Nývöknuð. Ringluð. Undarlegt með öllu. Hans hlið yfirgefin. Tóm. Skreiðist fram úr. Ristaða brauðið var óætt. Bragðaðist eins og þurr pappi….eitthvað er öðruvísi.
Hann var ekki vanur að laumast burt. Alltaf þegar hún, brúneygða hamingjusólin hans heimsótti Draumalandið. Þetta var ekki í fyrsta skipti En hann hafði gert það undanfarna daga. Læðst burt. Hægt og hljótt. Létt og laggott. Í hinn enda bæjarins. Til hennar. Þeirrar með stóru tindrandi augun og brúnsvarta hárið. Húmdökka konan. Þessa síðustu daga vissi hann. Hann vissi og grunaði. Að sú sem hann elskaði grunaði eitthvað. Sem hún mátti ekki vita. Né komast að. Ekki strax. Litla leyndarmálinu. Hann vildi ekki segja neitt. Ekki strax. Fyrst varð að skipuleggja sig. Eins og köttur og mús. Uglan og músin. Í hinu örugga skjóli hjá hinni. Hann vissi það vel. Ljótt að ljúga. Sagði mamma. Hann skeytti því engu. Sópaði því bara undir teppi í sínum vel teppalagða huga. Því fylgdi sársauki. Djúpur. Skerandi. Geta ekki sagt sannleikann. Sektarkennd yfir nauðsynlegri þörf til að vernda leyndarmálið. Fara skal öllu með gát. Þetta mátti ekki fréttast. Ekki strax. En hann vanmat algjörlega mátt kvennadeildar þessarar jarðar. Kona kemst að nánast öllu. Sé sannur vilji fyrir hendi. Hann vissi það í hjarta sínu. En kaus að loka augunum fyrir því. Hefði betur sleppt því.
Í þessum töluðu orðum hafði hans heittelskaða elt hann uppi. Hún horfði á hann. Einblínandi. Blinduð af stundarhatri. Bylmingshögg af réttlátri reiði. Stingandi, nístandi sorg í hjartalokunni. Horfði á hvernig hann læddist. Flóttalega. Fullur af sekt. Upp tröppurnar. Til hennar. Elstu og bestu vinkonu. Æskuvinkonunnar. Svo þarna hafði hann haldið sig. Þessar tvær til þrjár vikur. Þetta var of mikið. Of sárt. Framhjáhaldari? Svo fráleitt en samt borðleggjandi. Eina skýringin. Í huganum tvinnaði hún saman verstu blótsyrði sem hún kunni. Sem hún mundi. Óforskammaði og óforsvaranlegi maður! Hún gat næstum heyrt hjarta sitt bresta lítið eitt. Hann skyldi standa fyrir svörum. Það strax. Næsta dag myndi hún grípa hann að verki. Krefjast svara. Þannig fór það.
Hinn næsti dagur. Langþráður. Lífið er fullt af misskilningi. Í hvers kyns búningi. Þannig er það bara. Í þessu tilfelli var það regin misskilningur. Upp komast svik um síðir. Hún gómaði þau bæði í dyrunum. Æskuvinkonuna og hinn óforskammaði. Hún glennti upp brúnu augun í geðshræringu þegar hún bar upp sökina. Glyrða og hryllilegur framhjáhaldari. Þau seku stokkroðnuðu. Önnur af skömm. Hinn af reiði. Hann stikaði til þeirrar brúneygðu og tók hana í faðm sér. Það sem hún ætlaði svoleiðis að berjast um og koma höggi á hann. Allt þar til hann hvíslaði ofur hljóðlega í hennar fíngerða eyra: ,,?Þú átt afmæli eftir hálfan mánuð kjáninn þinn!” Allt í einu rann upp fyrir þeirri fallega brúneygðu ljós. Örmagna féll hún saman. Brotnaði alveg niður. Titrandi af adrenalíni rann tárblandaður maskarinn og skildi eftir rákir á bolnum hans. Svarta læki. Bolurinn ónýtur og eyðilagður. Það gerði ekkert til. Fyrirgefningin er sterkust. Þar sem syndir eru játaðar og misskilningi eytt. Þar er fyrirgefningin. Útskýrðu fyrir henni að ekkert væri framhjáhaldið. Þau hefðu einungis hist á laun til að útbúa úrklippubók. Ljósmynda. Samanafn sælla minninga og ástar. Afmælisgjöf frá þeim báðum. Handa þeirri brúneygðu. Æskuvinkonan reiðileg og sármóðguð undan þessum ásökunum. Skiljanlega. En þær sættust þó að lokum. Líka hann og hún. Hjörtu þeirra sameinuð í eldheitum kossi fyrirgefningar. Misskilningurinn heyrði sögunni til.
Undarlegt fyrirbæri. Þessi ást. Eina sanna ást. Það fagra í lífinu er að þú elskar aldrei neina manneskju jarðar eins. Á sama hátt. Ástin er svo breytileg. Mismunandi en samt eins. Margslungin og magnþrungin. Hún skellur á mann. Full af krafti. Líkt og öldur sjávar. Máttur en hennar er ólýsanlegur. Þannig mun það haldast um ókomna tíð og tíma. Það sama mun gilda um fyrirgefninguna.
“Life's like a dick, it gets hard for no reason”