Hulda staulaðist um bæinn. Vissi ekki hvert hún átti að fara. Ekki gat hún farið heim. Mamma myndir spyrja óþarflegar spurningar um útlit hennar og eflaust hringja á lögregluna.
Hún ráfaði um fram og til baka í öngviti.
Binna. Hún gæti farið til Binnu. Binna myndi hvorki hringja á lögregluna án samþykkis Huldu né spyrja spurninga sem erfitt væri að svara. Þannig var Binna. Hún var alltaf tilbúin til að hjálpa en blandaði sér aldrei of mikið í mál annarra. En hvar ætli Binnu sé að finna?
Aftur stóð hún ráðalaus. Kaffi rót! Hún hlyti að vera á Kaffi rót. Þangað fór hún alltaf á föstudagskvöldum. Loks hafði Hulda fundið stefnu og þrammaði af stað í átt að Hverfisgötu.
Hún kveinkaði sér við hvert skref. Hún hlyti að líta hræðilega út.
Fólkið út á götu gáfu henni hornauga en engum datt í hug að stoppa hana og spyrja hví hún væri í tættu fötunum. Hvers vegna hún væri með bólgið andlit og rispur um allan líkamann? Allir vita að í þessu samfélagi tíðkast ekki að skipta sér af ókunugum. Ekki nema þeir séu við dauðans dyr.
Skelfingin heltók hana. Hvað ef hún mætti einhverjum úr skólanum eða vinnunni? Hvað myndu þau halda? Hvað átti hún að segja?
Enn fremur hvað ætti hún að gera þegar einhver fyndi líkið af manninum og hringdi á lögguna? Nei, það myndi engin leita til hennar. Af hverju ætti einhver að spyrja hana út í þetta mál? Það hlyti að vera augljóslegt eitthvert dýr hefði drepið manninn út frá sárunum á líkama hans ef þetta voru þá alvöru dýr. Alvöru hrafnar. Þessar illu vættir höfðu fylgt henni frá því hún mundi eftir sér. Hún hafði oft þurft að belja niður skap sitt svo hún yrði ekki öðrum af voða. Yfirleitt hafði hún bölvað þessum skuggum en nú var hún þeim þakklát. Þessi viðustyggilega skepna átti árás hrafnana skilið rétt eins og pabbi…..
Loks var hún kominn að Rót. Þótt AA-fundir voru haldnir í kaffihúsinu var staðurinn fullur af emo og goth klæddum unglingum sem reyktu gras og myndi ekkert kippa sér upp við þótt barin og blóðug manneskja kæmi inn. Þarna létu allir eins og þeir ættu svo erfitt og enginn gæti verið vorkunnverðugri en þeir. Fólk sem átti svo bágt og allir höfðu sína sögu að segja. Brotnar sálir sem hópuðust saman í sjálfseyðingarhvöt sinni. Hulda var hluti af þessum hóp en enginn vissi um hversu raunverulega djúpt niðri hún var né um þá bölvun sem hvíldi á henni.
Hún gekk inn um dyrnar og flýtti sér beinustu leið inn á bað og vonaði að enginn tæki eftir sér. Hún heyrði nafn sitt kallað í fjarska en hunsaði það og flýtti sér inn og læsti á eftir sér. Hún leit í spegilinn og við henni blasti ófögur sjón. Hún fór næstum að gráta við að sjá fjólubláa og rauðblettótta kinnina svo sá hún að líkami hennar var allur út í skrámum svo tók hún eftir hendinni. Höndin var alblóðug, það draup af henni og hún fann stingandi sársauka. Af hverju hafði hún ekki tekið eftir þessu fyrr?
Hún skolaði höndina í vaskinum og sá þá að hún að það vantaði helminginn af nögl vísifingurs hægri handar.
Nöglin hlyti að hafa brotnað þegar hún klóraði manninn í faman. Hún væri eflaust á bólakafi í viðbjóðslega smettinu á manninum. Bólakafi í helvítis ógeðinu!
Hún fann enn fyrir andstyggilegum fingrum mannsins um allan líkamann. Reiðin ólgaði enn í henni. Hún öskraði og barði af öllu afli í vegginn. Aftur og aftur þar til það var komin sprunga og hana verkjaði í hnúana.
Fyrir utan heyrði hún ærandi hrafnagarg og síðan var byrjað að gogga í vegginn. Þeir gogguðu og kroppuðu.
Henni varð litið í spegilinn og horfðist í augu við sjálfan sig. Augun voru kol svört eins og dökkar holur helvítis. Hendur hennar skulfu. Hrafnar héltu áfram að gogga og garga.
Hún settist síðan niður á baðgólfið og grét. Grét þar til hún átti engin tár eftir.
Ég skirpti á lík skrímslisins í fullkomri ró en nú sit ég á baðgólfi og skelf í geðshræringu eins og reiður kjúklingur.
Minning af kjúklingunum hennar ömmu úr sveitinni skaust í huga hennar og hún sprak úr hlátri.
Hrafnarnir hættur að gogga.
Hún hló innilega. Hló þar til hún fékk krampa í magann.
Það heyrðist vængjaþytur og hrafnarnir voru farnir en skyldu eftir sig djúpar holur í veggnum utan frá og sást sumstaðar í gegn.
Loks slakaði hún á. Andardrátturinn var rólegri, hjartað hætti að hamast. Hún stóð hægt upp og lagaði sig til. Slétti pilsið og reyndi að gera gott úr skyrtunni. Leit í spegilinn og sá fagur græn augu.
Þreif sig aftur í framan og troddi hendinni ofan í vasann á jakkanum til að ná í farðadolluna sína. Dollan hafði auðvitað brotnað í hamaganginum og púðrið var allt í mélum í vasanum.
Hún reynda að nú upp eins miklu og hún gat og skellti því framan í sig. Setti eins mikið og hún gat á marblettina en þeir voru jafn áberandi og neonljós.
Á endanum gafst hún upp og fór fram. Þegar hún opnaði baðherbergisdyrnar gekk hún í flasið á Tomma svepp. Hún flýtti sér að stinga hægri höndinni, með hálfu nöglinni, ofan í vasann á jakkanum.
,,Hulda varst það þú með allan þennan hávaða? Ég hélt að þriðja heimsstyrjöldin væri hafin inn á baði. Er ekki allt í lagi?”
,,Ha? Jú, jú. Löng saga. Þurfti bara að fá smá útrás. Var ég það hávær?”
,,Hahaha… ekkert háværari en vanalega. Veistu Hulda, hvað það langt síðan ég hef séð þig,” sagði han og faðmaði hana að sér. Hún knúsaði hann treglega á móti og fann reykingastybbuna af honum. Hana langaði alls ekki að tala við hann þegar hann var út úr dópaður.
,,Elskan mín. Þú veist ekki hvað ég hef saknað þín,” sagði hann og hló hrossahlátri. ,,Hahahaha…elskan mín. Saknað þín. Hahahahh… þetta rímar fattaru?”
,,Veistu Tommi ég hef ekki tíma í þetta, ok? Ég er að leita að Binnu hefur þú séð hana?”
,,Af hverju þarftu Binnu þegar þú hefur mig? Þú veist ég elska þig og ég mun ávalt elska þig. Þú ert svo sæt.” Hann strauk henni um særðan vangann. ,,Hvað kom fyrir þig? Þú ert bólgin. Nefndu nafnið og sá skal sko finna fyrir því. Ég drep alla þá sem leggja hendur á þig. You name it baby. Ef einhver gaur er með einhverja stæl þá lúskra ég á honum. Gef honum bara einn kaldann, sko,” sagði hann og kýldi nokkrum sinnum í loftið. ,,Læt hann fá þetta og þetta.”
Hulda gat ekki annað en hlegið að honum. Það létti svo hnútinn í maganum á Huldu við að tala við Tomma.
Hann var ósköp indæll strákurinn en með honum fylgdu bara eintóm vandræði og vesen. Pabbi hans og mamma voru byttur og á hvínandi kúpunni. Systir hans sem hét Ragga var þekkt fyrir að vera dópisti og fyrrverandi súludansmær á Goldfinger og var aðeins tveimur árum eldri en Hulda. Eftir að staðnum var lokað hafði hún flutt heim til Tomma en hann hafði keypt sína eigin íbúð um leið og hann varð átján rétt áður en kreppan skall á. Hann var vaktsjóri í Hagkaup og hafði unnið eins og vitleysingur frá því hann var fimmtán. Fyrst með skóla en hætti í mentó á þriðja ári.
Þótt Tommi hafði flutt ungur að heiman til að komast undan foreldrum sínu þurfti hann sífellt að sækja annað hvort fulla foreldra sína eða dópaða litlu systur niður á lögrelgustöð.
Hann þurfti ekki á fleiru til að bera. Bak hans var fullt og ekki dytti henni í hug að leggja það á hann að bera hana til viðbótar við allt annað.
,,Slakaðu á Tommi. Það var enginn sem réðist á mig. Bara ég að vera klunni.”
Tommi hló. Hulda tók undir óstyrkum hlátri.
,,Enginn getur veið jafnmikill klaufi og þú. Þú ert verri en bambi á svelli,” sagði hann hlæjandi.
,,Værir þú nú til í að segja mér hvar Binnu er að finna?”
,,Já, hún er niðri í kjallara með Nonna. Ég held að þau vilji ekki láta trufla sig.”
,,Er hún með Nonna? Lét drengurinn loksins til skara skríða? Hann er svo feiminn greyið.”
,,Hahah.. við þurftum allir að mana hann nokkrum sinnum upp og gefa honum eitt til tvö skot úti í garði og þá var hann til í slæginn. Hann er geðveikt fínn gaur. Þau eiga vel saman.”
,,Ég er frekar feginn. Hún er búin að vera hrifin af honum svo lengi en hélt að hann hefði augastað á annarri og…æi drama, drama,” sagði Hulda. Hún var búin að reyna að halda ró sinni en gat ekki haft stjórn á höndunum sem hríðskulfu.
,,Þú virðist eitthvað taugaspennt. Kom eitthvað fyrir?”
,,Ha? Nei, nei. Æ..jú lenti í rifrildi við mömmu. Þori eiginlega ekki heim í nótt. Ég nenni ekki að rífast meira við hana,” dæsti Hulda.
,,Þú getur gist hjá mér.”
,,Nei, ég get það ekki.”
,,Af hverju ekki? Ég lofa að reyna ekki neitt. No funny business, sko. Við getum bara gert eins og þegar við vorum í fimmtabekk. Manstu þegar við gistum heima hjá mér og vökuðum alla nóttina að horfa á Pókémon þætti? Þegar allir voru sofnaðir stálumst við í allt nammið. Og krotuðum svo á andlitin á Röggu og pabba.” Þau hlóu.
,,Ooohh.. já.. Ég fann nokkrar myndir af okkur frá því í fjórða bekk. Þú varst algjör rúsína.”
,,Neeeeii… ekki nærrum því jafn sætur og þú.”
,,Víst. Þú varst mesta krútt í…,” Hulda þagnaði. ,,Ertu viss um að það sé góð hugmynd að ég gisti hjá þér?”
,,Já! Æi… auðvitað. Eins og ég sagði. No funny business. Nema þú viljir eitth…,” byrjaði hann að segja en Hulda hristi strax ákveðið höfuðið. ,,Nei, ég er bara að grínast. Við erum bara tveir vinir að hjálpast að. Right?”
Hulda efaðist um það en kinkaði hægt kolli. Hún hafði engan annan samastað. Hann faðmaði hana að sér.
,,Komdu með mér út. Ég er með ágætis gras sem við getum reykt saman. Þú virðist þurfa á því að halda eftir erfitt kvöld…Ekki, ekki að þú lítir illa út eða neitt svoleiðis, sko.”
Hulda hló. Hann hafði ekki hugmynd um hversu slæmt þetta kvöld hafði verið og eflaust best að halda því leyndu. Tommi hafði nóg á sinni könnu.
Tommi vaknaði klukkan fjögur um nóttina við að síminn hans hringdi. Hann tók upp símann bölvandi og ragnandi og vonaði að Hulda hefði ekki vaknað við hringinguna.
,,Hvað?!” Hvæsti hann truntulega í símtólið.
,,Gerðu það. Plís. Plís. Plís, komdu að sækja mig.”
,,Ragga?”
,,Já, gerðu það komdu og bjargaðu mér. Ég er inn á lögrelgustöð.”
,,Ragga! Þú varst búinn að lofa að hætta þessu rugli. Það var liðinn heill mánuður síðan þú reyktir gras.”
,,Nei, nei. Þú skilur ekki. Ég er hvorki drukkin né dópuð. Á leiðinn heim frá Elsu… þá þá….,” sagði hún kjökrandi. ,,Ég fann lík af dauðum manni. Hann var klóraður og bitinn um allan líkamann og.. og það leit út eins og eitthvert villidýr hefði ráðist á hann. Það það… það vantaði í hann.. a..annað augað. Þetta var með þvi ógeðslegasta sem ég hef á ævinni séð. Blóðið út um allt og..” Hún fór að hágráta.
,,Díiissess, maður. Slakaðu á Ragga. Ég kem eins fljótt og ég get. Hang in there darling,” sagði hann og skellti á. Hann flýtti sér í fötin og velti fyrir sér hvort hann ætti að vekja Huldu. Hann starði á hana sofandi í rúminu hans en hann hafði boðist til að sofa á dínu á gólfinu.
Hann vildi óska að hún myndi alltaf sofa í rúminu hans. Rúminu hans!
Hún var svo falleg. Dökkt hárið liðaðist eins og árlækir á koddann. Varirnar, rauður rósahnappur undir fagurlöguðu nefinu.
Honum brá þegar honum var litið á vinstri kinnina. Hún var helfjólublá og illa bólgin. Hún var ekki svona stökk bólgin áðan bara dálítið rauð. Hafði hann verið svona skakkur?
Hvernig hafði henni tekist að meiða sig svona illa á kinninni? Einhver hlaut að hafa barið hana. Reiðin ólgaði í honum.
Nei hann skildi ekki vekja hana. Hún átti skilið að fá að sofa. Hann skrifaði á blað hvert hann hefði farið og setti á koddann sinn. Hann gat ekki að sér setið og beygði sig niður til að kyssa hana á kinnina en þá færði hún sig svo varir þeirra mættust.
Hann greip tækifærið, lokaði augunum og kyssti hana ofur varlega og hún kyssti hann á móti. Það var stuttur koss þvi hann var skíthræddur um að vekja hana. Þá myndi hún kannski fara.. Hann opnaði aftur augun og vonaði að hún hefði ekki vaknað en hún var steinsofandi.
Hann dæsti feginn og læddist út úr herberginu og út í nóttina.
Why be normal, when strange is much more interesting