Fagnað í landi risanna. Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.
*
Það var veisla.
Öllum var boðið.
Hans háting boðaði alla landsmenn á fund sinn, hann var haldinn í hátíðargarðinum. Efni fagnaðar og frétta í konungsríkinu var nýfundið gæludýr leiðtogans.
Sendiboði hans uppgvötaði það er hann sneri heim úr opinberum verslunarleiðangri. Skeppnan var í ölskassa konungs.
Hans hátign var mikið fyrir ölið.
Sendiboðinn áleit dýrið fyrst vera boðflennu, mikla ólukkukráku og þjóf. Það skildi finna fyrir því og sendiboðinn fá fundinn launaðann.
*
“Athyglisverð,” byrjaði ráðgjafin, “þessi padda. Svo lík okkur á marga vegu, en samt svo frábrugðin.” Hann gekk hringi í kringum áhugalausa konunginn sem vildi bara traðka á pöddunni og komast í ölið sitt. “Eftir miklar rannsóknir, sem innifólu stækkunargler, hef ég komist að því að andlitsdrættir hennar eru mjög svippaðir okkar. Líkamsbygging líka. Aftur á móti er húðlitur hennar allt annar en okkar. Mun dekkri. Hvað skildi slík padda heita?” Spurði hann.
Gráðugi sendiboðinn sat óþreyjufullur í stól við endann á salnum. Hann stóð upp og hrópaði hálfpartinn: “Besta nafn fyrir pöddu sem þessa er dauður þjófur!”
“En kæri vinur, erum við sannfærðir um að fyrirhugur hennar, hafi hug yfirhöfuð, hafi verið slíkur. Þjófnaður, virkilega. Gæti hún loftað öli? Drekkur hún? Borðar hún? Andar hún? Við þurfum að rannsaka allt þetta áður en dæmum hana.”
Skyndilega heyrðist dauft bergmál í herberginu: “Mætti ég komast að? Fyrirgefiði.”
Eftir miklar rannsóknir komst ráðgjafinn að því að paddan hafði gefið frá sér hljóðið.
*
Paddan hafði víst nafn og kynstofn og eigin heim fullan af öðrum pöddum. Eða “mannverum” eins og paddan, sem hét víst Guðlaugur útskýrði. Guðlaugur bað þá samt um að kalla sig Gulla.
Gulli útskýrði fyrir skyndilega áhugasama leiðtoganum og undirmönnum hans að í heimi sínum væru allir á stærð við hann. Að í sínum heimi taldist Gulli stór.
Hann útskýrði húðlitinn líka fyrir þeim. Hann útskýrði að hann kæmi frá stað þar sem fólk væri til í öllum stærðum og gerðum og litum og að það eina sem skildi þau að væri stærðir, gerðir og litir.
Gulli sagðist ekki vita hvernig hann hafnaði í konuglega ölinu og að hann ætlaði aldrei að stela því.
*
Þögn sló á herbergið.
Gulli nötraði af ótta.
Átti virkilega að traðka á honum? Hversvegna átti að traðka á honum? Í hvaða fucking heimi var hann? Af hverju voru allir svona fucking stórir og drykkfelldir.
*
“Fariði út!” Þrumaði hans hátign: “Ég vil ræða við hann ‘Gulla’ lítillega í einrúmi.”
*
Sendiboðinn og ráðgjafinn hlupu báðir hálfpartinn út, óttaslegnir sem aldrei fyrr.
“Þið skuluð boða til veislu!” hrópaði kongur á eftir þeim: “Það er fagnaðarefni! Ég hef hér með eignast nýtt gæludýr!” Eftir að hurðin lokaðist á eftir þeim bætti konugur við í hálfum hljóðum: “Nýjan vin. Vin.”
Hans hátign gerði heiðarlega tilraun til þess að horfa í augun á Gulla þegar hann sagði: “Guðlaugur, ég er skelfilega einmanna. Enginn vill neitt með mig hafa.
Allt frá andláti konu minnar hef ég verið einn, með ölinu. Illa lyktandi og skapstór. Þjónustustúlkunar neita að þrífa mig, orðið.”
Gulli reyndi að skilja hversvegna risinn átti það erfitt.
*
Upp kom mikil vinátta.
Gulli þorði engu öðru.
*
En þegar komið var að veisluhöldunum sá konugur eitthvað breytt við gæludýrið sitt.
Það var hætt að tala, og hreyfa sig, og anda (hélt konungur, það var virkilega enginn leið fyrir konung að sjá það.
*
Í fyrsta sinn frá dauða konu sinnar grét konu sinnar.
Hann potaði í Gulla.
Konungur sat einn og grét með búrið í fanginu á meðan þegnar hans skemmtu sér fyrir utan.
“Gulli, vaknaðu Gulli. Gulli, ekki deyja Gulli. Gulli, ég elska þig.”
Við þau orð vaknaði Guðlaugur sem útskýrði fyrir konug að hann þyrfti að komast heim, vegna þess að hann myndi deyja fengi hann ekki mat og drykk sem líkami hans gæti brotið niður.
Fyrst þá gerði konungur sér grein fyrir þvi að lífverur þurfa mat og leið hálfkjánalega með alla jörðuðu risakettina sína.
*
Konungur skipaði fjögura skipa fylgilið til þess að koma Gulla sínum heim.
*
Og aldrei átti konungur aðra einmannlega nótt.
Hann hugsaði til Gulla oft og mundi að gefa risa-hamstrinum sínum að borða.