Þetta var ósköp venjulegt kvöld að öllu leyti nema að John Lennon hefði átt afmæli þennan dag hefði hann enn lifað. Í tilefni dagsins hafði Yoko Ono og sonur þeirra skötuhjúa, Sean Lennon, tendrað friðarljósið í Viðey í minningu hans og heimsfriðar. Einnig höfðu þau haldið tónleika í Hafnarhúsinu og brugðið sér óvænt á svið öllum að óvörum til ómældrar gleði. Það hafði myndast mikil og góð stemmning með endurkomu Plastik Ono Band.
En þegar hér er komið við sögu þessa fallega kvölds er Guðmundur Jógi umvafinn friðarljósi, stjörnuglitri háloftanna og kyrrðarflæði norðurljósa landsins af allri sinni dýrð og fegurð. Hann mundaði sjónaukann aftur. Hann sér þarna innst í einu horninu í himinheimum Íslands, eldri mann sitja í ruggustól. Hann er að rugga sér í orkuhjúp sköpunar andans hið innra.
Um leið og hann skyggnist í gegnum himinhvolfið sér hann óvænt myndum bregða fyrir sér í hugskoti sínu. Hann sér plánetu af annari vídd bregða fyrir frá öðru sólkerfi og þar sitja þrír menn. Þeir sitja þar á bar er skála í neongrænan drykk, að því er gamla manninum virðist. En hinum megin á enda barsins sést ung, asísk að sjá snót, skælbrosandi með kolsvart spegilslétt hár. Hún er píreygð en geislandi af fegurð annarar víddar.
Í humátt á eftir sér Guðmundur Jógi John Lennon heitinn ganga til hennar og nema staðar. Hann er sprellilifandi í hugskoti Guðmundar. Gamli maðurinn pírrir augun enn meira í sjónaukann og leggur við hlustir. Hann heyrir ungu ungu snótina hvísla kvenlega í eyra hans: “Hæ” "Ég sá að þú horfðir svo stjörnufallega til mín að ég komst ekki hjá því að að langa til að tala við þig.”
Eftir smá hik brosir hann tilbaka og segir: “Sæl, ég heiti Lennon, John Lennon. Uhh ..má ekki bjóða þér drykk?” “Heyrðu jú takk það hljómar spennandi.” Svarar hún og gamli maðurinn sér næst hvar Lennon nær augnsambandi við þjóninn og segir: “Ég ætla að fá tvo tvöfalda hugarorku í kraftsafa og klaka, takk.” Eftir smá spjall um friðarheima og geima og tvo tvöfalda hugarorku í kraftsafa og klaka, sést unga parið haldast í hendur og hverfa inn í stjörnubjarta nóttina.
Í næstu andrá hrekkur gamli maðurinn við í ruggustólnum og opnar augun um leið og í fjarska sést sólin rísa og kasta geislum sínum á hann og blinda. Það er komin ný sólarupprás hið efra sem neðra. Það er kominn nýr dagur.
I might be a dreamer but I'm not the only one - John Lennon