elvíti látið eftir. Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.
*
Hann stóð yfir kjökrandi stjúpdóturinni, buguð móðirinn sat í næsta herbergi. Afsakið ofurdramatíska innganginn, en mig dreymir lúmkst að skrifa eins og hver annar íslenskur formúlu rithöfundur.
Synd hennar var í alvörunni ekki nógu stór til þess að verðskulda þessa refsingu en þetta en hann hafði afar takmarkaða stjórn á skapi sínu. Hann lét algjörlega stjórnast af einum litning þegar honum misbauð eitthvað. Hann var ekki týpískur ofbeldismaður að því leyti að hann var vel yfir meðalgreind. Þessvegna kallaði hann stjúpdóttur sína heimska mellu þegar hann veittist fyrst að henni. Þrátt fyrir óþarflega sterkt orðbragð stóð hann á réttu, stjúpdóttir hans vissulega mella og hún var nautheimsk samanborið við hann. Þegar hann veittist að henni var hún nýbúinn að segja móður sinni að hún væri ólétt og vissi ekki fyrir víst hver barnsfaðirinn var.
Eftir að hann veitist að henni færði móðirinn sig inn í næsta herbergi þar sem hún sat í þögulli efirsjá.
*
Hún kynntist þessum manni sem leit út fyrir að vera svo indæl þegar óskilgetni bastarðurinn hennar var bara fimm ára, honum líkaði vel við þær báðar og var fljótt fluttur inn til þeirra. Hann nam himnaríki en var að skilja eftir sig helvíti.
*
“Hvernig geturðu verið svona heimsk? Ég trúi því varla að ég hafi alið þig upp.” öskraði hann og sló stelpuna utan undir. Berserkur í fílabeinsturni. “Ég vildi óska að þú hefðir ekki gert það.” sagði stelpan sem gat þó alltaf svarað fyrir sig með orðum, líkamlega hafði hún enga burði í hann og sálfræðilega var hún ekki nógu sterk á þessari stundu til þess að þola þetta.
Ofbeldið hófst þegar fjölskyldulíf fyrrum indæla stjúpföðursins byrjaði að koma í veg fyrir að hann gat látið fullorðinsdrauma sína rætast. Honum bauðst starf í New York í verðbréfamiðlun, sem honum hafði dreymt um frá því að draumar hans urðu skynsamir. Þegar draumar hans voru enn alvöru draumar vildi hann ekkert frekar en að vera svertingi, fyrir það vildi hann vera Dúmbó. Þegar hann sætti sig við að vera hvítur vildi hann vera ríkur, honum þetta það tengjast á einhvern yfirnátturulegan hátt, og að losna af þessum skítna klakka. Þar sem allt var svo lítið, grátt, fátækt, einfalt og ljótt. Vanþakkláta stórborgarsnobb, ég vil ekki vita fegurri stað en Reykjavík.
*
Þeim mun lengur sem hann var fangi á eigin móðurlandi þótti honum stelpan, akkerið sem hélt honum þar, vera sífellt heimskari. Hann kom fram við hana eins og hún væri sífellt að verða það og hún hagaði sér samkvæmt því. Tók sífellt verri ákvarðanir. Byrjaði að drekka áður en hún byrjaði gagnfræðiskóla, byrjaði reykja liggur við daginn sem hún lærði orðið “gagnfræðiskóli” og varð ólétt árið sem hún var að klára gagnfræðiskóla.
*
“Þú lætur eyða þessu!” heyrði bugaða konan í næsta herbergi. “Nei!” öskraði stelpan sem þráði ekkert frekar en fara á þann stað sem enginn líktist hrelli hennar. Næst heyrði sorgmædda kona dauft högg og hátt öskur ungrar stúlku. “Ég vil ekkert sjá neitt líkt þér í þessum heimi! Skilurðu það?”
Hann rauk út og skellti hurðinni aftur sér, muldrandi: “Andskotans heimski krakkaskítur.”
*
Móðirinn sat í dágóða stund í sársaukafullu adrenalín sjokki áður en hún fór til grátandi dóttur sinnar sem liggur í grúfu með báðar hendur á maga sínum.
Hún stendur í dyragættinni. Stelpan segir á milli andkafa: “Hann sparkaði í magan á mér mamma.” og “Hann reyndi að drepa barnið mitt.”
Móðirinn stóð, yfir grátandi dóttur hennar. Hver einasta ákvörðun sem hafði tekið fram að þessu leiddi að grátandi, ráðavilltri ungri stelpu á gólfinu. Þetta hlaut að vera henni að kenna.
*
Bugaða móðirinn reyndi að gráta, en hún hafði það ekki í sér.