ástríka, blíða hjartað mitt.”
Hríslan og lækurinn - Páll Ólafsson.
Ég sé þig á hverjum degi. Labba framhjá. Mér finnst ljósrauða pilsið þitt fallegt. Ég get ekki sagt þér það. Óska þess svo heitt og innilega að ég gæti það. Þú myndir halda að ég væri endanlega orðin geðveikur. Ég sá þig í gærdag. Þú varst að tala við strák. Laglegan. Ég varð mjög öfundsjúkur. En gat ekki sagt neitt. Klikkun. Frétti svo að þið væruð kærustupar. Ægilegt. Síðast þegar ég sá þig var hellirigning. Sumarregn. Jörðin lyktar allt öðruvísi á sumrin. Þú varst berhandleggjuð. Rigningin er köld. Hörð. Óblíð. Þú varst berhandleggjuð. Ég sá gæsahúðina þína. Þráði að getað komið við þig. Kysst þig á nefbroddinn. Hlýjað þér. Haldið þér þétt upp við mig. Orðið mannlegur hitapoki þinn. Svo myndum við standa í faðmlögum í nokkra klukkutíma. Ómeðvituð um hráslagalegt umhverfið. En ég get það ekki. Það er frekar pirrandi að þykja vænt um einhvern og geta ekki sagt það. En þú veist það ekki. Ég get ekki sagt þér það. Ég get séð þig. Það er nóg. Ef ég tryði á engla, þá værir þú engill. Þú ert svo lík þeim. Utan og innan. Hlátur þinn er fallegri en öll tónlist Brahms. Blíðari og fegurri en tónarnir í vals, ópus 39, númer 15. Þegar þú brosir get ég næstum alltaf heyrt dillandi hlátur þinn í huganum. Þú ert svo aðlaðandi. Fallegri en nýútsprungið blóm. Fyrsta blóm vorsins. Mig dreymdi þig í fyrrinótt. Við vorum að faðmast. Það að faðma þig var eins og að knúsa bómullarhnoðra. Ótrúlega mjúkt. Óumræðilega hlýlegt. Ylurinn frá þér. Ólýsanlegur. En ég get ekki sagt þér það. Auðvitað ekki. Þínir fagurlega sköpuðu fætur myndu flýja. Hratt. Ég bara dáist að þér úr fjarlægð. Líkt og ástsjúkur fáráðlingur. Ef ég sé þig leiða, líður mér illa. Ef ég mætti ráða, væri hægt troða hamingjunni í rjómaspautu. Myndi síðan sprauta honum yfir þig alla. Hamingjurjóma. Myndir þá aldrei finna til sársauka né vonbrigða aftur. Dásamlegur draumur. Alveg vert að dreyma hann. Átt svo sannarlega skilið allt það góða og fallega í þessum heimi. Ég er ekki hluti af því. Ef þú bara vissir hvað mér finnst.
Ég hef látið mig dreyma. Um þig. Þú ert svo öðruvísi en allar aðrar stúlkur. Ekki eftirlíking af Barbie eða öðrum afkomendum hennar. Laus við alla fölsun. Frumeintak. Dýrmæt. Myndi glaður borga með lífi mínu fyrir það frumeintak. Ég myndi vilja dansa við þig. Svífa með þér líkt og við værum fótalaus. Snerta ekki gólfið. Vilja eiga hlutdeild í þér. Lífinu með þér. En það er ekki hægt. Ég þori ekki að segja þér það. Þú myndir hlæja að mér. Þá myndi ég sökkva ofan í jörðina. Með húð og hári. Enda ekki líklegt að þú berir sama hug til mín. Hef aldrei talað almennilega við þig. Bað þig einu sinni um strokleður. Vandræðalegur unglingur í vísindaferð 8 bekkjar. Ein af bestu stundum lífs míns. Þú varst ekkert minna aðlaðandi þá. Með sítt hrafntinnusvart hár. Eins og útbreiddur vængur á hrafni. Skil ekki ennþá afhverju þú skemmdir það. Klipptir það stutt. Varðst bláhærð. Hræðilegt. En það tímabil er liðið. Nú er það ekki síst náttúruleg fegurð þín laðar mig að þér. Hrafntinnusvarta hárið þitt snéri aftur. Hef sjaldan séð jafnfallegan hadd á stelpu. Ert fullkomnari en fullkomnun.
Ég sé þig á hverjum degi. Þú brosir stundum svo fallega til mín að ég fæ í magann. Tilfinninguna, sem lýsir sér eins og að vera staddur í lyftu sem ferðast niður hæðar. Engin gredda. Hvað þá losti. Bara óumræðileg löngun í að þekkja þig. Tala við þig. Bera hlýjan hug til þín. Kærleika. Er mér hjartfólgnari en þú getur gert þér í hugarlund. Ef þú bara vissir. Væri ég ekki hér. Enda væri þessi kærastaómynd þín búinn að ganga frá mér. Algjör sterahaus. Tæta væskilinn í sig. Myndi seint standast honum snúning. Líkamlega. Vitsmunalega væri ég kóngurinn. Sigra hann með algjörum yfirburðum. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt þér hvað mér finnst um þig. En sú ósk rætist seint. Aldrei. Ef þú bara vissir það sem ég veit um þig. Að fyrir mér þú ert hrein og óslípuð fegurð. Jafnt að utan og innan.
“Life's like a dick, it gets hard for no reason”