Þetta er smávægileg tilraun til þess að brjóta upp hið hefðbundna ljóðform og gera það afar óhefðbundið. Ég persónulega tel þetta einkar einkennilegt og skemmtilegt sagnaform en ég vona því að aðrir kunni að meta.

Drengurinn drafaði þreyttur að sjá,
„Ég er vaknaður, svangur og súr,“
„Klæddu þig“ svarað var í sömu andrá
Við ætlum í stuttan bíltúr.
Drengurinn hissa á móður sína starði, kyrr.
Vanur var ristuðu brauði svona rétt í morgunsárið,
„Við megum engan tíma missa þetta árið,“
Sagði móðirin eins og öðru ári áður fyrr.
Já, ári áður og ári á undan reyndu þau að eignast hvolpgemling af öðrum bæ,
„Nei, þið fáið ekki síðasta hundinn. Frænka bekkjarsystursonar míns hann fær,“
Hlakkað hann hafði til í heilt ár og varð drengurinn viti sínu fjær, af vonbrigðum.
Rignt hafði inn fólki til að skoða hvolpana, rétt eins og ávallt rignir vonlausum vonbiðlum.
Nú var drengurinn einmitt vonlaus vonbiðill sem hélt í vonina.

Í colt-inn með þig góði besti og hættu að væla,
Síðast þegar þú fórst á fersku fæði inn í bílinn tókstu upp á því að æla,
Ég vil ekki bruðla hvað eftir annað í bílveikistöflur, en sú þvæla
en þeim æliru hvort eð er.
Hver sem fékk þessa hugmynd þyrfti á mig að yrða,
ég myndi segja: „Lyf til þess að fólk æli ekki? Svoleiðis lagað skal ekki innbyrða!“
Drengurinn hætti að hlusta á nöldur móður sinnar og út um gluggan leit,
„Ég veit ég finn þig ferfætti vinur í þetta sinnið“
Vegurinn varð skyndilega eins og fyrir hverja dæmigerða sveit.
Tók hann fast um höfuðpúða móður sinnar en hún sat við stýrið,
„Ég er bara að ímynda mér hvernig er að faðma dýrið, faðma elsku skinnið“

Tveir vetur liðu í hinu mesta rólyndi og lífið lék við ljósin,
„Móðir góð, ég ætla að athuga með Albert, út í fjósi“
„Færðu honum þessa öldnu kjötbita, ég fann þá undir skrifborðinu fyrir stuttu síðan,“
„Og farðu með hundinn eitthvert út, það er nú, eftir allt saman, blessuð blíðan“

Þeir Albert og drengurinn hlupu á bæjarins túni á indælisdegi,
þótt frosið var að mestu grasið, en ekkert hafði snjóað yfir jörð,
var það einna helst þar sem grasið endaði og við tók moldin hörð,
sem skemmtilegast var að hlaupa um og varast að detta eigi.
Drengurinn eftir stutta stund tók hlé, öndunin tók til að hrökkva,
Hundurinn með bros um skoltinn hringsólaði drenginn hress,
„Heyrðu mig vinur, hversu hátt nærð þú eiginlega að stökkva?“
spurði drengurinn og hvatti hundinn eindregið til þess.
Hundurinn náði frekar hátt að fljúga,
Með eyrun útstæð og flaksandi mátti sjá hann í gegnum rakt loftið smjúga.
Héldu þeir áfram og hoppandi var hundurinn á hlaupum, meiri sagan,
En hundinum þótti það þó ekki gott er jörðin kom æðandi á móti honum í síðasta sinnið.
Drengurinn stöðvaði hlaupin, fór til hundsins og faðmaði dýrið, faðmaði elsku skinnið.
Sat drengurinn grátandi með hundinn í fanginu og í gegnum hundinn miðjan var ryðgað járnstykki sem stóð út úr bakinu, í gegnum magann.

Ári seinna, öðru fylgdi og sextíu og tveimur að ofan,
situr gamall maður við niðurnýddan kofa,
sællegur á svipinn minntist,
„Man ég að engum öðrum eins ég kynntist.“
Albert
Albert ég hef enga hunda átt eftir þig síðan,
En ávallt brossins þíns ég sakna.
Ég er einsamall gamall maður og í dag var síðasta skiptið sem ég fékk að vakna.
Það hryggir mig mest og ásækir mjög á mína líðan,
Þótt dauðlegur heimur tali hið fegursta mál,
þá eru hér engir hundar, mér skilst að hundar hafa ekki sál.
Albert.