Við gengum um með litlu skólatöskurnar okkar á bakinu og horfðum á rauð, gul og svört laufin svíva um með vindinum. Naktar trjágreinar gnæfðu yfir höfðum okkur með fram göngustígnum og haustsólin faldi sig bakvið þykk ský.
,,Haustin eru alltaf svo falleg hér. Miklu fallegri en í Afríku,” sagði Charlie sem gekk við hlið mér með batman skólatöskuna sína.
,,Mamma er núna upp í sumarbústað á Þingvöllum að mála. Hún segir að náttúran hérna á Íslandi sé fegurst á haustin svo hún fær mest borgað fyrir slíkar náttúrulífsmyndir.”
,,Finnst þér gaman að mála eins og mamma þín?”
,,Nei, ekkert sérstaklega. Mamma skammar mig alltaf ef ég fikta í málingardótinu hennar þess vegna ætla ég aldrei að mála. Ég ætla heldur aldrei að horfa á fréttir. Ég hata fréttirnar. Mamma og pabbi verða svo pirruð ef ég tala við þau á meðan fréttatíminn er. Fréttir sökka! Skil ekki af hverju þau vilja svona mikið horfa á þetta drasl. Mér finnst miklu skemmtilegra að veiða fisk með afa.”
,,Ég fór með fjölskyldu minni að veiða fisk síðasta sumar og pabbi veiddi svona stóran fisk,” sagði hann og teygði út handleggina eins langt frá búkknum og hann gat.
,,Það er ekkert. Afi minn var sko sjómaður og hann veiddi hval sem var eitt og hálft tonn.”
,,Já, en hann getur ekki hafa veitt hann einn.”
,,Víst hann veiddi hann upp á eigin spýtur,” sagði ég og setti lygaramerki á hægri hönd fyrir aftan bak.
,,Nei, þú lýgur því.”
,,Segi dag satt.”
,,Mamma, sagði mér sögu af langalangalangalanga afa sínum sem bjargaði Afríku frá hryllilegu skrímsli. Hann bjó í littlu þorpi ásamt tveimur konum sínum og tólf börnum. Hann var hæsti og sterkasti maðurinn í þorpinu. Hann var svo hávaxinn að hann sá hátt yfir öll trén í frumskóginum. Hann hafði líka augu rándýrs og gat séð bráð í órafjarlægð. Enginn í allri Afríku, hvað þá í öllum heiminum, var jafn góður veiðimaður og hann. Það var meiri segja sagt að hann gat talað við dýr.
Hann var líka rosalega klár og gat læknað marga sjúkdóma úr jurtum og plöntum sem hann maul niður. Fullt af fólki kom til hans úr öðrum þorpum til að biðja um lækningar.
Einn daginn kom boðsendari frá öðru þorpi til hans að biðja um hjálp. Það hafði sést til tígrisdýrs nálægt þorpi boðsendarans og skepnan hafði drepið nokkur lömb og kýr. Meira að segja ráðist á eitt barn,” Charlie gerði hlé á máli sínu.
Ég saup hveljur og horfði á hann heilluð af sögunni.
,,Langalangalangalanglang afi flýtti sér af stað með besta spjótt sitt og hníf en þegar hann kom til þorpsins var það of seint. Það var allt í rúst. Tígrisdýrið var búið að éta alla þorpsbúanna með tölu. Bærinn var málaður blóði.
Langalangalangalangalanga afi leitaði dögum saman að tígrisdýrinu. Hann varð svo reiður út í skepnuna að hann vildi gera hvað sem er til að ná því. Hann var í burtu vikum saman en fann það hvergi. Loks gafst hann upp og lagði af stað heim aftur en þá fann tígrisdýrið hann.
Tígrisdýrið fann langalangalangalangalanga afa þar sem hann sat á hækjum sér við árbakka og drakk vatn. Afi leit upp og starði framan í stærsta og ógurlegasta tígrisdýr sem hafði nokkurn tíman sést í Afríku. Það var hærri en hann á fjórum fótum. Hærri en langalangalangalangalanga afi sem var hæsstur allra. Búkurinn var jafn langur og líkami fílls og munnurinn gat gleypt flóðhest í heilu lagi. Tennurar voru skelfilegar.
Varð afi hræddur? Ó, nei hann starði framan í gul augu skepnunnar óhikað. Hann var ekki hræddur við neitt.”
,,Hvað gerðist svo? Réðist tígrisdýrið á hann? Bjargaðist hann?”
,,Uusss, leyfðu mér að klára. Þarna sat hann við ánna og starði framan í dýrið. Hann vissi ekki hvað hann ætti að gera en hann vildi ekki leggja til athlögu fyrst. Þá gæti farið verra. Hann beið átekta og störðu þeir þarna á hvorn annan. Þar til allt í einu gekk tígrisdýrið burt. Skepnan sást aldrei framar. Enginn vissi hvers vegna en sumir telja að afi hafi talað við skrímslið. Aðrir segja að langalangalangalang afi hafi búið yfir dáleiðsluhæfileikum eða þá að aðeins augnaráð afa hafi verið nóg til að hræða skrímslið á braut.”
,,Var honum ekki fagnað þegar hann kom heim?”
,,Jú, auðvitað. Honum var fagnað sem konungi og það var haldin stórkostleg veisla í sjö daga og sjö nætur.”
,,Hvernig heldur þú að langa afi þinn hafi farið að því að stjórna tígrisdýrinu?”
,,Ég held að það sé líklegast að hann hafi búið yfir eins konar dáleiðsluhæfileikum. Mér finnst það bara hljóma líklegast.”
,,Hvað varð um hann eftir þetta?”
,,Hann dó minnir mig. Man ekki hvernig eða hvers vegna.”
Við gengum í þögn um stund.
,,Hvernig líður mömmu þinni? Ef hún er komin út úr spítalanum þá hlýtur henni að vera að batna er það ekki? Ég meina, hún er núna alein á Þingvöllum upp í bústað,” spurði hann.
Ég horfði á skær grænu nike skóna mína og faldi anlditið bakvið sítt, þykkt hárið svo Charlie gæti ekki séð tárin sem ætluðu sér að brjótast fram.
,,Jú, henni líður betur eins og er en læknarnir vita samt ekki hvað hún á mikið eftir. Krabbameinið er komið langt á leið. Henni er samt búið að líða mjög vel undan farnar vikur og þess vegna ákvað hún að skreppa í bústað í nokkra daga. Hún vildi fá aðeins frið upp í sveitinni og tíma til að hugsa.”
Ég minntist ekkert á það að foreldrar mínir höfðu rifist rétt áður en hún fór eða að rifrildi þeirra hafði haldið mér vöku langt fram á nótt og þess vegna hafði ég verið úrill í allan dag. Talaði ekkert um að þau höfðu verið að rífast óvenju oft undan farið og í hvert skipti sem þau rifust setti ég tónlist í gang og stillti á hæsta valume. Ég hataði það þegar foreldrar mínir rifust en sérstaklega núna þar sem mamma var orðin svo mikið veik. Hvað ef hún dæi áður en þau gætu sæst.
,, Eigum við ekki að koma á veiðar saman næsta sumar? Eða dorga, eða eitthvað?,” spurði Charlie.
,,Já, það væri gaman.”
Ég hafði varla lokið settningunni þegar Charlie og laufblöðin hurfu og ég var aftur stödd í skrýtna heiminum. Ég var búin að ganga fram og til baka um þennan skóg og þekkti hverjan krók og kima. Ég var sífellt að fá þessar endurupplifanir. Það skipti engu hvað ég var að gera, þær komu bara upp úr þurru. Mis langar og mis ánægjulegar.


Jóhanna Margrét Sigurðardótti
Why be normal, when strange is much more interesting