KAFLI 1

Mig dreymdi draum í nótt. Draum um hvítar dúfur sem flugu hátt til himins. Það virtist sem þær stefndu til sólarinnar. Ein dúfan var öðruvísi en hinar. Hún flaug lengra frá og hélt ekki í hópinn með hinum. Hún var með svartan flekk á sér, inní miðjum flekknum var hvítur blettur. Dúfurnar flugu alltaf lengra og lengra upp þar til þær sáust ekki fyrir ofbyrtuni sem skein af sólunni. Ég er búinn að vera að hugsa hvort þessi draumur táknaði einhvað eða hvort þetta væri bara enn einn tilgangslausi draumurinn. Þetta veldur mér miklum hugaóróa hvort að ég sé dúfan með svarta flekkinn öðruvísi en allar hinar og eigi ekki heima með hópnum.
Mér líður oft sem frábrugðinni persónu, að ég sé öðruvísi. Ég held mér oft á tíðum einum og vill oft ekkjert með hin mannlegu samskipti hafa. Ég held ég sé það sem margir kalla félagsskítur, þó notast ég við orðið einvera. Það er skrítið að þó mig líði best einum, líður mér oft illa að vera einn. Þetta er orðið að vítarhringi þar sem mér líður oft illa að vera með manneskjum sem ég þekki til. Þess vegna held ég mér einum.
Einveran fer illa í mig oft. En það gerir félagsskapurinn líka. Það er sem mér líði illa allstaðar. Kanski þetta sé vegna einhverja atburða í fortíðinni eða einhvers sem er innra með mér. Dúfan sem ég hugsa um var ein og frábrugðin, henni leið örugglega einsog ég. Óttast um einhvað við félagsskapinn sem hún veit sjálf ekki hvað er.
Þetta var alls ekki svona í æsku. Það er einsog ég hafi fengið einhvað áfall og bara dottið inní einveruna. Ég geri sjaldan annað en að hugsa þegar ég er einn. Ég hugsa um tilgang lífsins og framtíðina. Tilgangur lífsins held ég er að deyja og reyna að njóta lífsins þangað til. Annars er mjög lítill tilgangur í dauðanum. Ég hef aldrei trúað á neinn guð, ekkjert frammhald. Ég held að það taki ekkjert við. Bara allt stoppar og hverfi. Það er mjög erfitt að hugsa útí dauðan því þú veist aldrei hvenær, hvernig eða hvað kemur svo.
Hugsanirnar eru ófáar sem hafa nagað mig gegnum árin, ég er hugsjónar maður sem læt sjaldan einhvað verða úr hugsunum mínum. Hugsanir mínar eru annaðhvort einhvað sem ég næ aldrei að klára eða einhvað sem er of afstætt raunveruleikanu til að framkvæma.
Ég held að þessar stóru hugsanir mínar stafi af aðgerðaleysi mínu.


Þetta er frekar hrátt og á eftir að laga mikið
ég er að skrifa skáldsögu og þetta er fyrsti kaflinn
sagan mun fjalla um félagslega einangraðan mann sem vill gott með lífið en á erfitt með að fá það.

Endilega segjið hvað ykkur finnst