Ég vil endilega fá sem flestar ábendingar um hvað mætti betur fara :).


Himinninn var þungbúinn svo það sást hvergi til sólar. Feiknastór háhýsi voru í mélum allt í kringum Huldu þar sem hún stóð á miðri götunni. Reykur reis upp út flestum rústunum og sumstaðar stóðu bílar, þyrlur og jafnvel flugvélar út úr byggingunum. Allt virtist hafa hrunið líkt og spilaborg.
Veröldin virtist svo tóm.
Það var ekkert nema rústir. Ekki nokkur sála.
,,Halló! Er einhver hérna?,” kallaði hún.
Það barst ekkert svar. Þögnin hefði verið yfirgnæfandi ef ekki hefði verið fyrir hráslagalegan vindinn.
Hún var alein.
Skerandi krunk rauf þögnina rétt fyrir ofan hana. Hrafn flaug framhjá.
Hulda leit betur í kringum sig og sá þá að inn á milla skugga rústanna voru hrafnar út um allt.
Nætursvartar skepnurnar komu út úr rústunum og settust á bíla, jörðina eða á örfáa ljósastaura sem höfðu verið fyrmt fyrir gereyðingunni.
Hvert sem Hulda leit mætti hún illskeyttum hrafnsaugum.
Hrollur hríslaðist niður eftir hryggnum.
Tárin byrjuðu að brjótast fram. Hafði hún gert þetta? Hafði hún misst svona algjöra stjórn?
Ótinn var lamandi.
En hvar var hún? Þetta var ekki í Reykjavík eða hvað?
,,Nei, þú ert ekki í Reykjavík væna mín,” sagði djúp rödd.
Hulda snéri sér við þaðan sem röddin kom og horfði framan í horaðan, aldraðan mann. Það skrýtna var það að hann hafði engin augu. Í stað augna voru djúpar holur í andlitinu.
Huldu var brugðið en reyndi að fela hræðsluna sem heltók hana.
Húðin var svo teygð vegna hors svo enga hrukku var að sjá en það sást nákvæmlega hvernig höfuðkúpan var í laginu. Kinnbeinin voru há, kjalkinn mikill og vangarnir óhugnanlega kinnfiskasognir.
Hvítt, hrokkið hár lá sitt hvoru megin við axlirnar en húðin var óvenjuleg á litin. Hulda kom því ekki fyrir sér hvers konar litur þetta var. Það var eins og húðin væri glær eða gegnsæ.
Maðurinn brosti svo sást í litlar, beittar tennur. Andstyggilegt bros.
Hann var svartklæddur frá toppi til táa, með hanska og hélt á staf í annarri hendinni. Maðurinn var svo horaður að fötin héngu á honum eins og á herðatré.
Einn af hröfnunum settist á öxl mannsins.
,,Manst þú ekki eftir mér Hulda. Það veldur mér vonbrigðum. Ég sem legg svo mikið traust á hæfileika þínar,” sagði hann og klappaði fuglinum um leið.
,,Hver ertu?”
,,Þú kemst að því áður en yfir lýkur,” svaraði hann og glotti djöfullega. Hann snéri sér við og gargaði á alla hrafnanna á óskiljanlegri tungu og fuglarnir svöruðu ávarpi hans á sama máli.
Allir hrafnarnir hófu sig á loft samtímis. Argandi og gargandi stefndu þeir í áttina að Huldu.
Þeir voru eins og litlar svartar þotur. Hávaðinn var ærandi.
Hulda tók á rás. Þeir eltu.
Hún hljóp eins hratt og hún gat. Nú þakkaði hún fyrir að hafa æft frjálsar íþróttir í æsku.
Hún smaug sér milli húsa, heyrði hrafnagargið nálgast óðum.
Hún tók í hvern húninn á fætur öðrum í von um að einhverstaðar væri hægt að komast inn í skjól en það var allt læst. Einn af hröfnunum náði til hennar og klóraði öxlina hennar.
Hulda æpti upp yfir sig, barði fulginn og tók af stað á ný.
Hún tók í fyrsta hurðarhúninn í næsta færi. Það var opið.
Hulda skellti dyrunum á eftir sér og heyrði milljón gogga skella á hurðinni.
Hún læsti dyrunum og forðaði sér frá hurðinni.
Svitinn streymdi niður andlitið og hjartað hamaðist eins og það ætti lífið að leysa.
Hún skoðaði sig um og sá að hún var inn í blokk.
Fyrir framan hana var langur stigi. Hún gekk upp að næstu hæð þar sem var langur gangur en vinstra megin við ganginn stóðu hurðir í röð. Allar dyr lokaðar.
Hún gekk lengra inn ganginn og tók þá eftir því að hægra megin við sig voru stórir gluggar.
Hún stóð stjörf. Tímin stóð kyrr en aðeins í sekúndubrot því hrafnarnir höfðu líka tekið eftir gluggunum.
Hún hljóp inn með fram ganginum og braði á hverja hurð á fætur annarri.
,,Hjálp! Geriði það hleypið mér inn.”
Alls staðar var læst. Hana verkjaði í hnúanna og enginn svaraði.
Hún horfði á dýrin skella sér, af fullum krafti, á rúðuna. Það rigndi glerbrotum. Þeir komu æðandi að henni.
Hún fann þúsundi gogga og klóa læsast um holdið.
Þeir réðust á hana og kroppuðu í hana. Hulda öskraði, sparkaði og barði frá sér af öllum lífs og sálarkröftum en þeir héldu áfram að klóra og bíta. Sársaukinn var óbærilegur.
Hún féll á gólfið. Dýrin hópuðust að henni.
Það var sama hversu mikið hún lamdi og sló enginn af þeim, ekki einn einasti, hætti eða vék undan. Þeir héldu allir áfram að klóra og kroppa.
Smjattandi á mjúku, ljúfengu holdinu.
Hulda horfði á sitt eigið blóð leka niður munnvik skepnanna.
Síðan hrökk hún upp öskrandi.
Þetta var bara draumur.
Smám saman áttaði hún sig á því hvar hún var og leit óttaslegnum í kringum sig en það var enga fugla að sjá.
Hún sat skjálfandi í miðju rúminu hans Tomma og grét.
Hana sveið og verkjaði um allan líkamann en það var ekki eina skrámu að sjá.



Jóhanna Margrét Sigurðardótti
Why be normal, when strange is much more interesting