Heili hennar vann ofurhratt. Á blindandi ljóshraða. Fullur af spenningi. Blindnin olli því að skynfæri hennar urðu næmari umhverfinu. Óhjákvæmilega. Þessum ljúfu, másandi djúpu bassaorðum fylgdi mjúklegur fjaðurmagnaður koss. Á öxlina. Þessa hægri. Kossinn. Varfærinn. Laufléttur. Beint við hálsinn. Hann þrýsti kossinum varlega niður. Fann daufan og ferskan ilm hennar fylla vitin. Blindur líkami hennar brást strax við þessari ástúð. Kossinn gaf henni nettan rafstraum. Sem þaut í gegnum líkama hennar. Í formi gríðarlegs og rafurmagnaðs skjálfta. Gæsahúðar. Gerði það ennþá. Eftir öll þessi ár saman. Hún brosti. Við hinum þekkta. Hann fann hvernig bros hennar myndaðist. Á kirsuberjarauðum vörum. Fann spéið í spékoppum. Smitaði á hann strákslegt bros. Gáskafullt. Hún þekkti þessa rámu rödd. Strax. Róandi ráma röddina. Ein af þessum röddum sem aldrei gleymist. Röddina sem hún fékk aldrei nóg af að heyra. Bárust syngjandi af munni þess sem hún elskaði. Og hafði gert í 23 ár.
Þetta var hann. Leikurinn þeirra. Glettnisleikurinn. Höfðu leikið þennan leik lengi. Síðan í gaggó. Nú, næstum komin á fertugsaldurinn. Allt er fertugum fært. Þannig stóðu leikar. Sem hæst. Hún losaði hendur hans varlega. Snéri sér brosandi við. Fitjaði glettnislega upp á nefið. Skælbrosandi. Þau brostu hlæjandi við hvort öðru. Líkt og kát lítil börn að leik. Áhyggjulaus í ástinni. Saman myndu þau leiðast áfram um lífið. Hoppa glaðlega um í parís ástarinnar. Þetta var þeirra leið til að halda í við æskuna. Þau myndu halda þessum leik áfram. Um ókomna tíð og tíma. Saman á dvalarheimilinu. Hrufótt af hrukkum við augun. Djúpar broshrukkur. Léku leikinn þeirra. Til að varðveita glettnislega ástfangna og síkáta æskuna. Glettin saman.
“Life's like a dick, it gets hard for no reason”