(Hægt er að nálgast fleiri sögur eftir mig hér: http://www.smasogur.wordpress.com )
Hörmuleg manneskja. Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.
*
Stefán er hörmuleg manneskja.
*
Fyrir sólarhring eða svo var hann handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og mjög sennilega annara vímuefna. Hann notar allavega önnur vímuefni, amfetamín þá helst.
Það var um fjögur leytið að nóttu.
Sautján ára gamall, ný kominn með bílpróf. Móðir hans var vakin með fréttunum. Hún kom og sótti hann niður á lögreglustöð.
Á leiðinni heim baðst hann Stefán afsökunar, móðir hans svaraði honum ekki. Hún horfði ekki á hann. Þegar þau komu heim fór hún beint í svefnherbergið sitt og skellti hurðinni á eftir sér. Síðan grét hún, það sem eftir var af nóttinni.
Stefán fékk sér aftur á móti samloku og svaf rólega í tíu tíma.
*
Stefán er hörmuleg manneskja.
*
Móðir var send fyrr heim úr vinnunni, af því að yfirmaður hennar sá að ekki var allt með felldu. Stefán lág í sófanum. Hann heilsaði henni líkt og ekkert hafi ískorist. Hún heilsaði honum á móti. Hún vissi virkilega ekki hvernig hún átti að bregðast við atburðu gærkvöldsins. Hún komst að tvennu skemmandi við barnið sitt, annarsvegar að það neytti sterkra vímuefna og hinsvegar að það var nógu heimskt til þess að keyra bíl undir áhrifum þeirra. Og keyra yfir löghraða. Hálfviti. Hún hafði eitt sinn keyrt undir áhrifum áfengis, hún vissi nógu mikið til þess að fylgja löghraðanum, nákvæmlega.
Hún taldi sig ekki geta talað við hann um þetta. Ekki strax.
Hún fór inn í herbergið sitt og lagðist í rúmið. Á náttborðinu var mynd af henni með syni sínum. Tíu ára gömul mynd. Þau voru nýbúin að gera snjókall. Hún táraðist. Hún lokaði augunum.
Hún sá tvær ólíkar myndir af syni sínum, annarsvegar brosandi ungan dreng við hliðina á fáránlega ljótum snjókall, sama hvora myndina hún sá var hann virkilega óverklaginn. Hinsvegar dópista. Aumingja.
*
Stefán er hörmuleg manneskja.
*
Móðir hans gat ekki meir, hún var með óviðráðanlegt samviskubit. Hún stóð upp og fór beina leið inn í herbergið hans. Beint þaðan í efstu skúffuna í skrifborði Stefáns. Alltaf að leita í efstu skúffunni í skrifborðinu eftir ólöglegum eða óæskilegum hlutum, of augljós staður til þess að fela ekkert í. Hún sá lítið, blátt hulstur þar, utan af einhverskonar sælgæti eða eitthvað í þá veru.
Stefán áttaði sig loksins á því hvað var í gangi og rauk sjálfur í herbergið sitt. “Hvað ertu að gera?” öskraði hann á niðurbrotnu móður sína, sem náði að opna hulstrið og fann lítinn poka með hvítu dufti í. “Hvað er þetta?” spurði hún. “Það kemur þér ekki við. Af hverju í andskotanum ertu að leita í herberginu mínu?” öskraði hann. “Hvað er þetta, Stefán?” spurði hún. “Ég á þetta! Þetta er í herberginu mínu! Það skiptir þig engu máli hvað þetta er!”öskraði hann, hærra.
Hún fór út úr herberginu, hann fylgdi henni stíft á eftir. Hún fór inn á baðherbergi, hann líka. “Hvað ertu að gera?!” spurði Stefán. “Ég ætla að sturta þessu niður.” sagði hún. “Nei” gargaði hann. “Ég vil ekkert helvítis dóp í mitt hús!” hrópaði hún á móti. Hún gekk að klósettinu og opnaði það. Stefán reif í hana og hendi henni á gólfið. “Ég á þetta! Ekki þú!” sagði hann. “Farðu út! Ekki koma aftur.” svaraði hún. Stefán gaf móður sinni kinnhest. Hann rauk út og skellti á eftir sér.
*
Stefán er hörmuleg manneskja.
*
Eftir lág móðir hans á baðherbergisgólfinu. Með tvær myndir af syni sínum í höfðinu.
Sonur hennar hafði yfirgefið hana, eina barnið hennar. Eina fjölskyldan hennar. Hún syrgði lifandi syni sínum.
*
Stefán er hörmuleg manneskja.