Ég er Lára. Ekkert sérstök. Var alltaf „nördið“ í bekknum. Ég þekkti aldrei móður mína. Hún og pabbi voru saman í mjög stuttan tíma. Svo hvarf hún og birtist ári seinna með mig. Hún var í dópi og rugli. Pabbi tók mig og ég ólst upp hjá honum. Mimi, frænka mín, hún er þremur árum yngri en pabbi. Þegar ég var tólf spurði ég hvernig mamma var. Ég hafði aldrei viljað vita eitthvað um hana. Hún vildi ekki sjá um mig. Ég hataði hana fyrir það. Pabbi vildi aldrei tala um hana. Svo ég hætti að spurja. Ég sá sársaukan þegar ég spurði. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig er að horfa á eitthvern sem þér þykir vænt um þjást svo. Sum sár gróa aldrei. Hann elskaði hana virkilega held ég. Og svo þegar ég spurði Mimi sagði hún að þau höfðu verið æskuvinir. Aldrei neitt meira en vinir. Þangað til þau byrjðu í menntaskóla. Svo fæddist ég.
Þegar Júlía kom með mig, eða svo kölluð móðir mín, hún hefur aldrei verið mér nein móðurímynd, þá var pabbi sautján. Hann leigði niður í bæ litla kjallaraíbúð í kjölfar komu minnar. Mimi passaði mig alltaf þegar pabbi var í skólanum. Eða kvöldskólanum. Hann kvartaði aldrei. Kláraði menntaskólann og fór beint í háskólann. Hann varð svo sagnfræðingur og vann alltaf sem prófessor í háskólanum. Ég lærði á mörg hljóðfæri; saxófón, klarinett, víólu, píanó og gítar. Mér líkaði best við víóluna og náði líklega hvað sem bestum árangri í henni.
Ég hef alltaf verið ósköp venjuleg í útliti held ég, hef dökkt hár sem var klyppt axlasítt, grá augu og bara venjuleg, hvorki hávaxin né lávaxin. Það er ágætt að falla inn í fjöldan. Allavega engin pressa á manni. Ég hef alltaf verið frekar mikill einfari. Svo kom Nói. Hann var fínn. Hann talaði lítið en við vorum samt svo kallaðir bestu vinir. Hann kom ég var í áttunda bekk. Hann er frekar klár. Fyrst þegar hann kom voru allir að stríða okkur útaf því við hengum alltaf saman. Sögðu að við værum par og eitthvað. Mér var svosem drullusama en Nói tók það inn á sig. Ég vissi aldrei af hverju. Ég ákvað að spurja hann. Ég er frekar forvitin að eðlisfari. Honum kom ekkert á óvart þegar ég spurði hann. Hann sagðist hafa átt bestu vinkonu. Þau höfðu verið vinir síðan í leikskóla. Svo þegar þau uxu urðu þau meira en vinir. Eða þar að segja í sjöunda bekk. Hann sagðist hafa verið ótrúlega hrifinn af henni. Hún var að hlaupa heim í mat eftir að hafa verið heima hjá honum. Hún dó það kvöld. Ég vorkenndi honum ekkert smá þegar hann var að segja mér þetta. Hún hét víst Vilborg Lára. Hún hét semsagt Lára eins og ég. Þessvegna tók hann þetta inn á sig. Skiljanlega.
Eitt haustið, þegar ég var að byrja í níunda bekk, var bekknum tilkynnt að tveir nemendum í bekknum hafi verið boðið að fara í menntaskóla ári fyrr. Semsagt sleppa við tíunda bekk. Það kom víst engum að óvart að þessir nemendur værum við Nói. Nóa fannst þetta æðislegt. Klára menntaskólann ári fyrr. Það fannst honum frábært. Mér leist svo sem ekkert illa á hugmyndina. En ég fékk bakþanka. Ég átti ágætis vinkonur í bekknum, reyndar ekki bestu vinkonur en samt sem áður einu „vinkonur“ mínar. Ég ákvað samt á endanum að slá til. Sóley og Erna fundust leiðinlegt að ég skildi hafa ákveðið að fara. Eðlilega. En ég var alveg ákveðin að fara með Nóa. Samt dálítið erfitt að útskrifast ekki með jafnöldrum sínum. Ég þekkti þó eitthvern. Ég hafði alltaf langað til að fara í menntaskólann í Reykjavík, Nóa var alveg sama í hvaða skóla hann myndi fara í svo hann ákvað að vera samferða mér í MR. Þetta virtist ætla að verða mjög fínt. Nóa fannst sérstakt að hann yrði með systur sinni, Örk, í bekk í MR. Hún var einu ári eldri en hann. Henni fannst það miður, hún hafði verið svo ánægð með að losna við hann. Þeim kom ekki vel saman. Mér fannst Örk virka alveg ágætlega fín. Pabbi var fyrst ekki alveg sáttur með ákvörðun mína. Sætti sig svo við hana. Hann var orðin 32ja og hvorki giftur né átti kærustu. Mimi var reyndar ekki gift en átti tvær stelpur, Rósu og Hildi. Þær voru tíu og átta ára. Þær voru allt í lagi. Það var fínt að fá borgað fyrir að passa þær. Rósa var samt orðin tíu og þurfti litla umönnun eða gæslu og gat alveg séð um Hildi þegar á því þurfti.
Þegar við Nói byrjuðum svo í MR varð það ekki nærri því jafn skemmtilegt og það virtist ætla að verða. Námið var, eðlilega, mikið þyngra en við áttum að venjast og við pössuðum ekki beint inn í. Vorum alltaf frekar utangátta. Eða þannig var það fyrsta árið. Svo kynntist Nói Dísu. Ég man hvað ég var ógeðslega ánægð þegar við kynntumst Dísu fyrst. Ég hélt að við gætum orðið ágætar vinkonur. Seinna komst ég að því að hún þoldi mig aldrei. Svo stuttu seinna sá ég að Nói og hún sáu ekki sólina fyrir hvort öðru. Ég verð að viðurkenna að fyrst var ég afbrýðisöm. Ekki beint út í að þau væri hrifin af hvort öðru eða eitthvað álíka ef til vill vegna þess að ég og Nói vorum farin að fjarlæjast. Vorum hætt að hittast eftir skóla, eins og við gerðum alltaf. Á endanum ákvað ég að samgleðjast þeim. Það var erfitt en ég gat það alveg. Á endandum. Þegar ég lít til baka og velti því fyrir mér hvort ég hafi verið hrifin af honum. Ég get ekki komist að niðurstöðu sem ég verð ánægð með. Ég kláraði menntaskólann og ég og Nói fórum í sitthvora áttina. Mig langaði að verða sagnæfrðingur eins og pabbi, honum langaði að verða læknir. Ég komst svo að því mörgun árum seinna að hann hafði svo numið hagfræði í háskólanum.
Ég hitti hann ekki aftur fyrr en ég var tuttugu og fjögurra. Búin að klára sagnfræðina og búin að koma mér fyrir í huggulegri íbúð niður í miðbæ. Við hittumst á kaffihúsi. Hann kom til mín og heilsaði. Við spjölluðum, hann hafði ekkert breyst. Hann var reyndar orðin frekar hávaxinn. En var ennþá mjósleginn með svart hár og hringlaga gleraugu. Ég komst að því að þau Dísa höfðu hætt saman. Hann sagði mér ekki afhverju en ég komst seinna að því að hún hafi stungið af með spænskum strák. Við fórum að hittast oftar. Oftast bara á kaffihúsi. Það var ágætt, ég var ekki mikið að hitta fólk. Svo kynntist ég Snorra. Hann var frábær, vann með mér niður í háskóla. Hann var mannfræðingur. Það má kannski segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. Hann var árinu yngri en ég reyndar, en það skipti ekki máli. Það leið ekki langur tími áður en við fórum að búa. Ég flutti til hans. Ég var ennþá í ágætu sambandi við Nóa.
Þegar ég giftist svo Snorra þegar ég var tuttugu og átta ára. Nói hafði eignast eina dóttur, Helenu en hann og barnsmóðir hennar höfðu ákveðið að skilja. Nói ól upp stelpuna einn. Konan flutti í bæinn. Rétt eftir brúðkaup mitt og Snorra komst ég að því að Nói væri með hvítblæði. Við vorum í ágætu sambandi á þessum tíma, símasambandi reyndar en hann bjó úti á landi. Mig sárnaði að fá ekki að vita þetta frá honum heldur ágætri vinkonu minni sem bjó í sama þorpi og Nói. Þegar ég bar þetta undir Nóa sagði hann að þetta var satt en hafði ekki viljað segja mér það, það voru allir mjög áhyggjufullir og hann þurfti eina manneskju til að ræða við án þess að krabbameinið kom til tals.
Þegar hann lá á dánarbeðinu kom ég til hans. Þó það kostaði mig marga klukkutíma í bíl þá langaði mig til að kveðja æskuvin minn. Hann dó það kvöld. En áður en það gerðist bað hann mig um að sjá um Helenu. Fyrrverandi kona hans vildi ekkert með hana hafa og hann hafði engann til að sjá fyrir henni. Ég vissi ekki hvað ég ætti að segja. Ég játaði þó á endanum. Þá lést hann. Dó friðsæll, vissi að dóttir hans væri í öruggum höndum.
Ég hef séð eftir því allar götur síðan að hafa farið með telpuna til móður sinnar. Móðirin vildi ekki fyrst taka við stelpunni en neiddist svo til þess á endanum. Ég lagði af stað heim til mín sátt, taldi mig hafa gert rétt. Það var ekki fyrr en árum seinna sem ég áttaði mig á því að ég hefði ekki getað gert það verra.
Það var einn fagran sunnudagsmorgun er ég sat inn í eldhúsi og las dagblaðið og drakk kaffi, eins og ég gerði hvern einasta morgun. Ég sötraði kaffið og leit út um gluggann. Rigning. Það boðaði víst dauða, minnti mig allavega. Ég lagði bollann á borðið og snéri mér að dagblaðinu. Það var fátt merkilegt í því frekar enn venjulega. Ég rakst svo á dánartilkynningu.
„Helena Björt Nóadóttir“ stóð og ég fékk sting í hjartað þegar ég áttaði mig á að þetta var dóttir Nóa. Ég leit á myndina. Fallega brúna hárið lá meðfram sitthvorri öxlinni og hún borsti. Brosið náði alveg til augnanna. Það var fallegt.
Nákvæmlega á þessum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég hafði gert stærstu mistök lífs míns. Það var ekki þægileg tilfinning. Ég sveik besta vin minn.