaði löngu löngu seinna.
Ég er búinn að vera vakandi í góðan hálftíma. Brjótandi heilann. Í ólgandi hafsjó minninga. Þori alls ekki að hreyfa mig. Vil helst ekki vekja hana. Ekki fyrir alla muni. Samt. Tók ákvörðun. Töfrar liðinar nætur voru brostnir. Í morgunskímunni. Lyfti handleggnum varlega. Mjaka mér upp. Með kænsku. Kyssi hana. Varlega og ofurlétt á ennið. Læddist út. Lét mig hverfa. Út í sólina. Lokaði stofudyrunum varlega. Hélt út í sólskinið.
Í sama bili opnaði hún augun.
“Life's like a dick, it gets hard for no reason”