Ég sit hér inn á baðherberginu og hugsa um hversu heimskur ég er. Hvað var ég að hugsa þegar ég fór inn á Hverfisbarinn, ég vissi vel að hún væri þarna. Ég vissi að hún ætlaði að fara þangað með vinkonum sínum. Ég ræð ekki við svitann. Hitinn hér inni er óberilegur, líklega 100°, ég er eins og steikt kótiletta. En það er ekki séns í helvíti að ég fari út, ég verð að láta þetta á mig fá. Ég veit vel að það er einhver frammi, ég er ekki heyrnarlaus þótt ég sé heimskur. Ég heyri öskrin, „Ég mun finna þig” öskrar kunnugleg rödd. Það er alveg rétt, þetta er ömurlegur felustaður, hvað var ég að hugsa þegar ég valdi þennan stað. Það er alltof langt síðan ég fór í feluleik. Hefði ég verið tíu árum yngri hefði ég falið mig undir sófanum á efri hæðinni. Þá hefði ég ekki þurft að bíða eftir dauðanum. Öskrin halda áfram, svitinn er orðinn meiri. “Kannski þú sért á klósettinu?” Ég er búinn að fá nóg, af hverju þarf ég að bíða eftir dauðanum? Það er ekki eitthvað sem ég ætla að gera. Ég ætla ekki að leyfa henna að drepa mig, hún er ekki nógu merkileg til þess. Já, ég segi henni, enda er ég viss um að þetta er mín fyrrverandi, stelpan sem ég minntist á áðan, stelpan á Hverfis. Hún nálgast, minn tími er kominn, en ég ætla ekki að bíða. Glugginn er mín eina leið, þrátt fyrir að ég sé á 17.hæð í blokk á vegum félagsyfirvalda. Mér er skít sama. Nú er ég dauður.


Hrikalega er fallegt veður, snjórinn er hættur að falla og liggur nú aðgerðalaus á jörðinni. Ég heyri brak við hvert fótspor sem ég tek og ég syng í takt við daufan en þó skemmtilegan takt. Sólin er að setjast en þó kom miðnætti fyrir svo-litlu síðan. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að koma elskulegum syni mínum á óvart, hann elskar hamborgarahrygginn með aspas og sósu. Ég brosi þegar ég hugsa til hans og ég veit hversu glaður hann verður. Þrátt fyrir að jólin voru fyrir 3 dögum er maturinn ennþá góður. Ég smakkaði sjálf áðan. Ég banka en enginn svarar, ætli hann sé ekki heima? Ég opna samt hurðina, ég má það alveg, ég er mamma hans. „Elskan, ég er komin með afganga handa þér!” æpi ég svo það má sjá í ljótu jaxla mína. Ég fæ ekkert svar en ég heyri læti inni á baði. Ætli það sé eitthvað að? Ég legg kjötleyfarnar á eldhúsborðið og labba nær klósettinu. „Elsku kúturinn minn, er ekki allt í lagi?” Ég er orðin smeik. Ég veit að hann hefur átt erfitt undanfarið. Kærastan hætti með honum og hann að verða pabbi. Hann hefur glímt við þunglyndi í alltof langan tíma en vildi ekki hjálp. Þetta er elskan mín, mitt einka-barn og sú manneskja sem ég elska hvað heitast. Ég opna hurðina og sé að glugginn er opinn upp að gátt. Ég veit hvað bíður mín. Ég lít niður allar 17 hæðirnar og sé hann liggjandi í þessum snjó sem mér áður fannst svo fallegur. „Er það nú sauður.“ Hvísla ég út í nóttina.


Ég fékk það verkefni að skrifa sögu út frá tveimur ólíkum sjónarhornum í morðmáli, þ.e.a.s. frá sjónarhorni geranda og svo frá sjónarhorni fórnarlambs. Það kemur mér ekki á óvart ef það eru einhverjar stafsetningar villur þarna í textanum enda er það ekki mín sterkasta hlið. Vinsamlegast ekki gagnrýna hana :) Mér þætti hinsvegar frábært ef þið myndum sega mér hvað ykkur finnst um þessa sögu, svo lengi sem þið gerið það á uppbyggjandi og góðan hátt.

PS.High five á þann sem finnur góðan titil á söguna :)