Tíminn stóð í stað. Ekkert hreyfðist. Var hann staddur í einhverri vídd þar sem enginn tími væri? Svona leið síðasta korterið fyrir helgarfrí. Afhverju getur þessi kennari aldrei hleypt okkur fyrr út, hugsaði Dagur og leit niður á óútfyllt verkefnablað, hann hefði verið of upptekinn að spá í klukkunni til að geta unnið það. Tvær mínutur eftir. Afhverju leið tíminn svona hægt? Hálf mínuta. Helgarfrí. Dagur flýtti sér út og andvarpaði feginn, dró svo að sér frískt útiloftið og fékk tvo regndropa á sig. Gat nú verið hugsaði hann, rigning. Gat rigningin ekki bara tekið sér helgarfrí líka? Dagur greikkaði sporið og íhugaði á hvaða DVD mynd hann gæti horft á þegar hann kæmi heim. Það var þá sem hann sá hana, stelpuna í röndöttu flíspeysunni kom labbandi á móti honum. Hún brosti til hans er hún gekk framhjá honum. Var hann farinn að ímynda sér hluti? Hann starði á hana, meira að segja sneri hann sér við og labbaði aftur á bak til að geta starað á hana. Ef að hann hafði bara snúið í rétta átt er hann labbaði hafði hann tekið eftir blómabeðinu sem hann var um það bil að fara að detta í. En það gerði hann ekki. Loks komst hann heim, rennblautur og útataður í mold. Hann settist í skrifstofustólinn og hugsaði um hana. Hafði hún virkilega brosað til hans. Hvað gæti það mögulega þýtt. Var hún bara að vera kurteis eða var þetta eitthvað annað. Honum leið eins og stærðfræðingi sem var að reyna að leysa óleysanlega jöfnu. Hann ákvað að beina hugann að eitthverju öðru en einhvernveginn tókst huganum að snú hugsununum strax aftur að þessu brosi. Gat hann einhverntímann komist að því afhverju hún brosti, það eru komnar aldir en samt veit enginn afhverju Mona Lisa brosir. Hvernig gat einn lítill sakleysislegur hlutur eins og bros sett allt úr jafnvægi. Dagur ákvað að leggja sig í þeirri von um að hugurinn myndi bara gleyma þessu. Hann dreymdi að hann væri staddur í eigin jarðarför. Hann stóð fyrir framan sína eigin kistu og tók í höndina á fólki sem allt knúsaði hann og vottaði honum samúð sína. En það var ekki það eina, ónei, ekki nóg með að hann væri að jarða sjálfan sig þá voru allir gestirnir brosandi þegar þeir gengu framhjá honum.
Klukkan var 9 að sunnudagsmorgni þegar bankað var að dyrum. Mamma hans opnaði dyrnar og sagði ,, vakna, vakna, vakna, við ætluðum í messu manstu”. ,, Ehhnennekk” stundi Dagur útúr sér. Hálftíma seinna kom Dagur fram. ,, Afhverju fara allir í kirkju og tala við Guð á frídeginum hans?” sagði Dagur og settist við eldhúsborðið. ,, Hvernig veistu að Guð sé í fríi í dag” sagði mamma hans tilbaka. ,,Guð skapaði daginn á sex dögum og hvíldist á hinum sjötta” stendur í Biblíunni útskýrði Dagur. ,, Æji enga svona stæla Dagur minn, við förum í messu og ekki orð um það meir”. ,,Stæla? Þetta er staðreynd. Ef ég vitna í Biblíuna þá er ég með stæla, pff, var læknirinn þá með stæla þegar hann tók á móti mér fyrir sautján árum og sagði, til hamingju þið fenguð strák?”.
Þegar þau komu í kirkjuna mundi Dagur að stelpan sem hann var búinn að vera með á heilanum síðustu daga var í kirkjukórnum og tók gleði sína á ný. Hann kom auga á hana, hún sá að hann horfði og broti feimnislega og leit niður, Dagur skammaðist sín fyrir að hafa verið staðinn að verki og horfði skelfdur fram fyrir sig beint á gamla konu sem hélt að hann væri að horfa á öndunarkútinn sinn og gaf honum illt auga. Messan byrjaði og Dagur fann þreytuna hellast yfir sig. ,, Ég þarf að skreppa á salernið” sagði Dagur og stóð upp. Aðeins lengra í sætaröðina var gömul kona á hækjum, hún hafði lagt hækjurnar niður. Því miður tók Dagur ekki eftir hækjunum sem flæktust í fótunum á honum með þeim afleiðingum að hann flaug fram fyrir sig og beint á gömlu konuna sem stundi upp yfir sig. Allur salurinn leit við og sá er að virtist Dag reyna að stanga gömlu konuna í magann. Þessi atburður var síðar nefndur ,, Þegar Dagur reyndi að stanga gömlu konuna í kirkjunni” og kom oft til tals í matarboðum og fleiri samkomum. Það næsta sem Dagur man er að hann stóð inná klósettinu og blóta sjálfum sér í sand og ösku. Dagur var í svo miklu uppnámi að hann tók ekki eftir að hann hefði pissað mestmegnis út fyrir. Þegar Dagur kom út sá hann að stelpan brosti til hans. Þegar messunni lauk var boðið upp á kaffi. Dagur var að reyna að telja í sig kjark til að tala við stelpuna og loksins þegar hann fór að leita hana uppi sá hann hana ganga út úr kirkjunni með foreldrum sínum. Dagur fór og fékk sér kexköku þegar hann tók eftir að allir hefðu snarþagnað, hann leit við og sá pabba sinn nýkominn út af klósettinu, rennblautan. ,,Það er allt á floti þarna inni” útskýrði hann skömmustulegur og reyndi sitt besta til að blóta ekki. ,, Það virðist sem einhver óviti hafi migið allt út” sagði hann og strunsaði svo út. ,, Úps” hugsaði Dagur.
Tveim dögum og 2 klukkutímum, 26 mínutum og 13 sekundum eftir kirkjufíaskóið var Dagur að ganga um skólagangana annars hugar þegar hann rakst utan í einhvern. Það var hún, sú sem átti hug hans allan, stelpan í flíspeysunni. ,, Úps sorrí” stamaði hann útúr sér. ,, Allt í lagi “ sagði hún og brosti. Þau horfðu í augun á hvort öðru. Dagi leið eins og ef hann starði nógu lengi mundi leyndardómar heimsins birtast í þessum augum hennar og brosið, vá brosið, var honum að dreyma ? Dagur reyndi að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug til að segja en hann var frosinn, hausinn gjörsamlega tómur. ,, Er allt í lagi “ spurði hún. ,, Ha, já, jájá sko ég.. “ Honum datt ekkert í hug, hvað átti hann að segja ? Kynna sig kannski, nei það væri of asnalegt, eða hvað ? Hvað væri það versta sem gæti skeð, varla mundi hún slá hann utan undir fyrir það eitt að segja nafnið sitt. ,, Ég Dagur “ Nei hvern fjandinn, ég Dagur, shit shit lagfæra ,, Heiti Dagur “ Hún brosti enn meir. Allt í einu fannst Dagur hann vera að kafna úr hita. ,, Ég heiti Magdalena “ Hún rétti fram höndina. Þau tókust í hendur. Nú fyrst fannst Degi að lífið væri þess virði. Hann labbaði með henni í átt að skólastofunni. Þau töluðu um sameiginlegan kennara og hversu snobbaður þau þóttu hann vera. Svo kom vandræðaleg þögn. Svo töluðu þau um bókina sem þau þurftu að lesa í ensku. Önnur vandræðaleg þögn. Köttin sem hún átti. Vandræðaleg þögn. Allt í einu fékk Dagur hugdettur og lét vaða ,, má ég kannski, uhm, fá msn-ið þitt” spurði hann. ,, Nú auðvitað” svaraði hún. Sigur. Degi leið eins og hann hafði bundið enda á öll stríð heimsins. Lítið skref fyrir mannkynið, risa stökk fyrir hann Dag. Bjallan hringdi, leiðir þeirra skildust. Hún í stærðfræði og hann í félagsfræði. Dagur heyrði ekki eitt einasta orð sem kom út úr kennaranum allan tíman. Hann var á betri stað, sínum eigin stað að hugsa um hana, Magdalenu.
Það fyrsta sem Dagur sá þegar hann kom heim til sín var að einhver óprúttin aðili var að róta í fataskápnum hans. Fyrsta sem honum kom í hug væri að þetta væri dópisti eða eitthvað í þá áttina. Stútfullur af hetjuatriðum úr kvikmyndum tók Dagur upp kertastjaka og tók að nálgast náungan. ,, Hvað ertu að gera hér” tókst honum að stuna lágt uppúr sér. Náunginn snéri sér við ,, Heh,leita af sokkum dude” hann starði sljór á kertastjakan ,, Vantar þér kerti ? Ég sá nokkur í skápnum inni stofunni sko” ,, Ha? Nei mig vantar ekki kerti… hvað ert þú að..” ,, Okei gaur ertu þá einn af þessum amish gaurum sem ég er alltaf að lesa um með kerti og enga bíla og sjitt?” ,, Amish gaur ? Ha ? Bíddu hver ertu eiginlega og afhverju ertu að leita að sokkum í skápnum mínum?” ,, Ha? Já hah, ég er Hörður, kærastinn hennar Dagnýar” Útskýrir hugsaði Dagur. ,, Ég hérna ætlaði í sturtu en gleymdi að fara úr sokkunum, þú veist svona eins og gengur og gerist og hún sagði mér bara að koma hingað og taka það sem mig vantar” ,, Einmitt, taktu þér sokka og ég skal bara ganga frá fötunum sem þú settir svo snyrtilega á gólfið mitt” ,, Heh okei gaur. En hey þessar nærbuxur, notar þú þær eitthvað?” ,, Fórstu líka í nærbuxunum í sturtuna?” ,, Heh, nei gaur, ég bara týndi mínum um daginn og svo komst ég að því að rennilásinn á buxunum mínum er bilaður og að allir eru búnir að sjá…” ,, Já okei taktu þær bara” ,, Klassík maður. Peace” Á hvaða plánetu fann hún þennan. Djíses Kræst. Dagur henti fötunum inn í skáp og flýtti sér svo í tölvuna. Mundi hann og Magdalena ná að sameinast í gegnum töfra internetsins ?