(Hægt er að finna fleiri sögur eftir mig hér: http://smasogursiv.wordpress.com )
Minn eigin drottinn. Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.
*
Ekki hugsa um sig forvarnarsögu, geriði það.
Hugsið frekar um mig sem annan valkost. Ekki mig að sjálfsögðu, lífið mitt.
*
Það var nokkuð erfitt að fá nokkura sálu til þess að hlusta á mig. Ég er með geðklofa. Ég er örugglega með fullt af öðrum “geðsjúkdómum” sem þeir eiga eftir að greina. Kannski verða þeir skýrðir í höfuðið á mér. Það væri töff.
*
Þetta gerðist:
Ég er mjög sennilega búinn að innbyrða öll vímuefni og fíkniefna sem finnast í Evrópu. Aðallega róandi og ofskynjunarlyf en ég fiktaði líka smá með örvandi efnin. Þau voru skemmtileg en nánast tilgangslaus.
Ég ofnotaði sum þeirra víst, sveppi, sýru og kannabis.
Fuckaði upp heilanum mínum, sögðu læknanir. Ekki orðrétt, þeir notuðu læknamál.
Ég byrjaði að heyra raddir, sem hvöttu mig til allkyns ódæðisverka. Ég rakaði mig einu sinni eins og Ingvar E í Englum alheimsins. Það var sennilega lágpunktur lífs míns, ég er með fucking flott hár.
Mamma og pabbi sendu mig á Klepp. Ég fékk lyf sem drápu raddinar og flest alla sjálfstæða hugsun. Versta dóp sem ég hef tekið. Ekkert skemmtilegt við það.
*
Mér var leyft að fara, gegn því að ég héldi áfram að taka lyfin og kæmi í viðtal á mánaðarfresti.
*
Ég hætti að taka lyfin fyrsta daginn.
Fyrst í stað var ég skít- fucking hræddur. Þessar raddir voru tussu-drúngalegar! Ég rakaði mig næstum því aftur. En mér tókst að stoppa mig af áður, ég henti rakvélinni minni og byrjaði að safna í skegg. Ég er enn að safna þessu skeggi. Það er orðið sítt, fucking sítt.
*
Það voru aðallega tvær raddir sem töluðu við mig daglega. Ég áttaði mig liggur við strax á því að þetta voru eðlilegar tilfinningar sem allir upplifa, nema meira sannfærandi. Tveir djúpraddaðir karlmenn. Fáránlega djúpraddaðir, Svarthöfði án astma. Mjög sannfærandi.
Önnur var rödd hvatvísinar, hann sagði mér að gera shit eins og að raka á mér höfuðið, reykja gras, taka sveppi og þannig. Hin var rödd samviskunar, hann gat dregið mig í mánaðarlangt þunglyndiskast upp úr þurru, eina sem hann þurfti að segja var eitthvað á borð við: “Þú hringir aldrei í mömmu þína, þú veist að hún hefur áhyggjur af þér.” Ég lokaði mig inni í stúdíóíbúðinni minni svo dögum skipti. Ég hringdi ekki í hana, ég gerði ekki neitt, þannig að hann gat haldið þessu áfram. Eina sem dróg mig úr þunglyndinu var hin röddin. Þegar hann sagði eitthvað á borð við: “Þú ættir virkilega að finna kött til þess að sparka í.” Þá hafði ég tilgang aftur, ég fann kött og sparkaði fucking fast í hann.
Einn daginn ákvað ég svara. Ég var nýbúinn að sparka í fucking feitan kött. Ég var skiljanlega mjög ánægður með sjálfan mig.
Ég byrja að heyra djúpt bergmál: “Af hverju hringirðu ekki í mömmu þína?” “Hvað ætti ég að segja?” sagði ég á móti. Hann þagði um stund. “Ég veit það ekki.” “Af hverju ertu þá alltaf að ónáða mig mig?” “Ég vil bara hjálpa.” “Komdu þá með einhverjar hugmyndir! Í staðinn fyrir að vera alltaf að bögga mig og gefa mér samviskubit. Það hjálpar ekkert. Þú ert alveg eins og mamma mín!” Röddin þagði, í dágóða stund. Ég hélt að hann væri farinn að eilífu.
Ég lág í rúminu í korter, sigursæll. Loksins sagði hann eitthvað: “Fyrirgefðu.” Ég svaraði: “Allt í lagi, hvað heitirðu?” Hann sagðist heita Gunnar. Hann sagði líka að ég ætti virkilega að hringja í mömmu mína. Ég hringdi í hana, við áttum yndælt spjall. Hún spurði mig hvernig ég hefði það og ég sagðist vera fáránlega góður. Það gladdi hana. Hún spurði mig hvort ég kæmi í mat það kvöldið, ég treysti mér ekki til þess. “Nei mamma, ég er að vinna í svolitlu sem á eftir að breyta öllu. Ég tala við þig eftir viku. Ég elska þig.” sagði ég og skellti á.
Hún hlýtur að hafa verið stolt af syni sínum. Snillingnum.
*
“Þú ættir virkilega að aflima hund.” sagði röddin sem ég var ekki búinn að kynnast persónulega. “Af hverju ætti ég að gera það?” spurði ég. “Hvað hefurðu annað að gera?” svaraði röddin samstundis. Þessi var færari, ég hafði virkilega ekkert að gera. “Hvað finnst þér um þessa hugmynd, Gunnar?” spurði ég. “Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af henni.” sagði Gunnar. “Af hverju ekki? Hvað hef ég annað gera?” spurði ég hann. “Þú hefur sáralítið að gera, en það er engin ástæða til þess að pynta saklaust dýr. Eigendurnir yrðu mjög leiðir, þá yrðir þú ekki glaður.” sagði hann. “Þetta eru gild rök,” byrjaði ég: “fyrirgefðu, ég bara veit ekki hvað þú heitir.” “'Ég heiti Grétar.” sagði rödd hvatvísinar. “Segðu mér Grétar, getum við ekki fundið eitthvað aðeins sniðugara að gera?” “Jú, örugglega. Hvað með að kaupa og taka sveppi?” sagði Grétar. “Það hljómar vel. Hvað finnst þér um það Gunnar?” “Ég hef ekkert á móti því!” sagði Gunnar.
Við vorum komnir með plan. En eitthvað stoppaði mig, lág rödd sem ég heyrði varla í. Hún mældi gegn því. Hún sagði að ég þyrfti að kynnast sjálfum mér fyrst. Að ég væri orðin önnur manneskja, með nýja vini. Að ég ætti að kynnast strákunum aðeins fyrst, þeir myndu sennilega breytast ef ég notaði meira dóp.
Ég vildi ekki segja strákunum að það væri önnur rödd, ég bjóst ekki við því að vera í miklum samskiptum við hana hvort eð er. “Strákar, bíðum aðeins með sveppina. Ég ætla bara að leggja mig.”
*
Ég ákvað að forðast öll vímuefni og fíkniefni. Sleppa þeim alfarið. Fyrir utan tóbak.
Sígarettur. Bara sígarettur.
Sama hvað ég prófaði, sama hversu “lágt ég sökk” eins og “samfélagið” kallaði það hafði ég alltaf eina reglu sem ég braut aldrei. Ekkert bagg. Það er bara ógeðslegt.
*
Ég lagði mig.
*
Grétar vakti mig: “Þú ættir að mála íbúðina. Hún er frekar óspennandi.” Það var rétt, hún var bara fucking hvít. “Hvernig ætti ég að mála hana?” spurði ég hann. Hann svaraði: “Einn vegg bleikan, einn ljósbláan, einn fjólubláan, einn dökkbláan og loftið svart.” “Hvað finnst þér um þetta Gunnar?” spurði ég. “Þetta hljómar ótrúlega vel.” sagði hann.
Loksins vorum við strákanir algjörlega sammála.
Ég málaði. Íbúðin varð fáránlega töff.
*
Nokkrar vikur lifðu þar sem við lifðum allir í sátt og samlyndi. Fucking góðar vikur. Við gerðum allt saman, þeir komu með mér hvert sem er. Og ekki bara vegna þess að þeir bjuggu í höfðinu mínu, aðallega vegna þess að þeim langaði til þess.
*
Í fjórða mánaðarlega fundi mínum við helstu geðrænu sérfræðinga landsins á Klepp var ég spurður hvort ég vildi hjálpa málstaðnum okkar. Sjálfur vissi ég ekki fyrr en þá að ég væri að berjast fyrir ákveðnum málstað, en þessir fucking “sérfræðingar” ákveða hvort eð er allt fyrir mig nema hvenær ég þarf að skíta.
Ég spurði þá hvernig ég færi að því. Ég átti að fara í viðtal við Kastljósið. Þá taldi ég Kastljósið ekki helsta sorp- og lygamiðil landsins þannig að ég féllst á það.
Ég gæti kennt öðrum “sjúklingum” landsins hvernig þeir gætu lifað með “veikindin” án þess að þurfa að drepa heilan sinn með bannvænum fucking pillum.
*
Viðtalið byrjar, ég sagði þeim alla söguna, hvernig ég varð svona, hvenær foreldrar mínir tóku veikinni minni og allt það shit.
Hún spurði mig hvernig ég hef það ég dag. “Ég hef það geðveikt.” sagði ég. “Það er frábært!” sagði ljóshærða gervifréttamanna hóran. “Hverju þakkarðu fyrir það?” spurði hún. “Sjálfum mér. Hlustaðu, allir að hlusta núna. Þetta er ekki sjúkdómur. Þetta er annað ástand. Þú deilir heilanum með fólki. Í staðinn fyrir að finna til ástæðulausra hvata og tilfinninga eru þær útskýrðar fyrir þér. Þetta er yndislegt. Mér hefur liðið vel í margar vikur.” “Er það lyfjunum þínum að þakka?” “Nei! Alls ekki! Ég hef ekki tekið lyfin mín marga mánuði. Þessi lyf drepa sálina. Drepa sjálfstæða fucking hugsun. Biðst afsökunar á orðbragðinu.
Ég tala bara við strákana! Þetta er geðveikt!” “Um hvaða stráka ertu tala?” “Gunnar og Grétar! Raddinar svo kölluðu! Frábærir gaurar! Hafa hjálpað mér mikið.” “Ertu þá að hvetja fólk til þess að hætta að taka lyfin sín?” “Já! Og ekki nóg með það ég er að hvetja ungmenni landsins til þess að fylgja mínum fótsporum nákvæmlega! Þetta er töff. Ég skapaði minn eigin veruleika.” “Þetta eru hættulegar skoðanir.” “Lífið byggist á afstöðu! Maðurinn deyr þegar hann hættir hann hættir að skynja, þegar heilastarfsemin hættir! Ég er með öðruvísi heila en flestir og ég gerði hann sjálfur! Ég bjó til minn eigin fucking veruleika! Biðst afsökunar á orðbragðinu.”
Viðtalinu lauk stuttu seinna.
*
Ég horfði á Kastljósið það kvöldið, með foreldrum mínum og eldri systur.
*
Sorgleg píanó tónlist varð mér að bana. Ég hljómaði eins og einhver fucking geðsjúklingur.
*
Pabbi hringdi á Klepp. Ég var lagður inn aftur. Núna er fyllst almennilega með mér.
Ég er samt búinn að forðast þessar fucking pillur. Hingað til allavega. Nógu lengi til þess að skrifa þennan pistil. Ég vona að þetta hafi haft áhrif á lesanda.
Kær kveðja, Minn eigin Drottinn. (Geir)