Fullkominn dagur. Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.
*
Harmleikurinn byrjaði í síðsumars kvöldsól, Fyrir sex árum. Egill og Anna voru tólf ára gömul, þau voru í göngutúr.
Þau gengu meðfram Ægissíðu og stöldruðu við ofan á úrgangsvinnslustöðinni. Það hljómar alls ekki eins og rómantískur staður, en ég veit ekki um neinn annan sem grípur anda borgarinnar jafn vel.
Depurðin grípur mig aldrei jafn föstum tökum og þegar ég stend þar á kaldasta vetrarkvöldinu. En fegurð, sama hvaðan hún kemur, er aldrei jafn hrífandi og hún er á síðsumarkvöldi. Eins og ég lýsti. Eins og ég lýsti.
Ég reyni að hugsa ekki um úrganginn fyrir neðan mig þegar ég horfi yfir sjóinn, en sú óspennandi og órómantíska hugsun kom hvergi Agli.
Hann þurfti að segja Önnu upp. Hann hefði átt að vera löngu búinn af því, en hann bar tilfinningar til hennar sem hann hafði enganveginn nægan þroska til að að geta horfst í augu. Hvað tekist þá við.
*
Foreldrar hans sögðu honum í byrjun sumarins að þau væru að flytja til Danmerkur. Hann gat ekki sætt sig við þá tilhugsun að hann yrðu að fara frá Önnu. Hann grét linnulaust í viku eftir að hafa heyrt fréttinar, hverja stund sem hann var frá henni.
Hvernig yrði lífið þegar heillt haf skild þau af, en ekki girðing?
Egill neitaði að fara. Hann ætlaði vara ekki með.
En foreldrar hans útskýrðu fyrir honum að hann hafði sáralítið um það að segja. Þau lofuðu honum að hann gæti heimsótt Önnu hvert einasta sumar og að hann ætti vera eins stóran hluta af sumrinu og hann vildi á Íslandi.
*
Egill sagði Önnu þetta með tárvot augu fyrir ofan skít vesturbæinga.
Þau grétu bæði. Ást barna er tærasta mynd hennar, óspillt af þroska.
Egill tók um hægri hönd Önnu og leiddi hana burt. Þau gengu lengra meðfram Ægissíðu.
Hann lifaði að senda henni bréf vikulega og að þu myndu tala saman á MSN á hverju einasta kvöldi. Tæknivædd rómantík.
Hann lofaði að gleyma henni ekki og lét hana lofa sér því líka. Það var komið miðnætti og þau voru við Öskjuhlíð.
Klukkan var tæplega eitt þegar þau kysstust bless í garðinum hennar Önnu. Tilfinningaþrúngnasti koss í sögu sjöundu bekkinga.
Foreldrar þeirra beggja voru brjálaðir, en þeim var sama.
*
Þau kæmu ekki til með sjá hvort annað í sex ár. Þrátt fyrir loforð Egils.
Lífið fuckar trúverðuleika okkar allra upp.
*
Egill komst ekki til Íslands fyrr en hann var fimmtán ára, vegna þess að faðir hans missti vinnuna tæpu ári eftir að þau fluttu til Danmerkur og var það í tæplega tvö ár. Fyrsta árið sendi Egill Önnu bréf vikulega eins og hann hafði lofað og þau töluðu saman á MSN á hverju einasta kvöldi.
Annað árið byrjuðu samskiptin þeirra að fjara út.
Þegar Egill var fimmtán ára hafði hann aftur á móti ekki áhuga á því að snúa heim, hann var kominn með kærustu og var ekki búinn að tala við Önnu í ár. Hún var aldrei á MSN lengur og hann hafði einfaldlega ekki metnað í að skrifa bréf vikulega lengur.
Það var ekki fyrr en Egill var orðinn átján ára þegar hann fékk áhuga á að fara aftur til Íslands, sambandið hans var búið þá. Egill hætti með dönsku kærustunni þegar hann var að vera sautján ára, honum þótti hún yndisleg en það vantaði samt eitthvað.
*
Tveimur kvöldum fyrir flugið áttaði hann sig á því að hann hafði sáralítið að gera á Íslandi, hann þekkti varla neinn á Íslandi. Hann var munaðarlaus á Íslandi.
Egill sendi Önnu tölvupóst, hann leit á hana sem einu vinkonu sína á landinu, þótt að þau höfðu ekki talað saman í þrjú ár. Hann spurði hana hvort hún vildi hitta sig eitthvað þegar hann kæmi til landsins. Hann kæmi bara til með að vera eina helgi.
Anna svaraði Agli næsta dag og sagðist endilega vilja hitta hann á laugardeginum.
*
Egill lá andvaka langt fram á nótt á föstudeginum. Hann var mjög kvíðinn. Hann var spenntur fyrir að hitta vinkonu sína aftur, en hann bjóst við að þau myndu ekki hafa neitt sérstaklega mikið að segja hvort við annað, eftir sex ára langan aðskilnað.
Anna lá ekki andvaka, hún hafði það ekki í sér að sofa ekki út af kvíða. Hún var líklegri til þess sofa meira þegar hún var kvíðinn. Hún var ekki sérlega spennt fyrir að hitta Egil. Hún var spennt fyrir að faðma hann og hún var spennt fyrir fyrstu mínútunni þeirra saman. Þar sem allt er meira og minna yndislegt. Áður en vandræðaleikinn slær inn. “Hæ, hvað segirðu?” “Ótrúlega gaman að sjá þig.” Hún var spennt fyrir því.
*
Anna lagði bílnum fyrir utan hótel Egils klukkan 12 og beið þangað til að Egill kom út. Húngat ekki haft samband við, af því að hann var símalaus á Íslandi. Símalaus munaðarleysingi.
Hann kom út eftir korter.
*
Anna fékk yndislegu mínútuna sína, sem er óheppilega orðað.
“Hvað viltu gera?” spurði Anna.
“Ég veit það ekki, hvað vilt þú gera?” spurði Egill á móti. Skyndilega voru þau að upplifa sameiginlegu martröðina sína. Þetta var fáránlega vandræðalegt.
Þau sátu í þögninni í smá stund, á bílastæði hótelsins.
“Ég veit,” sagði Egill, án þess að hafa hugmynd um hvað hann ætlaði að segja: “förum út að labba.” Anna tók vel í þá hugmynd, þau fóru í langan göngutúr á hverjum degi saman þegar þau voru tólf ára og þau fengu enn bæði mjög mikið út úr því.
“Á ég bara að skilja bílinn eftir hérna?” spurði hún. “Já, já.” sagði Egill.
*
Þau gengu af bílastæðinu og urðu skyndilega mjög stefnulaus. “Hver eigum við að labba.” spurði Anna, hálfhlægjandi af vandræðaleika. “Meðfram sjónum, að sjálfsögðu.” sagði Egill og Anna var sammála. Það var frekar sjálfsagt.
Þau gengu niður Snorrabraut að sjónum og fylgdu honum.
*
Eftir fimm mínútur eða svo var enginn þögn vandræðaleg. Þau komust strax yfir vandræðaleikann.
Þessi dagur varð skyndilega algjör nautn. Yndislega einfaldur.
Þau gengu í gengu meðfram höfninni þangað til að þau komu að hamborgarastað. Hann seldi uppáhalds hamborgar Egils og Egill var ekki búinn að fá sér slíkan hamborgara í sex ár. Hann gerði sér ekki grein fyrir því fyrr en að hann var í algjöru fráhvarfi þangað til að hann fann ilminn.
Þau sátu þarna í þrjú korter. Töluðu, hlógu og drukku mjög mikið af mjög vondu kaffi.
Shittið sem Woody Allen gerir bíómyndir um.
Þau fóru aftur út og héldu göngu sinni áfram meðfram sjónum. Þau sögðu ekkert frá Grandanum að Vitanum á Seltjarnarnesi. Klukkan var orðin fjögur, þau gengu löturhægt.
Þau héldust í hendur frá vitanum að úrgangsvinnslustöðinni á Ægissíðu, þar sem harmleikurinn byrjaði.
Þau stóðu aftur fyrir ofan skít vesturbæinga og horfðu á síðsumarssólsetur.
“Ég sakna þín.” sagði Egill. “Ég vissi það ekki, en ég geri það.”
*
Þau gengu aö Öskjuhlíðinni áður en þau ákváðu að snúa við. Egill átti bókað flug aftur til Danmerkur eftir tólf klukkustundir.
Þau kysstust bless í hinsta sinn á bílastæðinu fyrir aftan hótelið hans Egils.
*
Skyndilega fundu þau fyrir sama söknuði, sömu sorg og þau fundu fyrir þegar þau kvöddust sex árum fyrr.
Þau grétu bæði linnulaust um nóttina og hvorugt þeirra svaf.
*
Fullkomnun er bölvun.

(Hægt er að nálgast fleiri sögur eftir mig á http://www.smasogursiv.wordpress.com)