“Life's like a dick, it gets hard for no reason”
Söknuður
Það var úrhellisrigning…..Hellidemba…rigndi næstum eldi og brennistein. - Afhverju ætli það sé alltaf sagt? Hann hristi höfuðið yfir þessum handahófskenndu hugsunum. Hann teygði sig í hönd hennar. Togaði hana til sín. Hægt, ákveðið. Þau létu sem þau sæju ekki fólkið í kringum sig sem lét þessi tvö sig engu skipta. Allir æddu áfram. Tímalaust. Eins og hauslausar hænur í bið eftir heimsendi. Stórir dropar skullu á þeim. Illa klæddum. Átti að taka 2 mínútur að kveðjast. Hann þorði alls ekki að viðurkenna hann. Söknuðinn. Sem hann var svo viss um að hann myndi finna fyrir. Geta ekki séð brosið hennar. Spékoppana. Heyrt hláturinn. Snert. Snert síða, rauða, liðaða hárið. Það var eins fínar bylgjur. Hann vildi ekki sleppa henni. Heldur halda henni í fanginu á sér í að minnsta kosti viku. Ár. Mánuður. Vika. Dagur. Nótt. 2 tímar. Þetta var nú ekki meira. 2 tímar. Hann áttaði sig ekki. Hún var aðþrengd. Fannst eins og hún væri föst í bjarnargildru. Eilífðarinnar. Hún ræskti sig. Óþægileg þögn. “É..ég þarf eiginlega að fara. Núna.” Hann lét orð hennar sig engu skipta. Paranojan hafði náð honum. Hann var viss í sinni sök. Handviss. Hún myndi aldrei snúa aftur. Til hans. Í faðm hans. Hann myndi aldrei finna fyrir snertingu hennar. Aldrei aftur getað talið freknurnar á nefinu á henni. Sem annars voru 56. Hann taldi þær reglulega. Í hvert skipti sem hann taldi, hafði ný frekna bæst við. Hann elskaði hana. Of mikið. Hún stundi. Henni fannst dálítið erfitt að anda. Þrýstingurinn var of mikill. Hann gerði upp hug sinn. Hann myndi EKKI vilja sleppa henni. Aldrei! Það var eins og hún skynjaði vilja hans. Hún mat stöðuna. Þegjandi. Grænu augun hennar litu hægt í brúnu augun hans. Hún sá áhyggjurnar. Vanmáttinn. Hræðsluna. Varnarleysið. Þetta allt streymdi frá honum. Þó hann segði ekkert. Hún brosti. Varlega. Hann fann hnútinn í maganum. En fínlegu og bogadregnu varir hennar voru svo fallegar. Hjálpuðu honum að slaka á. Honum fannst hún alltaf líkjast engli. Meira og meira, með hverjum deginum. Nýbyrjaður með engli, laust niður í huga hans. Það hljómaði vel. Þessi hugsun róaði hann örlítið niður. Þeirri hugsun laust niður í hann að hann myndi svo sannarlega fanga stjörnur himinsins fyrir hana. Senda henni þær í pósti. Bara ef hún bæði hann um það. Næstu 2 tímar án hennar! Hann vildi ekki hugsa til þess! “Ég kem aftur.” Rödd hennar hljómaði næstum klingjandi, fegurri en allir tónar Chopain. Hann reyndi að brosa. Dauft. Grænu augun hennar leiftruðu. Hann veifaði hægt. Nei! Ákvörðun. Hann hljóp til hennar. Hún þrýsti kossi á varir hans. Létt. Varlega. Honum brá samt sem áður. Hann sleppti henni mjög treglega. Hún snéri sér við. Hægt. Leit þrisvar um öxl á leiðinni upp tröppurnar. Upp öll 7 þrepin. Kveið ekki neinu. Áhyggjulaus. Lokaði dyrunum. Á skiltinu stóð: Jónas Guðbrandsson TANNLÆKNIR.