Það var alltaf svo líflegt í bænum á þessum tíma. Jólaljósin skinu skært og nýfallinn ekta jólasnjór, ekki bara eitthvað slabb drasl, gerði allt svo miklu jólalegra. Lísa María og móðir hennar gengu rólega niður götuna og nutu kyrrðarinnar. Þær voru búnar að eyða deginum í það að leita af jólagjöfum og ætluðu svo að skella sér fínt út að borða um kvöldið og kíkja kanski í bíó. Planið gekk upp og voru þær þreyttar en sælar í bátnum á leiðinni heim. Er Lísa María kom heim ákvað hún að skella sér í heitt freyðibað og síðan beint í bólið því klukkan var orðin margt og þetta hafði verið viðburðaríkur dagur.
Morguninn eftir vaknaði Lísa María við sólarlag, fór frammúr og teygði vel úr sér. Hún ákvað að skella sér í nýju peysuna er móðir hennar hafði gefið henni daginn áður og brosti af ánægju er hún setti á sig armbandið sem hún hafði unnið fríkeypis. Lísu Maríu undraðist það að móðir hennar sé ekki risin úr rekkju er hún gekk inní eldhús. Hún leit inní herbergi móður sinnar og sá að rúmið var autt. Lísa María ákvað að örvænta ekki heldur fékk sér morgunmat í rólegheitum og fletti í nýju bókinni sem hún hafði fest kaup á daginn áður. Hún ákvað að skella sér út og leita móður sinnar, en er hún opnaði útidyrahurðina skelltist hurðin aftur með miklum látum og Lísa María sá sér til skelfingar að ófært væri út, allavega í bili, og af snjómagninu að dæma var bilurinn búin að standa yfir í nokkurn tíma. Lísa María ákvað að panika ekki heldur kom sér fyrir í hægindastólum með heitt kakó og byrjaði á nýju bókinni.
Þegar klukkan sló þrjú löng högg var Lísa María orðin óróleg, móðir hennar myndi aldrei fara frá henni svona lengi án þess að láta vita af sér. Sérstaklega af því hún var orðin mjög sver, enda langt gengin níu mánuði. Lísa heyrði það á vindinum að veðrinu væri eitthvað að slota, þannig að henni fannst tilvalið að dúða sig frá toppi til táar og halda út. Eftir að hafa ráfað um eyjuna í tuttugu mínútur var Lísa María aðeins eins vísari, móðir hennar hafði allavega ekki orðið úti. Lísa María sá aðeins einn kost mögulegan í stöðu sem þessari,
bíða þess sem verða vildi og halda ró sinni. Hún hafði gert allt sem að hún hefði getað gert, í bili allavega. Skyndilega varð allt svart, Lísa María skrækti af skelfingu, en hún áttaði sig fljótt á því að aðeins hafði óveðrið einhvað verið að rugla í rafmagninu. Hún ákvað að gera sem best úr öllu, kveikja á öllum kertum sem að hún fyndi, hita upp í arninum og hafa það huggulegt.
Þegar Lísa María var alveg að festa blund var skyndilega bankað harkalega á dyrnar, hún hrökk upp og fékk sting fyrir hjartað, ófært væri hingað með bát í þessu veðri og var fjölskyldan hennar einu íbúar Viðeyjar. Hún tiplaði á tánum út í glugga og leit út. Hún sá móta fyrir einhverju við útidyrahurðina og ákvað að kanna málið.
Lísu Maríu brá heldur betur í brún er hún sá hver stóð í dyragættinni. Engin annar en karlfaðir hennar, sem hafði verið út á sjó seinustu mánuði og hans var ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi eftir jól. Lísa María skríkti af gleði og hljóp í fang hans en þau urðu að drífa sig inn fyrir því enn þá var töluverð snjókoma úti. Er inní stofu var komið settust þau feðginin saman í sófann og Lísa María spurði frétta. „ Nú jæja, við skulum byrja á því að segja þér að þú ert orðin stóra systir, mamma þín eignaðist stóra og stæðilega stelpu í nótt aðeins fyrir tímann, en þeim líður vel núna. Mamma þín vaknaði í nótt og fann fyrir einhverjum kvalarfullum verkjum í kviðnum. Hún hringdi uppá sjúkrahús og þeir vildu ekki taka neina áhættu og sendu þyrlu eftir henni. Hún vildi ekki vekja þig þar sem hún vissi að þú gætir passað þig alveg sjálf. Þær koma heim eftir helgi. Ég var svo lánsamur að vera á heimleið þegar hún hringdi í mig úr þyrlunni og auðvitað settum við bara á fullt og tókum stefnuna á Landsspítalann. Hún var svo bara fædd rétt eftir að ég kom“.
Lísa María hrökk upp með andfælum. Hana hafði verið að dreyma. Það var búið að segja henni að þetta gæti gerst, líka að það væri nauðsynlegtegt að takast á við þessa hluti heldur reyna að loka á allt það slæma. En þessi draumur hafði verið að áfergja hana, en bara þessi partur, allt frá því að hún og móðir hennar fóru til Reykjavíkur í síðasta skipti saman og þar til faðir hennar sagði henni að hún hafði eignast litla systur. Alltaf á þessu punkti hrökk hún upp með andfælum, og Lísa María var alltaf í smá stund að átta sig á því að þetta væri ekki raunverulegt og þau væru ekki til lengur og eini staðurinn sem þau lifðu núna var í minningunum. Hún var ákveðin að halda þeim á lofti og vera stolt þeirra allra. Þetta hefur öruglega allt sína skýringu. Á morgun er ár frá atburðunum. Þegar hún reyndi að festa blund á ný reikaði hugurinn á milli himins og jarðar. Hún hugsaði um það þegar hún varð hamingjusamasta manneskja í heimi er hún eignaðist loksins systkinið sem hún hafði beðið eftir að fá svo lengi sem hún man eftir sér, sorgina sem fólst í missinum og loks reiðina er hún komst yfir sorgina.
Er hún hafði legið svo henni fannst tímunum saman ákvað hún að rölta fram í eldhús og fá sér mjólkurglas til að dreifa huganum. Mjólkin var ísköld og frískandi og Lísa María fann kuldann breiðast um líkaman og ákvað að drífa sig undir sæng. Hún rölti fram hjá fyrrum svefnherbergi foreldra sinna en er hún heyrði aðeins háar hrotur frænda síns fylltist hún söknuði. Hvernig átti hún að geta haldið áfram án alls sem hún hafði átt, án stoðfestu í lífinu og án fjölskyldunnar. Lísa María fann enga löngun til að fara aftur á vit draumanna svo að hún ákvað að fara í úlpu og skó og rölta út í nóttina. Hún gekk hægum skrefum út að kirkjugarðinum. Hún og frænka hennar höfðu verið að setja fallegan rauðan jólakross á leiðin og lýsti hann fallega í myrkrinu og gerði allt svo einstaklega hlýtt og gott. Það ískraði í hliðinu er hún ýtti því harkalega frá sér og gekk innfyrir. Þarna voru þrjú nýleg leiði, svo einstaklega falleg með ljósinu.
Hún las á fyrsta krossinn, „hér hvílir ástkær móðir mín Guðrún Lísa Hallgrímsdóttir d.14.desember. Minning þín er ljós í lífi mínu“ , hún las á næsta „Hér hvílir elsku besti pabbi minn Finnur Bogason d.14.desember. Ég sakna þín“ á milli krossanna var einn minni með áletruninni „Hér hvílir mín langþráða systir Fanney María Finnsdóttir d.14.desember. Þú varst mér allt.“. Lísa María fann augun fyllast af tárum er hún las minningarorðin sem hún hafði valið ári áður og lagðist niður á leiðin og grét og grét. Hvernig gat hún misst allt sem skipt hafði máli á augnskotstundu, afhverju gat hún ekki bara dáið líka og verið með þeim að eilífu . Ef hún gæti barahorft í góðleg og traust augu móður sinnar, Ef hún gæti bara faðmað fóður sinn einu sinni í viðbót, Ef hún gæti bara kysst og kjassað við systur sína að eilífu. Ef, það er ofmetið orð.
hola como estás