Þetta var um ellefu leitið á föstudagskvöldi í mars. Miðbærinn var að lifna við, skemmtistaðirnir allir opnaðir og tónleikar víðs vegar að hefjast.
Hulda stóð upp við vegg bakvið aðalbyggingu menntaskólans í Reykjavík en fyrir ofan hana sátu nokkrir hrafnar á þakrennunni sem kurruðu öðru hvoru.
Síminn hennar hringdi. Hulda veiddi símann upp ur vasanum skjálfandi höndum.
Mamma stóð á miðjum skjánum. Hulda dæsti gremjulega, skellti á og slökkti á símanum. Hún gat ekki hugsað sér að tala við konuna.
Hulda hafði lent enn einu sinni í rifrildi við móður sína sem hafði endað með því að Hulda rauk á dyr. Hún bara varð að komast út í ferskt loft þar sem hún gæti verið í friði og hugsað skírt. Mamma var að gera hana brjálaða með suði um skólann og hvort hún ætlaði sér ekki að fá sér alvöru kærasta í staðin fyrir alla þessa vesælinga sem hún kom með heim. Hún átti að fá sér alvöru pilt. Einhvern sem vettlingi gæti valdið.
,,Ekki gera sömu mistök og ég, elskan mín,” hafði hún sagt. ,,Hann var aumingi rétt eins og þessir piltar sem þú hefur dregið hingað heim. Aumkunaverð lítil sál. Það að ráðast á sín eigin börn og konu. Alveg með ólíkindum. Siðblindur skíthæll. Æ, maður á svo sem ekki að tala illa um hina látnu. Það..það býður ógæfunni heim.” Neðri vör hennar titraði alltaf þegar hún talaði um pabba. Hún talaði sjaldan um hann en alltaf stuttu eftir að hún var búin að nefna hann á nafn opnaði hún flösku af rauðvíni og drakk þar til hún dó í sófanum niðri í stofu.
Hulda stóð með sígarettu í annarri hendi og hálf skalf úr kulda. Marsmánuðurinn var varla hálfnaður og hún var í frá hnepptum leðurjakka sem flagsaði um í vindinum. Ólivíugræn skyrtan var það flegin að það sást í brjóstaskoruna. Þröngt, svart pilsið og háhæluðu skórnir auglýstu granna og langa fótleggina sem voru berir fyrir næturkuldanum.
Sítt, dökkbrúnt hárið liðaðist niður um mitt bak. Hún var djúpt hugsi og starði fram fyrir sig með sínum grænu augum og þurrkaði öðru hvoru burt tár með handarbakinu.
,,Er ekki allt í lagi gæskan?”
Huldu kross brá. Hún hafði ekki tekið eftir skuggalegum manni sem hafði gengið í áttina til hennar. Hann var skeggjaður með hvasst nef og sterka andlitsdrætti. Hann var hvorki myndarlegur né ófríður en áfengsifnykurinn steig af honum. Hann hallaði sér að henni og studdi sig við vegginn með hægri hendinni.
Þau voru alein í þessu porti og í fjarska heyrðist gleði ómur skemmtanalífsins. Enginn myndi heyra til hennar ef hún öskraði.
,,Ég hef það fínt þakka þér fyrir. Snávaðu burt,” sagði hún kuldalega.
Hrafnarnir krunkuðu og svifu yfir þeim.
,,Af hverju lætur þú svona vina? Ég vil bara vera góður við þig.” Hann strauk vanga hennar með vinstri hendinni. Blautir kaldir fingur struku um mjúkt, fölt hörundið. Hulda sló krumluna í burtu.
,,Ég sagði þér að fara.”
,,Til hvers? Við gætum skemmt okkur vel saman, veistu það? Ég lofa að vera góður við þig.”
,,Hypjaðu þig, ónytjungurinn þinn,” sagði hún og þrýsti sígarettustubbnum framan í hann og gekk burt.
,,Helvítis skækjan þín,” öskraði hann og þreif í úliðinn hennar. Hann greip í hana og þrýsti henni upp að veggnum svo hún rak hnakkann harkalega í.
,,Þetta var ekki sniðugt. Vertu nú góð stelpa,” síðasta orðið breyttis í lágt urr.
Hann náði taki á báðum höndunum hennar og þrýsti sér upp að henni. Hún barðist á móti en hann var mun sterkari. Hún æpti og hann fann hjartað hennar hamast undir þunnri blússunni. Hann naut þess í botn.
,,Slepptu mér! Djöfulsins ógeðið þitt,” gargaði hún. Hann sleppti öðrum úliðnum og gaf henni þungt högg á vinstri vangann svo kinnbeinið brotnaði. Hulda vældi af sársauka en klóraði árasamanninnn í framan með lausu hendinni. Klóraði, sló, sparkaði og beit af öllu afli.
,,Fokking tík.”
Hrafnar krunkuðu.
Hann kýldi hana aftur en nú í magann og hrinti henni á gagnstéttina svo annar hælaskórinn brotnaði. Hann lagðist ofan á hana og tókst að losa um buxurnar sínar í leiðinni. Hún var svo mátvana að hún gat varla streist á móti. Hann rann viðurstyggilegum krumlunum um líkama hennar.
Hann leit í augun á henni í von um að sjá sársauka og hjálparleysi en þau voru alveg svört og full af hatri. Meiri segja hvítan var svört sem nóttin.
Allt í einu fann hann hvassar klær rífa í hárssvörðinn og toga í hárið á honum. Hann æpti af undrun og sársauka. Hann heyrði vængjaþyt og krunk. Fann margar beittar klær læsast utan um allan líkamann og toga hann af fórnarlambinu.
Hann sleppti Huldu öskrandi og baðaði út öllum öngum til að losna við hrafnana sem voru byrjaðir að kroppa og gogga í hann.
Hulda skreið burt og kom sér í hæfilegri fjarlægð. Hún sá níu hrafna eins og illa skugga umkringja manninn. Honum hafði tekist að standa upp og reyndi nú að koma sér undan og toga upp um sig buxurnar í leiðinni en hrasaði og lá kylliflatur.
Hrafnarnir settust á manninn og héldu áfram að kroppa. Ópin frá manninum voru sem tónlist í eyrum hennar. Hann emjaði, sparkaði og sló í fuglana en þeir viku ekki undan. Héldu bara áfram að rífa hann í sig. Smjöttuðu á holdinu svo blóið lak eftir stéttinni.
Öskrin voru hætt. Hulda sá hrafn standa á höfði mannsins með auga í kjaftinum.
Hrollur fór niður eftir hrygg Huldu en bros skein í gegnum sært og tárugt andlitið. Hrafnarnir flugu burt af líkinu og settust í næsta tré. Þessir illu skuggar störðu á Huldu.
Hún stóð upp með erfiðismunum og gekk að manninum. Stóð yfir lík árásarmannsins sem hafði á svip stundu breyst í fórnalamb. Starði á líkið með glóandi augum sem líktust kolamolum og brosti sigrihrósandi.
,,Láttu þér þetta að kenningu verða. Skepnan þín,” hvíslaði hún, spýtti á líkið. Haltraði burt og veifaði hröfnunum þegar hún gekk fram hjá þeim.
Hrafnarnir krunkuðu í kveðjuskyni og hurfu út í nóttina.
Jó. Ma
Jóhanna Margrét Si
Vil fá sem flest álit :)
(Það verður framhald)
Why be normal, when strange is much more interesting