Líf, dauði og aðrar ofskynjanir. Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.
*
Ég fæddist fyrir mínútu, eftir korter dey ég og eftir átta tíma endurfæðist ég sem allt önnur vitund.
*
Þetta hljómar eins og virkilega ófrumlega smásaga, eða kvæði aftan á mjólkurfernu. Eða dagur í lífi óheppinar indverskrar fjölskyldu.
En þetta er bara upplifun, ofskynjun.
Ég get ekki sagt ykkur hver ég var. Ég hét Már Birgittuson, heiti það enn. Ég gæti sagt ykkur hversvegna ég er kenndur við móður mína, hver pabbi minn er og hverjir draumar mínir eru, en í ljósi skyndilegrar endurfæðingr minnar myndi það ekki þjóna neinum tilgangi.
Við hlið mér situr kvenmaður, eina manneskjan sem ég veit að er til í nýja heiminum. Við sitjum í mjúkum sófa í litlu herbergi. Eini sófi heimsins, herbergið er heimurinn. Fyrir framan okkur er sjónvarp, við erum að horfa á þátt. Það er mögnuð tilhugsun, ef það voru eitt sinn vitsmunaverur í þessu heimi eru þær löngu horfnar.
Ég veit ekki hvað við tókum, ég vissi það heldur ekki þá. Einhverskonar ofskynjunarlyf, ekki nátturuleg. Örugglega ekki góð fyrir okkur.
Ég samt ekki beinlínis fyrir ofskynjunum, heldur aukinni skynjun. Nýrri skynjun.
Kvenmaðurinn potar í mig, ég horfi á hana. Hún er fögur. Ég á bágt með að trúa því að nokkur kona hafi haft tærnar þar sem þessi gyðja hafði hælana í gamli heiminum. Mig langar að gráta af fegurð.
Hún potar aftur og spur. “Hvar erum við?” Ég stari á hana og lít í kringum mig: “Hérna.”
Við þögum.
Hún horfir rannsakandi augum í kringum sig: “Er til eitthvað meira?” Spyr hún. Ég rannsaka herbergið, hvað vill hún meira? Ég segist ekki vita það. Eftir stutta stund bendi ég hurð. Það er bara ein hurð í heiminum, hún hlýtur að leiða einhvert. “Eigum við að fara?” Spyr ég. Hún svarar ekki. Skyndilega grípur hún þéttingsfast um höndina mína og hleypur út með mig hálf-viljugan í eftirdragi. “Hvert erum við að fara?” Spyr ég. “Þú hlýtur að sjá það,” öskrar hún: “allt er að hrynja!” Skyndlega er heimurinn að enda. Fullkomni nýi heimurinn sem við áttum saman er strax ónýtur. Við nemum staðar í anddyri húsins, ég átta mig á tvennu: ekkert er að hrynja og heimurinn er ekki bara eitt herbergi, hann er heilt hús. Hann er stór. Ég horfi agndofa inn í húsið.
Hún virðist ekki vera að gera sér grein fyrir þessu. Hún öskrar: “Taktu með þér jakka!” “Hvers vegna?” “Það gæti verið kalt!”
Úti er bjart. Fyrstu upplifanir mínar eru birta og kuldi. Við lítum í kringum, heimurinn stórfengleg sjón. Við sjáum bíla keyra, þeir ferðast mun hraðar en við. Það heillar mig. Í vasanum á jakkanum eru lyklar. Ég rannsaka þá. Þeir eru að bíl! Ég er líka með sígarettupakka. Ég reykti víst. Ég vil ekki deyja lengur. Á pakkanum stendur: “Reykingar eru mjög skaðlegar fyrir þig og þá sem eru nálægt þér.” Ég vil ekki skaða sjálfan mig og ég vil alls ekki skaða hana. Hún er svo falleg. Ég held að ég elski hana.
Hún spyr mih hvort við getum keyrt. Ég segi já.
Hún er við stýrið.
Við keyrum af stað, við erum landkönnuðir. Allt í kringum mig virkar svo lítið, ég sé húsin í baksýnisspeglinum. Sjón er svo hverfandi. Viðvera hennar er samt stöðug. Hún er hrædd.
Hún lokar augunum og rífur í stýrið, vð stefnum á vegg.
Ég loka augunum.
*
Þegar ég opna þau er allt breytt. “Erum við dáin?” Spyr hún. Ég horfi á hendurnar mínar, þær skjálfar. “Ég held það.” segi ég.
Við förum út úr bílnum.
“Er þetta himnaríki?” Spyr hún. Ég veit það ekki.
Allt er bjartara en áður. Við göngum í átt að sólinni, að ljósinu. Hún stöðvar og horfir á mig. Ég stöðva og horfi á hana. “Hvað er að?” Spyr ég. Ég stari í augun hennar, þau er svo sorgmædd, undursamlega sorgmædd. Guðdómlega vonlaus. “Ég er hrædd.” segir hún loks, ég svara ekki strax. Við stöndum andspænis hvort öðru í langa stund, stund sem hefði mátt endast að eilífu. Það eina sem gat spillt henni var sameiginleg þörf okkar, að komast að ljósinu. “Þú þarft ekki að vera hrædd.” Segi ég. “Hún rétt fram höndina og ég um hana. Við leiðumst er við höldum göngu okkar áfram. Í kringum okkur er fólk á öllum aldri, af öllum þjóðernum og af öllum stéttum. Við sameinumst öll í dauða.
Ég lít fyrir aftan mig, þar heldur móðir á barninu sínu. Ég missi alla stjórn á sjálfum mér, líkamlega og andlega. Ég fell á hné og græt. Hún tekur um mig, spyr mig hvað ami að mér. Ég bendi á barnið. “Hvað gerðist? Það er of ungt!” Hún horfir á barnið og aftur á mig. “Þú ert líka of ungur. Ég er líka of ung.” Ég átta mig á því að heimurinn er eins nýr fyrir okkur hann er fyrir barninu. Harmurinn hverfur. Við tökum okkur pásu og setjumst á bekk.
Ég fylgist með fólkinu sem á leið fram hjá, ég átta mig á því að fólk er að labba í báðar áttir. Ég stend upp og hleyp að miðaldra karlmanni sem gengur frá ljósinu..
“Hvert ertu að fara?” Spyr ég.
“Heim.” Svarar hann og virkar ósáttur með truflunina. “Hvernig kemst maður þangað?” Spyr ég og læt hann ekkert á mig fá. “Ég labbar bara.” Hann virkar frekar hræddur en pirraður. “Ertu þá ekki dauður?” Spyr ég. “Nei,” segir hann: “er allt í lagi vinur?” Ég anda hátt og hratt. “Nei!” Öskra ég: “Ég er dauður! Ég dó!” Hann bakkar lítillega. “Nei vinur minn, það ertu ekki.”
Þetta breytir öllu. Sólin er að setjast. Af hverju? En það er svo fallegt!
“Er það af því að sólin er að setjast?” Spyr ég og ráfa burt áður en hann svarar. Ég sest aftur á bekkinn og tek utan um hana. “Hvað er í gangi.” Spyr hún. “Sólin er að setjast. Við erum örugg.” Segi ég.
Við horfum á sólina setjast. Ég vakna á bekk við hliðina á Brynju. Ég horfa á hana. Sólin er að rísa. Tvær vitundir dóu í gær, ein fæddist. Í dag vaknar ný til lífsins, óspillt og betur um bætt.
Brynja vaknar: “Áttu sígó.” “Nei, ég hætti víst að reykja í gær.” Segi ég. Við horfum hvort á annað.
Hún hallar sér upp að mér og ég legg höfuðið mitt á hennar.
Stundum þarf stórhættuleg vímuefni til þess að koma fólki saman.